Gummi Ben: Ronaldo er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en Messi deyr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 14:46 Cristiano Ronaldo skoraði þrennu um helgina en í vikunni áður fékk hann á sig mikla gagnrýni fyrir framistöðu sína í Meistaradeildinni. AP/Alessandro Tocco Framtíð Cristiano Ronaldo var til umræðu í nýjasta þættinum af Sportinu í dag sem er nú aðgengilegur inn á Vísi. Guðmundur Benediktsson var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Ríkharðs Óskars Guðnasonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi. Kjartan Atli Kjartansson var ekki með að þessu sinni en það kom öflugur varamaður inn fyrir hann. Guðmundur Benediktsson var meðal annars spurður út í það hvar hann haldi að Cristiano Ronaldo spili á næstu leiktíð. Ronaldo er á sínu þriðja tímabili með Juventus en liðið datt út úr Meistaradeildinni á dögunum og það ævintýri ætlar ekki að ganga upp. Henry Birgir býst ekki við því að Ronaldo verði áfram hjá Juventus: „Þó svo að hann hafi sett þessa þrennu á hálftíma í einhverjum leik í deildinni þá núllar það ekki út hvað hann var slakur í þessum Evrópuleik. Hann var fenginn þangað til að hjálpa liðinu að stíga stóra skrefið í átta að Meistaradeildartitlinum og klára það dæmi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er ekki að ganga upp og hann er ekki að yngjast. Hann er vissulega ennþá stórkostlegur en það koma fyrir leikir þar sem hann lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hann raunverulega er á. Þessi Porto leikur var svo sannarlega einn þeirra,“ sagði Henry Birgir. „Hann er klárlega einn af stærstu íþróttamönnum sögunnar leyfi ég mér að segja. Hann er magnaður. Ég held að það sé ekki tilviljun að þessir orðrómar eru svona háværir um það að Juventus muni reyna að losa hann. Hvort þeim takist að losa hann fyrir eitthvað verð sem þeir sætta sig við. Þeir munu aldrei fá einhvern helling fyrir 36 ára gamlan mann eins stórkostlegur og hann er,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Kannski yrði það draumaniðurstaðan fyrir alla ef Real Madrid hefur áhuga á því að fá hann aftur. Að hann fái að deyja drottni sínum þar,“ sagði Guðmundur sem heldur að Ronaldo munu spila fyrir lið sem verður í Meistaradeildinni. „Hann er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en að Messi deyr. Hann ætlar ekki að láta Messi ná sér í markatölfræðinni. Hann er ekki að fara frá Evrópu,“ sagði Guðmundur. Ef hann fer frá Juventus hvert heldur Guðmundur að Ronaldo fari. „Ef ég þyrfti að velja eitt félag þá væri það Paris Saint Germain. Þar getur hann unnið deildina og verður í Meistaradeild. Ég á rosalega erfitt með að sjá fyrir mér Real Madrid eða Manchester United aftur. Þó að hann sé ótrúlegur íþróttamaður þá held ég að það sé erfitt að fara inn í ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega þessa deild á þessum aldri,“ sagði Guðmundur. Það má hlusta á meira frá Guðmundi og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Ríkharðs Óskars Guðnasonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi. Kjartan Atli Kjartansson var ekki með að þessu sinni en það kom öflugur varamaður inn fyrir hann. Guðmundur Benediktsson var meðal annars spurður út í það hvar hann haldi að Cristiano Ronaldo spili á næstu leiktíð. Ronaldo er á sínu þriðja tímabili með Juventus en liðið datt út úr Meistaradeildinni á dögunum og það ævintýri ætlar ekki að ganga upp. Henry Birgir býst ekki við því að Ronaldo verði áfram hjá Juventus: „Þó svo að hann hafi sett þessa þrennu á hálftíma í einhverjum leik í deildinni þá núllar það ekki út hvað hann var slakur í þessum Evrópuleik. Hann var fenginn þangað til að hjálpa liðinu að stíga stóra skrefið í átta að Meistaradeildartitlinum og klára það dæmi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er ekki að ganga upp og hann er ekki að yngjast. Hann er vissulega ennþá stórkostlegur en það koma fyrir leikir þar sem hann lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hann raunverulega er á. Þessi Porto leikur var svo sannarlega einn þeirra,“ sagði Henry Birgir. „Hann er klárlega einn af stærstu íþróttamönnum sögunnar leyfi ég mér að segja. Hann er magnaður. Ég held að það sé ekki tilviljun að þessir orðrómar eru svona háværir um það að Juventus muni reyna að losa hann. Hvort þeim takist að losa hann fyrir eitthvað verð sem þeir sætta sig við. Þeir munu aldrei fá einhvern helling fyrir 36 ára gamlan mann eins stórkostlegur og hann er,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Kannski yrði það draumaniðurstaðan fyrir alla ef Real Madrid hefur áhuga á því að fá hann aftur. Að hann fái að deyja drottni sínum þar,“ sagði Guðmundur sem heldur að Ronaldo munu spila fyrir lið sem verður í Meistaradeildinni. „Hann er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en að Messi deyr. Hann ætlar ekki að láta Messi ná sér í markatölfræðinni. Hann er ekki að fara frá Evrópu,“ sagði Guðmundur. Ef hann fer frá Juventus hvert heldur Guðmundur að Ronaldo fari. „Ef ég þyrfti að velja eitt félag þá væri það Paris Saint Germain. Þar getur hann unnið deildina og verður í Meistaradeild. Ég á rosalega erfitt með að sjá fyrir mér Real Madrid eða Manchester United aftur. Þó að hann sé ótrúlegur íþróttamaður þá held ég að það sé erfitt að fara inn í ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega þessa deild á þessum aldri,“ sagði Guðmundur. Það má hlusta á meira frá Guðmundi og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira