Gauti vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2021 07:53 Gauti Jóhannesson var um árabil sveitarstjóri Djúpavogshrepps áður en til sameiningar kom. Hann hefur gegnt embætti forseta sveitarstjórnar Múlaþings síðustu mánuði. Aðsend Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur leitt lista Sjálfstæðismanna síðustu ár en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður hefur þegar tilkynnt að sækist eftir að leiða listann. Í tilkynningu frá Gauta segir að að baki ákvörðuninni um framboð sé einlægur vilji til að láta gott af sér leiða í kjördæminu, sem og sá eindregni stuðningur og hvatning sem hann hafi fengið víða að og sé þakklátur fyrir. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt meirihlutann í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi Múlaþingi frá því kosið var til sveitarstjórnar í haust. Í aðdraganda þeirrar ákvörðunar að bjóða mig fram til þings hef ég verið í góðu sambandi við samstarfsfólk mitt á svæðinu og efast ekki um að það góða fólk mun halda áfram öflugu starfi flokksins í sveitarfélaginu fari svo að ég hverfi til starfa á öðrum vettvangi. Að mínum dómi er mikilvægt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins endurspegli sem best kjördæmið allt, hafi ólíkan og fjölbreyttan bakgrunn og innsýn í þau margbreytilegu viðfangsefni sem við er að eiga hvort heldur það er í fjölmennustu þéttbýliskjörnunum eða dreifbýlinu. Í starfi mínu sem sveitarstjóri síðastliðin tíu ár, við markaðssetningu sjávarafurða og þar áður sem skólastjóri hef ég aflað aflað fjölbreyttrar og mikilvægrar reynslu sem ég tel að muni koma til góða nái ég kjöri. Áherslur mínar eru og hafa verið byggða- og atvinnumál í víðum skilningi. Þá má gera enn betur hvað varðar stafræna opinbera þjónustu til hagsbóta fyrir íbúa á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst er ég talsmaður einföldunar á regluverki með það fyrir augum að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og auðvelda íbúum um landið allt líf og störf, en íþyngja þeim ekki. Markmið Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi er að ná þremur þingsætum í kosningunum í haust. Við eigum ekki að sætta okkur við minna. Til að það megi verða þurfum við öll að leggjast á eitt, halda á lofti þeim gildum og málefnum sem við stöndum fyrir og tala skýrt. Ég er tilbúinn að leiða sjálfstæðisfólk í Norðausturkjördæmi á þeirri vegferð,“ segir í tilkynningunni frá Gauta. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Múlaþing Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur leitt lista Sjálfstæðismanna síðustu ár en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður hefur þegar tilkynnt að sækist eftir að leiða listann. Í tilkynningu frá Gauta segir að að baki ákvörðuninni um framboð sé einlægur vilji til að láta gott af sér leiða í kjördæminu, sem og sá eindregni stuðningur og hvatning sem hann hafi fengið víða að og sé þakklátur fyrir. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt meirihlutann í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi Múlaþingi frá því kosið var til sveitarstjórnar í haust. Í aðdraganda þeirrar ákvörðunar að bjóða mig fram til þings hef ég verið í góðu sambandi við samstarfsfólk mitt á svæðinu og efast ekki um að það góða fólk mun halda áfram öflugu starfi flokksins í sveitarfélaginu fari svo að ég hverfi til starfa á öðrum vettvangi. Að mínum dómi er mikilvægt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins endurspegli sem best kjördæmið allt, hafi ólíkan og fjölbreyttan bakgrunn og innsýn í þau margbreytilegu viðfangsefni sem við er að eiga hvort heldur það er í fjölmennustu þéttbýliskjörnunum eða dreifbýlinu. Í starfi mínu sem sveitarstjóri síðastliðin tíu ár, við markaðssetningu sjávarafurða og þar áður sem skólastjóri hef ég aflað aflað fjölbreyttrar og mikilvægrar reynslu sem ég tel að muni koma til góða nái ég kjöri. Áherslur mínar eru og hafa verið byggða- og atvinnumál í víðum skilningi. Þá má gera enn betur hvað varðar stafræna opinbera þjónustu til hagsbóta fyrir íbúa á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst er ég talsmaður einföldunar á regluverki með það fyrir augum að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og auðvelda íbúum um landið allt líf og störf, en íþyngja þeim ekki. Markmið Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi er að ná þremur þingsætum í kosningunum í haust. Við eigum ekki að sætta okkur við minna. Til að það megi verða þurfum við öll að leggjast á eitt, halda á lofti þeim gildum og málefnum sem við stöndum fyrir og tala skýrt. Ég er tilbúinn að leiða sjálfstæðisfólk í Norðausturkjördæmi á þeirri vegferð,“ segir í tilkynningunni frá Gauta.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Múlaþing Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59
Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24