Al Arabi komst lítt áleiðis gegn Al Rayyan í dag. Heimamenn komust yfir eftir aðeins fimmtán mínútna leik og gerðu svo endanlega út um leikinn með öðru marki sínu þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Svekkjandi 2-0 tap niðurstaðan í leik sem Al Arabi þurfti að vinna. Al Arabi er sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 26 stig að loknum 19 leikjum á meðan Al Rayyan er í 3. sætinu – því síðasta sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Asíu – með 34 stig.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al Arabi.