Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 11:21 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. Vísir/EPA Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður, kölluðu bæði eftir því að Cuomo stigi til hliðar í gær. Áður hafði hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata frá New York, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, gert það sama. „Vegna fjölda trúverðugra ásakana um kynferðislega áreitni og misferli er það ljóst að Cuomo ríkisstjóri hefur tapað trausti meðstjórnenda sinna og íbúa New York,“ sögðu Schumer og Gillibrand í sameiginlegri yfirlýsingu. Þrátt fyrir það situr Cuomo fastur við sinn keip og segist ekki ætla að segja af sér. Hann sagði í gær að það væri „hættulegt“ að stjórnmálamenn bæðu aðra um að segja af sér án þess að hafa allar staðreyndir máls, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Ríkisstjórinn hefur beðist afsökunar á sumum þeim atvikum sem konurnar hafa lýst en fullyrðir að aðrar ásakanir séu uppspuni. Á sjötta tug ríkisþingmanna Demókrataflokksins hafa einnig hvatt Cuomo til að segja af sér. Dómsmálanefnd ríkisþingins hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum Cuomo í vikunni. Sú rannsókn gæti leitt til kæru og jafnvel embættismissis. Auk ásakanna kvennanna situr Cuomo undir harðri gagnrýni fyrir að hafa reynt að fela raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í New York í kórónuveirufaraldrinu. Ríkisstjóranum hafði áður verið hampað fyrir afgerandi viðbrögð við faraldrinum. Bandaríkin Mál Andrew Cuomo MeToo Tengdar fréttir Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður, kölluðu bæði eftir því að Cuomo stigi til hliðar í gær. Áður hafði hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata frá New York, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, gert það sama. „Vegna fjölda trúverðugra ásakana um kynferðislega áreitni og misferli er það ljóst að Cuomo ríkisstjóri hefur tapað trausti meðstjórnenda sinna og íbúa New York,“ sögðu Schumer og Gillibrand í sameiginlegri yfirlýsingu. Þrátt fyrir það situr Cuomo fastur við sinn keip og segist ekki ætla að segja af sér. Hann sagði í gær að það væri „hættulegt“ að stjórnmálamenn bæðu aðra um að segja af sér án þess að hafa allar staðreyndir máls, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Ríkisstjórinn hefur beðist afsökunar á sumum þeim atvikum sem konurnar hafa lýst en fullyrðir að aðrar ásakanir séu uppspuni. Á sjötta tug ríkisþingmanna Demókrataflokksins hafa einnig hvatt Cuomo til að segja af sér. Dómsmálanefnd ríkisþingins hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum Cuomo í vikunni. Sú rannsókn gæti leitt til kæru og jafnvel embættismissis. Auk ásakanna kvennanna situr Cuomo undir harðri gagnrýni fyrir að hafa reynt að fela raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í New York í kórónuveirufaraldrinu. Ríkisstjóranum hafði áður verið hampað fyrir afgerandi viðbrögð við faraldrinum.
Bandaríkin Mál Andrew Cuomo MeToo Tengdar fréttir Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26
Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04