Hvar er verndin? Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir skrifar 12. mars 2021 09:00 Í gegnum allar áætlanir, sáttmála og stefnur sem snúa að aðgerðum og hlutverki yfirvalda í baráttunni við mansal er rauður þráður: Að sækja brotafólk til saka og veita þolendum vernd. Þennan þráð má þannig finna í skjali dómsmálaráðuneytisins um „Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu,“ sem kom út árið 2019. Þennan þráð má finna í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi, og enn fremur íPalermó-sáttmálanum sem hefur verið fullgilt samkomulag hér á Íslandi í tíu ár. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Nú hyggst dómsmálaráðherra breyta mansalsákvæði hegningarlaga. Í frumvarpi ráðherrans er ætlunin að rýmka heimildir ákvæðisins, bæði til þess að auka vernd þolenda mansals og til að auka líkur á að brotafólk sé sótt til saka. Eða svo segir í það minnsta á vef Alþingis. Hins vegar er ekki augljóst hvernig fyrirhuguð breyting mun í raun vernda þolendur. Það verður ekki af frumvarpinu tekið að það rýmkar vissulega heimildir til að refsa illvirkjum, sem er jú mikilvægur liður í aðgerðum gegn mansali. Aftur á móti er ekkert í frumvarpinu sem bendir til sérstakra aðgerða til að verja þolendur, ekki frekar en í núverandi lagabókstaf. Enn og aftur er áherslan á aðgerðir sem seint verður hægt að flokka sem beina vernd. Oftar en ekki eru þolendur mansals hælisleitendur, flóttafólk, týnt fólk, óskráð fólk. Fólk sem er að flýja ofbeldi, nauðganir og ólýsanlegan hrylling. Fólk sem þráir lausn úr aðstæðum sínum. Fólk sem þarf vernd og okkur, sem siðmenntað og mannúðlegt samfélag, ber skylda til að veita þessa vernd. Að sækja til saka einn mann hér eða þar hrekkur skammt þegar þolendum er síðan vísað á dyr og sendir aftur í gin kvalarans. Það kemur alltaf hrotti í hrotta stað. Því þarf alþjóðasamfélagið - Ísland þar með talið - að leggja meiri og sterkari áherslu á verndina sem þolendur eiga að fá. Þau þurfa að geta treyst á öruggt skjól og ekki skal gleyma að Alþingi, sem löggjafi þessa lands, hefur samþykkt þessa áherslu. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Höfundur er sitjandi þingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Hælisleitendur Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum allar áætlanir, sáttmála og stefnur sem snúa að aðgerðum og hlutverki yfirvalda í baráttunni við mansal er rauður þráður: Að sækja brotafólk til saka og veita þolendum vernd. Þennan þráð má þannig finna í skjali dómsmálaráðuneytisins um „Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu,“ sem kom út árið 2019. Þennan þráð má finna í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi, og enn fremur íPalermó-sáttmálanum sem hefur verið fullgilt samkomulag hér á Íslandi í tíu ár. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Nú hyggst dómsmálaráðherra breyta mansalsákvæði hegningarlaga. Í frumvarpi ráðherrans er ætlunin að rýmka heimildir ákvæðisins, bæði til þess að auka vernd þolenda mansals og til að auka líkur á að brotafólk sé sótt til saka. Eða svo segir í það minnsta á vef Alþingis. Hins vegar er ekki augljóst hvernig fyrirhuguð breyting mun í raun vernda þolendur. Það verður ekki af frumvarpinu tekið að það rýmkar vissulega heimildir til að refsa illvirkjum, sem er jú mikilvægur liður í aðgerðum gegn mansali. Aftur á móti er ekkert í frumvarpinu sem bendir til sérstakra aðgerða til að verja þolendur, ekki frekar en í núverandi lagabókstaf. Enn og aftur er áherslan á aðgerðir sem seint verður hægt að flokka sem beina vernd. Oftar en ekki eru þolendur mansals hælisleitendur, flóttafólk, týnt fólk, óskráð fólk. Fólk sem er að flýja ofbeldi, nauðganir og ólýsanlegan hrylling. Fólk sem þráir lausn úr aðstæðum sínum. Fólk sem þarf vernd og okkur, sem siðmenntað og mannúðlegt samfélag, ber skylda til að veita þessa vernd. Að sækja til saka einn mann hér eða þar hrekkur skammt þegar þolendum er síðan vísað á dyr og sendir aftur í gin kvalarans. Það kemur alltaf hrotti í hrotta stað. Því þarf alþjóðasamfélagið - Ísland þar með talið - að leggja meiri og sterkari áherslu á verndina sem þolendur eiga að fá. Þau þurfa að geta treyst á öruggt skjól og ekki skal gleyma að Alþingi, sem löggjafi þessa lands, hefur samþykkt þessa áherslu. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Höfundur er sitjandi þingkona Pírata.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun