Hvar er verndin? Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir skrifar 12. mars 2021 09:00 Í gegnum allar áætlanir, sáttmála og stefnur sem snúa að aðgerðum og hlutverki yfirvalda í baráttunni við mansal er rauður þráður: Að sækja brotafólk til saka og veita þolendum vernd. Þennan þráð má þannig finna í skjali dómsmálaráðuneytisins um „Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu,“ sem kom út árið 2019. Þennan þráð má finna í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi, og enn fremur íPalermó-sáttmálanum sem hefur verið fullgilt samkomulag hér á Íslandi í tíu ár. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Nú hyggst dómsmálaráðherra breyta mansalsákvæði hegningarlaga. Í frumvarpi ráðherrans er ætlunin að rýmka heimildir ákvæðisins, bæði til þess að auka vernd þolenda mansals og til að auka líkur á að brotafólk sé sótt til saka. Eða svo segir í það minnsta á vef Alþingis. Hins vegar er ekki augljóst hvernig fyrirhuguð breyting mun í raun vernda þolendur. Það verður ekki af frumvarpinu tekið að það rýmkar vissulega heimildir til að refsa illvirkjum, sem er jú mikilvægur liður í aðgerðum gegn mansali. Aftur á móti er ekkert í frumvarpinu sem bendir til sérstakra aðgerða til að verja þolendur, ekki frekar en í núverandi lagabókstaf. Enn og aftur er áherslan á aðgerðir sem seint verður hægt að flokka sem beina vernd. Oftar en ekki eru þolendur mansals hælisleitendur, flóttafólk, týnt fólk, óskráð fólk. Fólk sem er að flýja ofbeldi, nauðganir og ólýsanlegan hrylling. Fólk sem þráir lausn úr aðstæðum sínum. Fólk sem þarf vernd og okkur, sem siðmenntað og mannúðlegt samfélag, ber skylda til að veita þessa vernd. Að sækja til saka einn mann hér eða þar hrekkur skammt þegar þolendum er síðan vísað á dyr og sendir aftur í gin kvalarans. Það kemur alltaf hrotti í hrotta stað. Því þarf alþjóðasamfélagið - Ísland þar með talið - að leggja meiri og sterkari áherslu á verndina sem þolendur eiga að fá. Þau þurfa að geta treyst á öruggt skjól og ekki skal gleyma að Alþingi, sem löggjafi þessa lands, hefur samþykkt þessa áherslu. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Höfundur er sitjandi þingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Hælisleitendur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum allar áætlanir, sáttmála og stefnur sem snúa að aðgerðum og hlutverki yfirvalda í baráttunni við mansal er rauður þráður: Að sækja brotafólk til saka og veita þolendum vernd. Þennan þráð má þannig finna í skjali dómsmálaráðuneytisins um „Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu,“ sem kom út árið 2019. Þennan þráð má finna í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi, og enn fremur íPalermó-sáttmálanum sem hefur verið fullgilt samkomulag hér á Íslandi í tíu ár. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Nú hyggst dómsmálaráðherra breyta mansalsákvæði hegningarlaga. Í frumvarpi ráðherrans er ætlunin að rýmka heimildir ákvæðisins, bæði til þess að auka vernd þolenda mansals og til að auka líkur á að brotafólk sé sótt til saka. Eða svo segir í það minnsta á vef Alþingis. Hins vegar er ekki augljóst hvernig fyrirhuguð breyting mun í raun vernda þolendur. Það verður ekki af frumvarpinu tekið að það rýmkar vissulega heimildir til að refsa illvirkjum, sem er jú mikilvægur liður í aðgerðum gegn mansali. Aftur á móti er ekkert í frumvarpinu sem bendir til sérstakra aðgerða til að verja þolendur, ekki frekar en í núverandi lagabókstaf. Enn og aftur er áherslan á aðgerðir sem seint verður hægt að flokka sem beina vernd. Oftar en ekki eru þolendur mansals hælisleitendur, flóttafólk, týnt fólk, óskráð fólk. Fólk sem er að flýja ofbeldi, nauðganir og ólýsanlegan hrylling. Fólk sem þráir lausn úr aðstæðum sínum. Fólk sem þarf vernd og okkur, sem siðmenntað og mannúðlegt samfélag, ber skylda til að veita þessa vernd. Að sækja til saka einn mann hér eða þar hrekkur skammt þegar þolendum er síðan vísað á dyr og sendir aftur í gin kvalarans. Það kemur alltaf hrotti í hrotta stað. Því þarf alþjóðasamfélagið - Ísland þar með talið - að leggja meiri og sterkari áherslu á verndina sem þolendur eiga að fá. Þau þurfa að geta treyst á öruggt skjól og ekki skal gleyma að Alþingi, sem löggjafi þessa lands, hefur samþykkt þessa áherslu. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Höfundur er sitjandi þingkona Pírata.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun