„Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 12:01 Israel Martin hefur stýrt Tindastóli og Haukum hér á landi. Hann hefur gert lið að bikarmeistara bæði í Danmörku og á Íslandi. vísir/hulda margrét „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. Israel fékk að vita það um miðjan dag í gær að hann yrði ekki áfram þjálfari karlaliðs Hauka. Liðið missti þrjá íslenska máttarstólpa fyrir tímabilið og hefur tvívegis þurft að skipta um bandarískan leikmann, vegna kórónuveirufaraldursins og meiðsla, og er á botni Dominos-deildarinnar. Þar vill Israel starfa áfram en þessi 46 ára Spánverji, sem einnig hefur þjálfað Tindastól og U20-landslið karla hér á landi, hefur komið sér vel fyrir á Íslnadi með fjölskyldu sinni. Þau Cristin Alves, atvinnukona í blaki til 17 ára sem lék síðast með Þrótti R., eiga strákana Gabriel sem er 6 ára og Axel sem er 2 ára. Kominn á markaðinn og tilbúinn að funda með íslenskum félögum „Ég vil fá að nýta tækifærið til að þakka Haukum fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir mig og mína fjölskyldu hér í Hafnarfirði. Ég er auðvitað dapur yfir því að hafa ekki getað hjálpað félaginu að ná sínum markmiðum en á sama tíma skil ég ákvörðunina. Núna vil ég bara læra af þessu og verða betri þjálfari fyrir næstu leiktíð. Ég mun horfa á eins marga leiki og ég get í Dominos-deildinni því þar vil ég þjálfa áfram. Núna er ég kominn á markaðinn og er tilbúinn að setjast niður með þeim félögum sem gætu haft áhuga á mér fyrir næstu leiktíð,“ segir Israel við Vísi. „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér hef ég búið í sjö ár með konunni minni. Við höfum ákveðið að búa hér til frambúðar og ég vil halda áfram að þjálfa á Íslandi. Ég er þakklátur körfuboltasamfélaginu fyrir hvað það hefur tekið mér vel, og leyft mér að vera hluti af íslenska körfuboltanum, til að mynda með því að þjálfa yngri landslið. Ég sé fyrir mér að búa hér það sem eftir er ævinnar og er tilbúinn í næstu áskorun,“ segir Israel. Israel Martin lifir sig hér vel inn í leikhlésræðu. Haukar unnu aðeins þrjá sigra undir hans stjórn í vetur en töpuðu ellefu leikjum.vísir/vilhelm Israel tók við Haukum sumarið 2019 og hafði áður meðal annars stýrt Tindastóli til fyrsta stóra titilsins í sögu félagsins, bikarmeistaratitilsins árið 2018. Svakalegt fyrir félagið að missa þríeykið Í fyrra voru Haukar í 6. sæti Dominos-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af. Þeir misstu svo máttarastólpa úr sínu liði, þá Kára Jónsson, Hjálmar Stefánsson og fyrirliðann Hauk Óskarsson, fyrir yfirstandandi tímabil. „Það var auðvitað svakalegt fyrir félagið að missa þá þrjá. Kári er einn besti leikmaður deildarinnar, Hjálmar einn besti varnarmaðurinn og Haukur er stórt nafn og leiðtogi í liðinu. En svona er lífið. Við lögðum hart að okkur til að bregðast við þessu og tel okkur hafa búið til traustan, samkeppnishæfan hóp. Ef að Earvin Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali núna. Það er ég viss um,“ segir Israel. Morris var nákvæmlega það sem við þurftum Morris var annar Bandaríkjamaðurinn sem Haukar fengu í vetur en hann náði ekkert að spila þar sem hann meiddist á æfingu. Í síðustu fjórum leikjum hafa Jalen Jackson og Argentínumaðurinn Pablo Bertone leikið með liðinu en Israel segir Hauka einfaldlega hafa þurft að fá slíka atvinnumenn í sitt lið fyrr. „Morris var nákvæmlega sú týpa af leikmanni sem við þurftum. Frábær í búningsklefanum, góður leikmaður sem hefði getað hlaðið í 30-40 stig í sumum leikjum. Hann meiddist á æfingu fyrir leikinn gegn Njarðvík. Við spiluðum of lengi án erlendra leikmanna, sérstaklega á þessu tímabili þegar við sjáum lið með 4-6 atvinnumenn í sínum liðum. Það leið of langur tími áður en við brugðumst við þessu en við reyndum að gera það með því að fá Pablo og Jalen. Við sáum miklar framfarir en það vantaði stöðugleika, annað hvort vorum við mjög góðir eða mjög lélegir, og ég ber eins og aðrir ábyrgð á því,“ segir Israel. Ingvi er góður strákur og sendi mér skilaboð Hann tók sjálfur þá ákvörðun að leyfa Ingva Þór Guðmundssyni að fara í febrúar frá félaginu, til Þórs á Akureyri þar sem hann hefur blómstrað. Sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd. „Ég er mjög náinn Ingva enda þjálfaði ég hann í U20-landsliðinu. Ég fundaði með honum og sagði honum að hlutverk hans í liðinu myndi minnka, því við værum að styrkja okkur í hans stöðu. Ég vildi bjóða honum að fara til annars liðs þar sem hann gæti spilað meira og sýnt hvaða hæfileika hann hefur. Ég er mjög glaður yfir því að hann skyldi fara til Þórs á Akureyri þar sem hann hefur fengið að gera einmitt það og spilað virkilega vel. Hann er góður strákur og sendi mér skilaboð í gærkvöldi [eftir brottreksturinn],“ segir Israel. Það er ljóst að þjálfarinn ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn og hann mun fylgjast vel með gengi Hauka sem eru með sex stig eftir 14 leiki, fjórum stigum frá næsta örugga sæti. „Ég vona innilega að þessi ákvörðun stjórnarinnar um að skipta um þjálfara muni hjálpa Haukum, liðið smelli og vinni eins marga leiki og hægt er, og haldi sér í Dominos-deildinni.“ Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Israel fékk að vita það um miðjan dag í gær að hann yrði ekki áfram þjálfari karlaliðs Hauka. Liðið missti þrjá íslenska máttarstólpa fyrir tímabilið og hefur tvívegis þurft að skipta um bandarískan leikmann, vegna kórónuveirufaraldursins og meiðsla, og er á botni Dominos-deildarinnar. Þar vill Israel starfa áfram en þessi 46 ára Spánverji, sem einnig hefur þjálfað Tindastól og U20-landslið karla hér á landi, hefur komið sér vel fyrir á Íslnadi með fjölskyldu sinni. Þau Cristin Alves, atvinnukona í blaki til 17 ára sem lék síðast með Þrótti R., eiga strákana Gabriel sem er 6 ára og Axel sem er 2 ára. Kominn á markaðinn og tilbúinn að funda með íslenskum félögum „Ég vil fá að nýta tækifærið til að þakka Haukum fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir mig og mína fjölskyldu hér í Hafnarfirði. Ég er auðvitað dapur yfir því að hafa ekki getað hjálpað félaginu að ná sínum markmiðum en á sama tíma skil ég ákvörðunina. Núna vil ég bara læra af þessu og verða betri þjálfari fyrir næstu leiktíð. Ég mun horfa á eins marga leiki og ég get í Dominos-deildinni því þar vil ég þjálfa áfram. Núna er ég kominn á markaðinn og er tilbúinn að setjast niður með þeim félögum sem gætu haft áhuga á mér fyrir næstu leiktíð,“ segir Israel við Vísi. „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér hef ég búið í sjö ár með konunni minni. Við höfum ákveðið að búa hér til frambúðar og ég vil halda áfram að þjálfa á Íslandi. Ég er þakklátur körfuboltasamfélaginu fyrir hvað það hefur tekið mér vel, og leyft mér að vera hluti af íslenska körfuboltanum, til að mynda með því að þjálfa yngri landslið. Ég sé fyrir mér að búa hér það sem eftir er ævinnar og er tilbúinn í næstu áskorun,“ segir Israel. Israel Martin lifir sig hér vel inn í leikhlésræðu. Haukar unnu aðeins þrjá sigra undir hans stjórn í vetur en töpuðu ellefu leikjum.vísir/vilhelm Israel tók við Haukum sumarið 2019 og hafði áður meðal annars stýrt Tindastóli til fyrsta stóra titilsins í sögu félagsins, bikarmeistaratitilsins árið 2018. Svakalegt fyrir félagið að missa þríeykið Í fyrra voru Haukar í 6. sæti Dominos-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af. Þeir misstu svo máttarastólpa úr sínu liði, þá Kára Jónsson, Hjálmar Stefánsson og fyrirliðann Hauk Óskarsson, fyrir yfirstandandi tímabil. „Það var auðvitað svakalegt fyrir félagið að missa þá þrjá. Kári er einn besti leikmaður deildarinnar, Hjálmar einn besti varnarmaðurinn og Haukur er stórt nafn og leiðtogi í liðinu. En svona er lífið. Við lögðum hart að okkur til að bregðast við þessu og tel okkur hafa búið til traustan, samkeppnishæfan hóp. Ef að Earvin Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali núna. Það er ég viss um,“ segir Israel. Morris var nákvæmlega það sem við þurftum Morris var annar Bandaríkjamaðurinn sem Haukar fengu í vetur en hann náði ekkert að spila þar sem hann meiddist á æfingu. Í síðustu fjórum leikjum hafa Jalen Jackson og Argentínumaðurinn Pablo Bertone leikið með liðinu en Israel segir Hauka einfaldlega hafa þurft að fá slíka atvinnumenn í sitt lið fyrr. „Morris var nákvæmlega sú týpa af leikmanni sem við þurftum. Frábær í búningsklefanum, góður leikmaður sem hefði getað hlaðið í 30-40 stig í sumum leikjum. Hann meiddist á æfingu fyrir leikinn gegn Njarðvík. Við spiluðum of lengi án erlendra leikmanna, sérstaklega á þessu tímabili þegar við sjáum lið með 4-6 atvinnumenn í sínum liðum. Það leið of langur tími áður en við brugðumst við þessu en við reyndum að gera það með því að fá Pablo og Jalen. Við sáum miklar framfarir en það vantaði stöðugleika, annað hvort vorum við mjög góðir eða mjög lélegir, og ég ber eins og aðrir ábyrgð á því,“ segir Israel. Ingvi er góður strákur og sendi mér skilaboð Hann tók sjálfur þá ákvörðun að leyfa Ingva Þór Guðmundssyni að fara í febrúar frá félaginu, til Þórs á Akureyri þar sem hann hefur blómstrað. Sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd. „Ég er mjög náinn Ingva enda þjálfaði ég hann í U20-landsliðinu. Ég fundaði með honum og sagði honum að hlutverk hans í liðinu myndi minnka, því við værum að styrkja okkur í hans stöðu. Ég vildi bjóða honum að fara til annars liðs þar sem hann gæti spilað meira og sýnt hvaða hæfileika hann hefur. Ég er mjög glaður yfir því að hann skyldi fara til Þórs á Akureyri þar sem hann hefur fengið að gera einmitt það og spilað virkilega vel. Hann er góður strákur og sendi mér skilaboð í gærkvöldi [eftir brottreksturinn],“ segir Israel. Það er ljóst að þjálfarinn ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn og hann mun fylgjast vel með gengi Hauka sem eru með sex stig eftir 14 leiki, fjórum stigum frá næsta örugga sæti. „Ég vona innilega að þessi ákvörðun stjórnarinnar um að skipta um þjálfara muni hjálpa Haukum, liðið smelli og vinni eins marga leiki og hægt er, og haldi sér í Dominos-deildinni.“
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti