Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. mars 2021 18:31 Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Vísir/Sigurjón Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. Frá því jarðskjalftahrinan hófst á Reykjanesi hafa orðið þar næstum fimmtíuþúsund jarðskjálftar. Sex á bilinu fimm til fimm komma sjö, 53 á bilinu fjórir til tæplega fimm og 524 þrír til tæplega fjórir að stærð. Skjálftar á Reykjanesi frá 24. febrúar 2021.Vísir/Sigurjón Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur í tjóna-og áhættumati hjá Náttúruhamfaratryggingu segir að hús hér á landi standi af sér slíkt álag. „Það er í undantekningatilfellum að það verða skemmdir á burðavirkjum húsa í skjálftum sem eru undir sex. Á meðan skjálfti er ekki stærri en það getur húsið þolað mjög marga skjálfta. Þó það komi kannski minniháttar sprungur eða örfínar skemmdir þá er það ekki til að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Örvar. Þyrftum marga skjálfta yfir sex til að þurfa að hafa áhyggjur Aðspurður um hvað þurfi þá til svo það verði mögulegar skemmdir á burðavirkjum húsa svarar Jón. „Við þyrftum mjög stóra og marga skjálfta til að þurfa að hafa áhyggjur. Það gæti haft þau áhrif að burðarþol húsa myndi smám saman minnka en það er ekki sú atburðarrás sem við erum að horfa uppá núna,“ segir Jón Örvar. Hann bendir á að ekkert hús hafi til dæmis hrunið í stóru Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008. „Þá varð tjón á burðavirkjum en ekkert hús hrundi hins vegar í þeim atburðum,“ segir hann. Hann segir að jafnvel þó það yrði skjálfti uppá 6,5 þá yrði hann það fjarri byggð að ólíklegt væri að hann hefði mikil áhrif á burðavirki húsa. „Flestir byggingar eru mjög langt frá upptökum slíks skjálfta þess vegna við höfum við mjög litlar áhyggjur af því að það yrðu meiriháttar skemmdir á húsnæði, hins vegar gæti orðið minniháttar tjón á mjög mörgum eignum því fjöldi þeirra er svo mikill á svæðinu. Náttúruhamfaratrygging hefur fengið alls 54 tjónatilkynningar frá því hrinan hófst. Langflestar eru í Reykjavík og Hafnarfirði átta úr Grindavík og ein frá Árborg og Akranesi. Langflestar tilkynningarnar eru minniháttar. Tjónatilkynningar eftir svæðum frá því jarðskjálftahrinan hófst í febrúar.Vísir/Sigurjón Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Húsnæðismál Tengdar fréttir Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Frá því jarðskjalftahrinan hófst á Reykjanesi hafa orðið þar næstum fimmtíuþúsund jarðskjálftar. Sex á bilinu fimm til fimm komma sjö, 53 á bilinu fjórir til tæplega fimm og 524 þrír til tæplega fjórir að stærð. Skjálftar á Reykjanesi frá 24. febrúar 2021.Vísir/Sigurjón Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur í tjóna-og áhættumati hjá Náttúruhamfaratryggingu segir að hús hér á landi standi af sér slíkt álag. „Það er í undantekningatilfellum að það verða skemmdir á burðavirkjum húsa í skjálftum sem eru undir sex. Á meðan skjálfti er ekki stærri en það getur húsið þolað mjög marga skjálfta. Þó það komi kannski minniháttar sprungur eða örfínar skemmdir þá er það ekki til að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Örvar. Þyrftum marga skjálfta yfir sex til að þurfa að hafa áhyggjur Aðspurður um hvað þurfi þá til svo það verði mögulegar skemmdir á burðavirkjum húsa svarar Jón. „Við þyrftum mjög stóra og marga skjálfta til að þurfa að hafa áhyggjur. Það gæti haft þau áhrif að burðarþol húsa myndi smám saman minnka en það er ekki sú atburðarrás sem við erum að horfa uppá núna,“ segir Jón Örvar. Hann bendir á að ekkert hús hafi til dæmis hrunið í stóru Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008. „Þá varð tjón á burðavirkjum en ekkert hús hrundi hins vegar í þeim atburðum,“ segir hann. Hann segir að jafnvel þó það yrði skjálfti uppá 6,5 þá yrði hann það fjarri byggð að ólíklegt væri að hann hefði mikil áhrif á burðavirki húsa. „Flestir byggingar eru mjög langt frá upptökum slíks skjálfta þess vegna við höfum við mjög litlar áhyggjur af því að það yrðu meiriháttar skemmdir á húsnæði, hins vegar gæti orðið minniháttar tjón á mjög mörgum eignum því fjöldi þeirra er svo mikill á svæðinu. Náttúruhamfaratrygging hefur fengið alls 54 tjónatilkynningar frá því hrinan hófst. Langflestar eru í Reykjavík og Hafnarfirði átta úr Grindavík og ein frá Árborg og Akranesi. Langflestar tilkynningarnar eru minniháttar. Tjónatilkynningar eftir svæðum frá því jarðskjálftahrinan hófst í febrúar.Vísir/Sigurjón
Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Húsnæðismál Tengdar fréttir Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12
Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40