Þorgerður Anna valdi bestu varnarmennina í Olís-deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2021 13:01 Topp fimm listi vikunnar í Seinni bylgjunnar var í boði Þorgerðar Önnu Atladóttur. stöð 2 sport Þorgerður Anna Atladóttir valdi fimm bestu varnarmenn Olís-deild kvenna í handbolta í Seinni bylgjunni í gær. Þrátt fyrir að hafa spilað þrjá leiki í vetur er Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í 5. sæti á lista Þorgerðar. Í 4. sæti listans er Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. „Hún er mjög flott í vörn og ekkert smá sterk. Það er erfitt að komast framhjá henni,“ sagði Þorgerður um Helenu. Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV er í 3. sæti listans. „Hún er búin að vera geggjuð í vörn og sókn og er alhliða leikmaður. Þegar maður horfir á ÍBV í vörn eru sóknarmenn sem forðast að fara á Sunnu því það er erfitt að komast þar í gegn.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu varnarmenn Olís-deildar kvenna Næsti leikmaður á lista kom nokkuð á óvart, ekki að hún hafi komist á listann heldur að hún skyldi ekki vera á toppi hans. Það er Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Það sem ég ætla að segja um Steinunni og kannski Önnu Úrsúlu líka er að þær eru ekki bara góðar í löglegum stöðvunum. Þær gera vörnina í sínum liðum betri. Þær vinna báðar vel með markverðinum og þetta eru varnarmenn sem er geggjað að hafa í sínu liði en ógeðslega pirrandi að vera á móti,“ sagði Þorgerður. Í efsta sæti listans setti hún HK-inginn Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur sem er með langflestar löglegar stöðvanir í Olís-deildinni. „Hún er búin að vera frábær. Samkvæmt HB Statz er hún með átta lögleg stopp að meðaltali í leik. Hún er búin að springa út á þessu tímabili. Maður sá alveg eitthvað frá henni áður en hún er stöðug, fáránleg fljót og sterk á fótunum,“ sagði Þorgerður um Elnu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa spilað þrjá leiki í vetur er Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í 5. sæti á lista Þorgerðar. Í 4. sæti listans er Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. „Hún er mjög flott í vörn og ekkert smá sterk. Það er erfitt að komast framhjá henni,“ sagði Þorgerður um Helenu. Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV er í 3. sæti listans. „Hún er búin að vera geggjuð í vörn og sókn og er alhliða leikmaður. Þegar maður horfir á ÍBV í vörn eru sóknarmenn sem forðast að fara á Sunnu því það er erfitt að komast þar í gegn.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu varnarmenn Olís-deildar kvenna Næsti leikmaður á lista kom nokkuð á óvart, ekki að hún hafi komist á listann heldur að hún skyldi ekki vera á toppi hans. Það er Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Það sem ég ætla að segja um Steinunni og kannski Önnu Úrsúlu líka er að þær eru ekki bara góðar í löglegum stöðvunum. Þær gera vörnina í sínum liðum betri. Þær vinna báðar vel með markverðinum og þetta eru varnarmenn sem er geggjað að hafa í sínu liði en ógeðslega pirrandi að vera á móti,“ sagði Þorgerður. Í efsta sæti listans setti hún HK-inginn Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur sem er með langflestar löglegar stöðvanir í Olís-deildinni. „Hún er búin að vera frábær. Samkvæmt HB Statz er hún með átta lögleg stopp að meðaltali í leik. Hún er búin að springa út á þessu tímabili. Maður sá alveg eitthvað frá henni áður en hún er stöðug, fáránleg fljót og sterk á fótunum,“ sagði Þorgerður um Elnu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira