Enski boltinn

Ancelotti var spurður út í um­talaða Insta­gram mynd Alex Iwobi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ancelotti sló á létta strengi á blaðamannafundi í gær.
Ancelotti sló á létta strengi á blaðamannafundi í gær. Tony McArdle/Getty

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hafði séð Instagram mynd Alex Iwobi en þeir höfðu ekki talað saman um myndina sem hafði vakið athygli í fjölmiðlum ytra.

Iwobi setti í Instagram story hjá sér að hann væri stoltur af því að vera valinn í nígeríska landsliðið. Hann bætti því þó við að hann vonaðist eftir því að fá að spila í sinni uppáhalds stöðu.

Hinn 24 ára gamli Iwobi hefur verið mikið notaður sem hægri vængbakvörður og einn af þremur miðjumönnum Everton en Ancelotti hefur verið duglegur að skipta um leikkerfi á tímabilinu.

„Ég hef ekki talað við hann en ég las póstinn hans. Ég mun tala við hann, auðvitað. Ég vil vita hans uppáhalds stöðu! Ég vil vita hvar leikmönnunum líður vel, ekki hvar þeim líður illa,“ sagði Ancelotti er hann var spurður út í myndina.

„Ef hann hefur hugmynd hvar hann vill helsta spila, þá vil ég vita það. Ég verð ánægður að fá vita hans stöðu. Ég verð að segja honum að ég sé stjórinn hans og hann þurfi að segja mér hvar hann vilji spila.“

Ancelotti rifjar upp atvik frá tíma sínum hjá AC Milan sem svipað atvik hafði átt sér stað.

„Þegar ég hugsaði um að spila Andrea Pirlo sem dýpsta miðjumanninum þá spurði ég hann hvort að honum líkaði að spila þar. Hann svaraði því játandi og sagðist elska það. Svo ég setti hann þangað.“

„Ef Iwobi vill spila í tíunni eða frammi þá set ég hann þangað, ekkert mál. Ég get aðlagað leikkerfið,“ bætti Ancelotti við léttur.

Everton mætur Burnley á heimavelli í dag. Hefst leikurinn klukkan 17.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×