Ríkur maður borgar skatt! Einar A. Brynjólfsson skrifar 15. mars 2021 16:30 Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum. Með þessu tryggði hann að skattar sem til féllu vegna sölunnar rynnu til íslenska ríkisins þ.e. samfélagsins sem fóstraði hann fram á fullorðinsár, sá honum fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu sem gerði honum kleift að þroskast og dafna án þess að auðugt bakland þyrfti að koma til. Tekið skal fram að þessi ágæti einstaklingur hefði með löglegum hætti getað sleppt því að færa ríkissjóði Íslands fúlgur fjár, ef hann hefði viljað, og það sem meira er: hann hefði getað borgað lægri skatta og skyldur af sölu fyrirtækisins, ef hann hefði viljað. En hann vildi ekki borga lægri skatta. Hann vildi borga alla þá skatta sem íslensk lög mæla fyrir um, jafnvel þó það þýddi að hann bæri minna úr býtum við söluna. Hann ólst nefnilega upp við sæmilegan jöfnuð, þar sem allir eiga jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efnahagsstöðu og uppruna. Þetta er vissulega falleg saga, sem ber vott um tryggð við þjóðfélagið sem færir þegnum sínum tækifæri upp í hendurnar, hyldjúpan heiðarleika, samhygð og siðvit. En er þessi saga fréttnæm? Að fólk borgi skatta og skyldur er auðvitað ekki fréttnæmt. Samfélög fólks, ekki hvað síst velferðarkerfin, eru fjármögnuð með sköttum einstaklinga og fyrirtækja, til að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð. Því miður er það svo að í öllum samfélögum finnast einstaklingar og fyrirtæki sem neyta allra bragða til komast hjá því að greiða sinn skerf til sameiginlegra verkefna, stundum með löglegum hætti, stundum með ólöglegum hætti. Skemmst er að minnast heimsmets íslenskra auðmanna þegar kemur að aflandsreikningum sem tengjast hinni illræmdu lögmannastofu Mossack-Fonseca í Panama. Í hópi viðskiptavina voru einstaklingar í viðskiptalífi og stjórnmálum. Líklegast höfum við bara séð þann hluta ísjakans sem er ofan yfirborðsins, enda eru ótaldar aðrar hugsanlegar lögmannastofur sem hafa náð að koma í veg fyrir gagnaleka. Eitt af sorglegustu dæmum um einbeittan brotavilja einstaklinga í viðskiptalífinu, þ.e. að komast hjá því að skila sínu til samfélagsins, er líklegast af ungum erfingja útgerðarstórveldis sem velti vöngum yfir því hvernig snuða mætti sjómenn af afrískum uppruna um lögboðinn skiptahlut og þar með samfélögin sem verða af skattgreiðslum þeirra. Óþarft er að nefna fleiri dæmi hér. Staðreyndin er sú að hópur fólks, sem sannarlega hefur efni á að borga sinn skerf til samfélagsins til fulls, neytir allra bragða, löglegra jafnt sem ólöglegra, til að komast undan því. Þess vegna er ofangreind saga falleg, en líka ótrúlega sorgleg. Það ætti að vera eðlilegt að ríkur maður borgi skatt, það ætti ekki að vera fréttnæmt. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna sem fram fara 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Einar A. Brynjólfsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum. Með þessu tryggði hann að skattar sem til féllu vegna sölunnar rynnu til íslenska ríkisins þ.e. samfélagsins sem fóstraði hann fram á fullorðinsár, sá honum fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu sem gerði honum kleift að þroskast og dafna án þess að auðugt bakland þyrfti að koma til. Tekið skal fram að þessi ágæti einstaklingur hefði með löglegum hætti getað sleppt því að færa ríkissjóði Íslands fúlgur fjár, ef hann hefði viljað, og það sem meira er: hann hefði getað borgað lægri skatta og skyldur af sölu fyrirtækisins, ef hann hefði viljað. En hann vildi ekki borga lægri skatta. Hann vildi borga alla þá skatta sem íslensk lög mæla fyrir um, jafnvel þó það þýddi að hann bæri minna úr býtum við söluna. Hann ólst nefnilega upp við sæmilegan jöfnuð, þar sem allir eiga jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efnahagsstöðu og uppruna. Þetta er vissulega falleg saga, sem ber vott um tryggð við þjóðfélagið sem færir þegnum sínum tækifæri upp í hendurnar, hyldjúpan heiðarleika, samhygð og siðvit. En er þessi saga fréttnæm? Að fólk borgi skatta og skyldur er auðvitað ekki fréttnæmt. Samfélög fólks, ekki hvað síst velferðarkerfin, eru fjármögnuð með sköttum einstaklinga og fyrirtækja, til að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð. Því miður er það svo að í öllum samfélögum finnast einstaklingar og fyrirtæki sem neyta allra bragða til komast hjá því að greiða sinn skerf til sameiginlegra verkefna, stundum með löglegum hætti, stundum með ólöglegum hætti. Skemmst er að minnast heimsmets íslenskra auðmanna þegar kemur að aflandsreikningum sem tengjast hinni illræmdu lögmannastofu Mossack-Fonseca í Panama. Í hópi viðskiptavina voru einstaklingar í viðskiptalífi og stjórnmálum. Líklegast höfum við bara séð þann hluta ísjakans sem er ofan yfirborðsins, enda eru ótaldar aðrar hugsanlegar lögmannastofur sem hafa náð að koma í veg fyrir gagnaleka. Eitt af sorglegustu dæmum um einbeittan brotavilja einstaklinga í viðskiptalífinu, þ.e. að komast hjá því að skila sínu til samfélagsins, er líklegast af ungum erfingja útgerðarstórveldis sem velti vöngum yfir því hvernig snuða mætti sjómenn af afrískum uppruna um lögboðinn skiptahlut og þar með samfélögin sem verða af skattgreiðslum þeirra. Óþarft er að nefna fleiri dæmi hér. Staðreyndin er sú að hópur fólks, sem sannarlega hefur efni á að borga sinn skerf til samfélagsins til fulls, neytir allra bragða, löglegra jafnt sem ólöglegra, til að komast undan því. Þess vegna er ofangreind saga falleg, en líka ótrúlega sorgleg. Það ætti að vera eðlilegt að ríkur maður borgi skatt, það ætti ekki að vera fréttnæmt. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna sem fram fara 25. september nk.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar