Píratar til sigurs Magnús D. Norðdahl skrifar 12. mars 2021 11:31 Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á fréttum á borð við pólitíska skipun dómara eða ráðningu eins umdeildasta lögmanns landsins til þess að endurskoða refsivörslukerfið. Dæmi um handhófskenndar ákvarðanir og sérhagsmunagæslu eru því miður of mörg í íslenskri stjórnmálasögu til lengri og skemmri tíma. Grunnstefna Pírata er í senn svarið við geðþóttaákvörðunum og spillingu annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Erindi Pírata á sviði íslenskra stjórnmála hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Píratísk umbótastjórn næsta kjörtímabils Við myndun ríkisstjórnar eftir næstu kosningar er mikilvægt að Píratar sýni sveigjanleika en gefi á sama tíma ekki afslátt af sínum píratísku gildum. Grunnstefna Pírata leggur áherslu á beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, gagnsæi, ábyrgð og vel upplýstar ákvarðanir þannig að ávallt sé gætt að eflingu og vernd borgararéttinda, friðhelgi einkalífs og frelsi til tjáningar og upplýsinga. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð. Píratísk umbreyting samfélagsins er tímabær og felur í sér mótun samfélags þar sem réttindi minnihluta- og jaðarhópa eru virt, þar sem rekin er mannúðleg stefna í málefnum flóttafólks og annarra sem eiga um sárt að binda, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst geðheilbrigðisþjónustu, fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa óháð búsetu í landinu og síðast en ekki síst samfélagi þar sem allir íbúar búa við mannsæmandi kjör. Mannréttindabarátta á sviði stjórnmálanna Á umliðnum árum hef ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður tekið þátt í mannréttindabaráttu fyrir hönd einstaklinga og hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Sú barátta hefur skilað árangri, meðal annars fyrir fjölda hælisleitenda sem horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er von mín og vilji að mér auðnist að útvíkka störf mín og baráttu á nýjum og stærri vettvangi íslenskra stjórnmálaþannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir alla þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Baráttan er í eðli sínu sú sama en tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Ég er stoltur af því að tilheyra hreyfingu Pírata og ekki síst þeim öfluga hópi sem hefur gefið kost á sér í prófkjöri hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að stuðla að góðu gengi Pírata í kjördæminu og á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting samfélagsins er handan við hornið. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á fréttum á borð við pólitíska skipun dómara eða ráðningu eins umdeildasta lögmanns landsins til þess að endurskoða refsivörslukerfið. Dæmi um handhófskenndar ákvarðanir og sérhagsmunagæslu eru því miður of mörg í íslenskri stjórnmálasögu til lengri og skemmri tíma. Grunnstefna Pírata er í senn svarið við geðþóttaákvörðunum og spillingu annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Erindi Pírata á sviði íslenskra stjórnmála hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Píratísk umbótastjórn næsta kjörtímabils Við myndun ríkisstjórnar eftir næstu kosningar er mikilvægt að Píratar sýni sveigjanleika en gefi á sama tíma ekki afslátt af sínum píratísku gildum. Grunnstefna Pírata leggur áherslu á beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, gagnsæi, ábyrgð og vel upplýstar ákvarðanir þannig að ávallt sé gætt að eflingu og vernd borgararéttinda, friðhelgi einkalífs og frelsi til tjáningar og upplýsinga. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð. Píratísk umbreyting samfélagsins er tímabær og felur í sér mótun samfélags þar sem réttindi minnihluta- og jaðarhópa eru virt, þar sem rekin er mannúðleg stefna í málefnum flóttafólks og annarra sem eiga um sárt að binda, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst geðheilbrigðisþjónustu, fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa óháð búsetu í landinu og síðast en ekki síst samfélagi þar sem allir íbúar búa við mannsæmandi kjör. Mannréttindabarátta á sviði stjórnmálanna Á umliðnum árum hef ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður tekið þátt í mannréttindabaráttu fyrir hönd einstaklinga og hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Sú barátta hefur skilað árangri, meðal annars fyrir fjölda hælisleitenda sem horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er von mín og vilji að mér auðnist að útvíkka störf mín og baráttu á nýjum og stærri vettvangi íslenskra stjórnmálaþannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir alla þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Baráttan er í eðli sínu sú sama en tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Ég er stoltur af því að tilheyra hreyfingu Pírata og ekki síst þeim öfluga hópi sem hefur gefið kost á sér í prófkjöri hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að stuðla að góðu gengi Pírata í kjördæminu og á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting samfélagsins er handan við hornið. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun