„Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2021 11:56 Guðmundur Felix fór í klippingu þegar hann fór heim af spítalanum um helgina og birti þessa mynd af því tilefni á Facebook. Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. Nú eru tveir mánuðir síðan Guðmundur Felix gekkst undir hina sögulegu aðgerð á sjúkrahúsi í Frakklandi og ræddi hann stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hvort það hafi ekki verið gott andlega að fá frí af spítalanum og komast heim. „Það var alveg rosalega gott en það var erfiðara eftir á en ég hélt. Ég fór heim á laugardaginn og ég held að ég hafi verið orðinn svo spenntur að ég svaf allan sunnudaginn. Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega,“ sagði Guðmundur Felix. Þá hafi þetta líka mögulega verið spennufall. „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað þetta er búið að taka rosalega mikið af mér. Það var náttúrulega alveg frábært að komast heim, foreldrar mínir voru báðir heima, við fengum okkur góða soðningu og svo voru bakaðar vöfflur og ég fékk klippingu. En ég fann það, þegar ég var kominn í gamla umhverfið, að þramma upp stigana til foreldra minna, ég yfirleitt hleyp, ég svona rétt druslaðist upp þá og svo var ég alveg búinn á því. Þetta var spennufall held ég líka.“ Guðmundur Felix sagði að sér þætti eins og hann fyndi fyrir einhverju sem líkist verkjum í upphandleggnum. „Og aðeins niður í handlegg en það er ekki komið út í húðina ennþá. Við gerðum test í síðustu viku, það eru ekki neinar taugar komnar út í húðina en þær ættu nú að fara að gera vart við sig fljótlega vona ég. En taugarnar þurfa að vaxa fyrst niður í arminn og svo koma þær eins og tré þar sem það vaxa greinar út frá þessu út í húð.“ Framundan hjá Guðmundi Felix er áfram mikil endurhæfing en á meðal þess sem verið er að vinna með núna er jafnvægið hans. „Það er mikið verið að vinna með jafnvægið mitt líka því þyngdarpunkturinn minn er alveg út úr kú. Allt í einu er ég orðinn svo rosalega framþungur og þyngdarpunkturinn búinn að hækka. Að láta mig standa á línu og loka augunum, ég fell bara eins og spýta ef ég geri það,“ sagði Guðmundur Felix en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Nú eru tveir mánuðir síðan Guðmundur Felix gekkst undir hina sögulegu aðgerð á sjúkrahúsi í Frakklandi og ræddi hann stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hvort það hafi ekki verið gott andlega að fá frí af spítalanum og komast heim. „Það var alveg rosalega gott en það var erfiðara eftir á en ég hélt. Ég fór heim á laugardaginn og ég held að ég hafi verið orðinn svo spenntur að ég svaf allan sunnudaginn. Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega,“ sagði Guðmundur Felix. Þá hafi þetta líka mögulega verið spennufall. „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað þetta er búið að taka rosalega mikið af mér. Það var náttúrulega alveg frábært að komast heim, foreldrar mínir voru báðir heima, við fengum okkur góða soðningu og svo voru bakaðar vöfflur og ég fékk klippingu. En ég fann það, þegar ég var kominn í gamla umhverfið, að þramma upp stigana til foreldra minna, ég yfirleitt hleyp, ég svona rétt druslaðist upp þá og svo var ég alveg búinn á því. Þetta var spennufall held ég líka.“ Guðmundur Felix sagði að sér þætti eins og hann fyndi fyrir einhverju sem líkist verkjum í upphandleggnum. „Og aðeins niður í handlegg en það er ekki komið út í húðina ennþá. Við gerðum test í síðustu viku, það eru ekki neinar taugar komnar út í húðina en þær ættu nú að fara að gera vart við sig fljótlega vona ég. En taugarnar þurfa að vaxa fyrst niður í arminn og svo koma þær eins og tré þar sem það vaxa greinar út frá þessu út í húð.“ Framundan hjá Guðmundi Felix er áfram mikil endurhæfing en á meðal þess sem verið er að vinna með núna er jafnvægið hans. „Það er mikið verið að vinna með jafnvægið mitt líka því þyngdarpunkturinn minn er alveg út úr kú. Allt í einu er ég orðinn svo rosalega framþungur og þyngdarpunkturinn búinn að hækka. Að láta mig standa á línu og loka augunum, ég fell bara eins og spýta ef ég geri það,“ sagði Guðmundur Felix en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira