Og fjallið það öskrar HIldur Þórisdóttir skrifar 11. mars 2021 15:31 Þeir sem hafa gengið í gegnum sáran missi vita að blæbrigði lífsins verður aldrei alveg eins eftir að náinn ástvinur kveður. Tíminn virðist standa í stað á sama tíma og sólin heldur áfram að rísa og hníga og gangverk mannlífsins heldur áfram. Þannig má að einhverju leyti lýsa lífinu á Seyðisfirði eftir hamfaraflóðið í desember. Flóðið þyrmdi mannslífum en skildi eftir ör á sálu íbúanna og svöðusár í bæjarmyndinni. Skriðurnar hrifu með sér fjölda bygginga en tóku enga manneskja með í hamförunum. Þó er til fjöldi frásagna fólks sem var nýfarið af skriðusvæðinu á meðan aðrir voru staddir á heimilum sínum staðsettum í miðri skriðunni. Í hamförunum misstu sumir heimilin sín á meðan aðrir misstu vinnustaðinn sinn. Öll misstum við eitthvað þó að sterkasta tilfinningin sem eftir stendur sé djúpt þakklæti fyrir að ekki fór verr. Skriðan þyrmdi mannslífum þó svo að verkefnið sem eftir stendur sé ærið. Það eru 1200 ár síðan viðlíka atburðir áttu sér stað á Seyðisfirði og efnahagslegt tjón með því mesta sem við höfum upplifað á Íslandi eftir slíkar hamfarir, metið á yfir tvo milljarða króna. Hreinsunarstarfið hefur verið yfirgripsmikið og lyft hefur verið grettistaki í að hreinsa gríðarlegt magn af leðju og aur, braki úr byggingum og mannhæðarháum steinum. Þar sem áður stóðu glæsileg hús má nú sjá moldarbrún sár. Vitanlega eru fjölmiðlar hættir að bera fréttir af staðnum enda eru hamfarir mun áhugaverðara fréttaefni en eftirköstin sem samfélagið þarf að takast á við. Það hefur verið styrkur að finna stuðning ríkisvaldsins sem nýverið lagði fram 215 milljónir til þriggja ára til þess að styðja við atvinnulífið sem fékk á sig bylmingshögg en mikið liggur við að endurreisa það svo Seyðisfjörður megi rísa á ný. Við sem upplifðum öskur fjallsins munum léttinn yfir því að Fjarðarheiðin var fær og hægt að komast úr firðinum þegar bærinn var rýmdur þennan örlagaríka dag. Daginn sem hluti fjallsins lét undan hinum mikla þrýstingi sem margra vikna ofsafengin rigning olli og 72 þúsund rúmmetrar af efni flæddu niður yfir byggðina. Það er ekki sjálfgefið á þessum árstíma og við sem búum hér og lifum við óboðlegar samgöngur hugsum með óhug til þess ef fjallvegurinn hefði lokað okkur inn í þessum ógnaraðstæðum. Það er líklega ekkert sem getur hjálpað samfélagi meira eftir slíkt áfall en að staðið verði við áður gefin fyrirheit um öruggar samgöngur með göngum undir Fjarðarheiði. Sú stund er komin. Höfundur er oddviti Austurlistans sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Múlaþing Byggðamál Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa gengið í gegnum sáran missi vita að blæbrigði lífsins verður aldrei alveg eins eftir að náinn ástvinur kveður. Tíminn virðist standa í stað á sama tíma og sólin heldur áfram að rísa og hníga og gangverk mannlífsins heldur áfram. Þannig má að einhverju leyti lýsa lífinu á Seyðisfirði eftir hamfaraflóðið í desember. Flóðið þyrmdi mannslífum en skildi eftir ör á sálu íbúanna og svöðusár í bæjarmyndinni. Skriðurnar hrifu með sér fjölda bygginga en tóku enga manneskja með í hamförunum. Þó er til fjöldi frásagna fólks sem var nýfarið af skriðusvæðinu á meðan aðrir voru staddir á heimilum sínum staðsettum í miðri skriðunni. Í hamförunum misstu sumir heimilin sín á meðan aðrir misstu vinnustaðinn sinn. Öll misstum við eitthvað þó að sterkasta tilfinningin sem eftir stendur sé djúpt þakklæti fyrir að ekki fór verr. Skriðan þyrmdi mannslífum þó svo að verkefnið sem eftir stendur sé ærið. Það eru 1200 ár síðan viðlíka atburðir áttu sér stað á Seyðisfirði og efnahagslegt tjón með því mesta sem við höfum upplifað á Íslandi eftir slíkar hamfarir, metið á yfir tvo milljarða króna. Hreinsunarstarfið hefur verið yfirgripsmikið og lyft hefur verið grettistaki í að hreinsa gríðarlegt magn af leðju og aur, braki úr byggingum og mannhæðarháum steinum. Þar sem áður stóðu glæsileg hús má nú sjá moldarbrún sár. Vitanlega eru fjölmiðlar hættir að bera fréttir af staðnum enda eru hamfarir mun áhugaverðara fréttaefni en eftirköstin sem samfélagið þarf að takast á við. Það hefur verið styrkur að finna stuðning ríkisvaldsins sem nýverið lagði fram 215 milljónir til þriggja ára til þess að styðja við atvinnulífið sem fékk á sig bylmingshögg en mikið liggur við að endurreisa það svo Seyðisfjörður megi rísa á ný. Við sem upplifðum öskur fjallsins munum léttinn yfir því að Fjarðarheiðin var fær og hægt að komast úr firðinum þegar bærinn var rýmdur þennan örlagaríka dag. Daginn sem hluti fjallsins lét undan hinum mikla þrýstingi sem margra vikna ofsafengin rigning olli og 72 þúsund rúmmetrar af efni flæddu niður yfir byggðina. Það er ekki sjálfgefið á þessum árstíma og við sem búum hér og lifum við óboðlegar samgöngur hugsum með óhug til þess ef fjallvegurinn hefði lokað okkur inn í þessum ógnaraðstæðum. Það er líklega ekkert sem getur hjálpað samfélagi meira eftir slíkt áfall en að staðið verði við áður gefin fyrirheit um öruggar samgöngur með göngum undir Fjarðarheiði. Sú stund er komin. Höfundur er oddviti Austurlistans sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun