„Erum bara mannlegir kjánalingar að reyna að finna út úr lífinu“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. mars 2021 15:31 Ólöf Birna Torfadóttir leikstýrði og skrifaði handrit af sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Hvernig á að vera klassa drusla. Magnús Ingvar Bjarnason „Að sjá myndina í bíó í fyrsta sinn var mjög súrrealískt. Ég átti nógu erfitt með það að sjá plakatið af myndinni utan á Smáralindinni hvað þá að sjá hana svo loksins í bíó. En þvílík gleðivíma sem tók við á eftir,“ segir Ólöf Birna Torfadóttir leikstjóri myndarinnar Hvernig á að vera klassa drusla. Ólöf útskrifaðist af handrita- og leikstjórnarbraut frá Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2016. Útskriftarmynd hennar, Last Summer, vann til verðlauna fyrir handrit og leikstjórn og gekk henni vel á hátíðum erlendis. „Ég hef mikið skrifað og leikstýrt stuttmyndum, oftast útskriftarmyndum fyrir aðra úr Kvikmyndaskólanum en einnig hef ég gert tvær stuttmyndir sjálfstætt eftir útskrift.“ Kvikmyndin Hvernig á að vera klassa drusla er fyrsta mynd Ólafar í fullri lengd þar sem hún skrifar bæði handritið og leikstýrir. Hugmyndina að myndinni segir hún hafa kviknað á meðan hún var enn í námi. Í myndinni segir frá vinkonunum Karen og Tönju, sem eru leiknar af Ástu Júlíu Elíasardóttur og Ylfu Marín Haraldsdóttur, og þegar þær fara saman í sveit sem sumarstarfsmenn. Ólöf hélt í fyrstu að myndin myndi höfða meira til kvenna en karla en sú var ekki raunin. „Hugmyndin sjálf kemur út frá svona draumórum versus raunveruleikanum. Eitthvað sem við flest getum tengt við í okkar lífi. Hvernig týpur okkur langar til að vera, sjálfsörugg, svöl og jafnvel vinsæl. Svo í raunveruleikanum erum við bara mannlegir kjánalingar að reyna að finna út úr lífinu. Það er hugmyndin á bak við karakterana Karen og Tönju. Svo þróaðist þetta út í þessa sögu.“ Ólöf lýsir myndinni sjálfri sem gamanmynd með rómantísku ívafi en fyrst og fremst segir hún þetta vera mynd um fyndnar konur, galla þeirra og kosti. Þetta er eitthvað ferskt og nýtt í íslenskri kvikmyndagerð. Þar sem sveitin er uppmáluð af lit, gleði, fyndnu drama og skemmtun í stað þess að sveitin sé þunglyndislegur staður þar sem allir koma frá brotnu baklandi og enginn virðist geta tjáð sig, eins og íslenskar bíómyndir sína svo oft. „Ég get staðfest það að myndin Klassa drusla er fyrir alla. Ég hélt fyrst að hún myndi höfða kannski aðeins meira til kvenna en þar hafði ég rangt fyrir mér. Fólk er virkilega að fíla þessa mynd, karlar og konur á öllum aldri.“ Ásta Júlía Elíasdóttir fer með hlutverk Tönju. Ólöf segir allskonar fólk vera að senda henni skilaboð eftir að hafa séð myndina til þess eins að deila því með henni hversu mikið það skemmti sér á myndinni og hversu mikið það kunni að meta að sjá loksins svona mynd í bíó. „Að sjálfsögðu hef ég verið að „stokkera“ internetið eftir kommentum um myndina og ég sé bara jákvæða hluti frá fólki á öllum aldri. Oftast heyri ég að fólk hafi hlegið nánast frá byrjun til enda og hafi enn verið hlægjandi þegar það labbaði út af myndinni.“ Klippa: Hvernig á að vera klassa drusla - sýnishorn Allt ferlið við gerð myndarinnar segir Ólöf hafa gengið gríðarlega vel og hafi góður undirbúningur skipt þar megin máli. „Skipulagið var til fyrirmyndar og allt þetta stóra sem þurfti til að láta þetta smella. Svokallað location, leikararnir og svo framvegis. Einnig vorum við rosalega heppin með veður og allt fólkið sem kom að tökunum í sveitinni, það var sérstaklega hjálplegt.“ Eftir á að hyggja segir Ólöf það hafa komið henni mest á óvart þegar fólk er að minnast á lítil smáatriði úr myndinni sem þeim fannst sérstaklega skemmtileg. Skipulagið og undirbúningurinn fyrir tökur á myndinni var til fyrirmyndar að sögn Ólafar. „Þá rifjast það upp fyrir mér hversu mikil vinnan var á bak við þetta allt. Sem dæmi þá hefur bleika baðkarið, sem situr uppi á fjalli í myndinni, slegið í gegn en að redda þessu baðkari upp á fjall var þvílíkt maus. Þetta er eldgamalt hundrað kílóa baðkar sem við fundum á einhverri gefins síðu. Þar sem það var bleikt á litinn þá passaði það svo vel í myndina. Óskar framleiðandi, ásamt félaga sínum, tók það að sér að keyra með það inn í Svínadal og flytja það upp á fjall. Þetta gekk ekkert rosalega vel þar sem bíllinn komst ekki alla leið og þeir þurftu að draga baðkarið restina af leiðinni. Seinna um kvöldið förum við Lovísa leikmunahönnuður upp á fjall til þess að fylla það af vatni en svo uppgötvuðum við að eina vatnsuppsprettan er niður í læk í einhverju gili þarna við hliðina á.“ Þannig við þurftum að fara nokkrar ferðir með fötur fullar af vatni frá gilinu og aftur upp á fjallið í kolniða myrkri. Það voru kvígur þarna lausar úti og Lovísa er svo logandi hrædd við beljur, þetta var mjög skrautlegt. Svo þurfti náttúrulega að taka það niður aftur sem er álíka rugluð saga. Í heildina sést þetta baðkar kannski í fjórar sekúndur í myndinni. Var eitthvað sem þú óttaðist varðandi viðbrögð þegar myndin kom út? „Ég hef alltaf haft mikla trú á þessu handriti og því að þetta yrði skemmtileg og fyndin mynd. En svo er það tilfinningin sem kemur upp þegar þú ert búin að láta hana frá þér í bíó. Þá kemur upp óttinn um það hvort að hún sé í alvöru nógu góð og fyndin eða hvort að þetta sé bara minn einkahúmor og enginn annar muni fíla myndina.“ Viðbrögðin við myndinni hafa verið mjög góð og segir Ólöf dómana einnig hafa verið vonum framar. Viðbrögðin segir hún þó hafa verið stórfengleg og allt teymið sé alveg í skýjunum. Dómana yfir það heila segir hún einnig hafa verið jákvæða. „Við fengum rosalega góða dóma, flotta gagnrýni og mikið hrós fyrir leikinn, útlitið, myndatökuna og klippivinnuna. Ég er að sjálfsögðu himinlifandi yfir þessu.“ Hvernig tilfinning var það að sjá sína fyrstu stóru mynd sýnda í kvikmyndahúsum? Að sjá myndina í bíó í fyrsta sinn var mjög súrrealískt. Ég átti nógu erfitt með að sjá plakatið af myndinni utan á Smáralindinni, hvað þá að sjá hana svo loksins í bíó. En þvílík gleðivíma sem tók við á eftir. Salurinn var geggjaður og það var hlegið, alveg öskurhlegið alla myndina. „Eftir allan þennan tíma, alla þessa vinnu og allt sem við teymið lögðum í þetta verkefni þá var þetta svo gott og eiginlega bara ólýsandi.“ Framundan segir Ólöf verið mikið af verkefnum og meðal annars tvö handrit af bíómyndum í fullri lengd. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að tökur á annarri þeirra verði næsta sumar, 2022, ef allt gengur eftir. Svo er ég með nokkrar þáttaraðir í þróun með meðhöfundi mínum henni Lovísu Láru Halldórsdóttur.“ Ólöf segir það hafa verið mjög súrrealíska upplifun að sjá myndina í bíóhúsum í fyrsta skipti. Skjáskot Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Óttaðist að fólk kæmi á tónleikana og héldi að hann væri að spila á ónýtan flygil Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, segir að það sé í raun lítið kraftaverk að honum hafi tekist að halda einleikstónleika sína í Eldborgarsal Hörpu um liðna helgi þar sem selt hafi verið á tónleikana í samræmi við það að 1600 gestir gætu verið í salnum. 13. mars 2021 08:01 Fögnuðu Fjöruverðlaunum í Höfða Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 8. mars 2021 14:56 RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ólöf útskrifaðist af handrita- og leikstjórnarbraut frá Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2016. Útskriftarmynd hennar, Last Summer, vann til verðlauna fyrir handrit og leikstjórn og gekk henni vel á hátíðum erlendis. „Ég hef mikið skrifað og leikstýrt stuttmyndum, oftast útskriftarmyndum fyrir aðra úr Kvikmyndaskólanum en einnig hef ég gert tvær stuttmyndir sjálfstætt eftir útskrift.“ Kvikmyndin Hvernig á að vera klassa drusla er fyrsta mynd Ólafar í fullri lengd þar sem hún skrifar bæði handritið og leikstýrir. Hugmyndina að myndinni segir hún hafa kviknað á meðan hún var enn í námi. Í myndinni segir frá vinkonunum Karen og Tönju, sem eru leiknar af Ástu Júlíu Elíasardóttur og Ylfu Marín Haraldsdóttur, og þegar þær fara saman í sveit sem sumarstarfsmenn. Ólöf hélt í fyrstu að myndin myndi höfða meira til kvenna en karla en sú var ekki raunin. „Hugmyndin sjálf kemur út frá svona draumórum versus raunveruleikanum. Eitthvað sem við flest getum tengt við í okkar lífi. Hvernig týpur okkur langar til að vera, sjálfsörugg, svöl og jafnvel vinsæl. Svo í raunveruleikanum erum við bara mannlegir kjánalingar að reyna að finna út úr lífinu. Það er hugmyndin á bak við karakterana Karen og Tönju. Svo þróaðist þetta út í þessa sögu.“ Ólöf lýsir myndinni sjálfri sem gamanmynd með rómantísku ívafi en fyrst og fremst segir hún þetta vera mynd um fyndnar konur, galla þeirra og kosti. Þetta er eitthvað ferskt og nýtt í íslenskri kvikmyndagerð. Þar sem sveitin er uppmáluð af lit, gleði, fyndnu drama og skemmtun í stað þess að sveitin sé þunglyndislegur staður þar sem allir koma frá brotnu baklandi og enginn virðist geta tjáð sig, eins og íslenskar bíómyndir sína svo oft. „Ég get staðfest það að myndin Klassa drusla er fyrir alla. Ég hélt fyrst að hún myndi höfða kannski aðeins meira til kvenna en þar hafði ég rangt fyrir mér. Fólk er virkilega að fíla þessa mynd, karlar og konur á öllum aldri.“ Ásta Júlía Elíasdóttir fer með hlutverk Tönju. Ólöf segir allskonar fólk vera að senda henni skilaboð eftir að hafa séð myndina til þess eins að deila því með henni hversu mikið það skemmti sér á myndinni og hversu mikið það kunni að meta að sjá loksins svona mynd í bíó. „Að sjálfsögðu hef ég verið að „stokkera“ internetið eftir kommentum um myndina og ég sé bara jákvæða hluti frá fólki á öllum aldri. Oftast heyri ég að fólk hafi hlegið nánast frá byrjun til enda og hafi enn verið hlægjandi þegar það labbaði út af myndinni.“ Klippa: Hvernig á að vera klassa drusla - sýnishorn Allt ferlið við gerð myndarinnar segir Ólöf hafa gengið gríðarlega vel og hafi góður undirbúningur skipt þar megin máli. „Skipulagið var til fyrirmyndar og allt þetta stóra sem þurfti til að láta þetta smella. Svokallað location, leikararnir og svo framvegis. Einnig vorum við rosalega heppin með veður og allt fólkið sem kom að tökunum í sveitinni, það var sérstaklega hjálplegt.“ Eftir á að hyggja segir Ólöf það hafa komið henni mest á óvart þegar fólk er að minnast á lítil smáatriði úr myndinni sem þeim fannst sérstaklega skemmtileg. Skipulagið og undirbúningurinn fyrir tökur á myndinni var til fyrirmyndar að sögn Ólafar. „Þá rifjast það upp fyrir mér hversu mikil vinnan var á bak við þetta allt. Sem dæmi þá hefur bleika baðkarið, sem situr uppi á fjalli í myndinni, slegið í gegn en að redda þessu baðkari upp á fjall var þvílíkt maus. Þetta er eldgamalt hundrað kílóa baðkar sem við fundum á einhverri gefins síðu. Þar sem það var bleikt á litinn þá passaði það svo vel í myndina. Óskar framleiðandi, ásamt félaga sínum, tók það að sér að keyra með það inn í Svínadal og flytja það upp á fjall. Þetta gekk ekkert rosalega vel þar sem bíllinn komst ekki alla leið og þeir þurftu að draga baðkarið restina af leiðinni. Seinna um kvöldið förum við Lovísa leikmunahönnuður upp á fjall til þess að fylla það af vatni en svo uppgötvuðum við að eina vatnsuppsprettan er niður í læk í einhverju gili þarna við hliðina á.“ Þannig við þurftum að fara nokkrar ferðir með fötur fullar af vatni frá gilinu og aftur upp á fjallið í kolniða myrkri. Það voru kvígur þarna lausar úti og Lovísa er svo logandi hrædd við beljur, þetta var mjög skrautlegt. Svo þurfti náttúrulega að taka það niður aftur sem er álíka rugluð saga. Í heildina sést þetta baðkar kannski í fjórar sekúndur í myndinni. Var eitthvað sem þú óttaðist varðandi viðbrögð þegar myndin kom út? „Ég hef alltaf haft mikla trú á þessu handriti og því að þetta yrði skemmtileg og fyndin mynd. En svo er það tilfinningin sem kemur upp þegar þú ert búin að láta hana frá þér í bíó. Þá kemur upp óttinn um það hvort að hún sé í alvöru nógu góð og fyndin eða hvort að þetta sé bara minn einkahúmor og enginn annar muni fíla myndina.“ Viðbrögðin við myndinni hafa verið mjög góð og segir Ólöf dómana einnig hafa verið vonum framar. Viðbrögðin segir hún þó hafa verið stórfengleg og allt teymið sé alveg í skýjunum. Dómana yfir það heila segir hún einnig hafa verið jákvæða. „Við fengum rosalega góða dóma, flotta gagnrýni og mikið hrós fyrir leikinn, útlitið, myndatökuna og klippivinnuna. Ég er að sjálfsögðu himinlifandi yfir þessu.“ Hvernig tilfinning var það að sjá sína fyrstu stóru mynd sýnda í kvikmyndahúsum? Að sjá myndina í bíó í fyrsta sinn var mjög súrrealískt. Ég átti nógu erfitt með að sjá plakatið af myndinni utan á Smáralindinni, hvað þá að sjá hana svo loksins í bíó. En þvílík gleðivíma sem tók við á eftir. Salurinn var geggjaður og það var hlegið, alveg öskurhlegið alla myndina. „Eftir allan þennan tíma, alla þessa vinnu og allt sem við teymið lögðum í þetta verkefni þá var þetta svo gott og eiginlega bara ólýsandi.“ Framundan segir Ólöf verið mikið af verkefnum og meðal annars tvö handrit af bíómyndum í fullri lengd. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að tökur á annarri þeirra verði næsta sumar, 2022, ef allt gengur eftir. Svo er ég með nokkrar þáttaraðir í þróun með meðhöfundi mínum henni Lovísu Láru Halldórsdóttur.“ Ólöf segir það hafa verið mjög súrrealíska upplifun að sjá myndina í bíóhúsum í fyrsta skipti. Skjáskot
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Óttaðist að fólk kæmi á tónleikana og héldi að hann væri að spila á ónýtan flygil Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, segir að það sé í raun lítið kraftaverk að honum hafi tekist að halda einleikstónleika sína í Eldborgarsal Hörpu um liðna helgi þar sem selt hafi verið á tónleikana í samræmi við það að 1600 gestir gætu verið í salnum. 13. mars 2021 08:01 Fögnuðu Fjöruverðlaunum í Höfða Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 8. mars 2021 14:56 RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Óttaðist að fólk kæmi á tónleikana og héldi að hann væri að spila á ónýtan flygil Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, segir að það sé í raun lítið kraftaverk að honum hafi tekist að halda einleikstónleika sína í Eldborgarsal Hörpu um liðna helgi þar sem selt hafi verið á tónleikana í samræmi við það að 1600 gestir gætu verið í salnum. 13. mars 2021 08:01
Fögnuðu Fjöruverðlaunum í Höfða Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 8. mars 2021 14:56
RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01