Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 18:58 Fyrirtækið InfoMentor, þá Menn og mýs, var stofnað árið 1990 og er nú með starfsstöðvar í fimm löndum. Vísir/Samsett Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að baki Nordtech Group standi hópur hugbúnaðarfyrirtækja sem einbeiti sér að langtímafjárfestingum í hugbúnaðarfyrirtækjum á Norðurlöndunum. „Markmið kaupa Nordtech á InfoMentor er að vinna að frekari útbreiðslu á hinu leiðandi menntakerfi InfoMentor í Evrópu og þá ekki síst víðar á Norðurlöndunum. InfoMentor verður áfram rekið sem sjálfstætt fyrirtæki þar sem Nordtech mun veita InfoMentor öflugan stuðning til áframhaldandi þróunar sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði.“ Að sögn Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóra InfoMentor, verður fyrirtækið áfram „leiðandi aðili á sínu sviði á Íslandi í þjónustu sinni við skóla og sveitarfélög um allt land.“ Þá sjái forsvarsmenn spennandi tækifæri í kaupunum. Gott orðspor vakti athygli Örn Valdimarsson, stjórnarformaður InfoMentor, segir að í kaupum Nordtech felist mikil viðurkenning á því frumkvöðlastarfi sem InfoMentor hafi unnið að í rúma þrjá áratugi. „Ég lít á langtímafjárfestingu Nordtech í InfoMentor sem mikla viðurkenningu, bæði á því hugviti og reynslu sem við höfum byggt upp, en ekki síður þeim árangri sem fyrirtækið hefur þegar náð á sínu sviði hér á landi og erlendis, þar sem fjöldi notenda skiptir nú þegar milljónum. Við teljum að það séu mörg ný spennandi verkefni fram undan," segir Örn í tilkynningunni. Nordtech stofnuðu upphaflega Pål Hodann og Nils Bergman sem eru sagðir hafa mikla reynslu af rekstri og uppbyggingu norrænna hugbúnaðarfyrirtækja. „Sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði býr InfoMentor yfir miklum tækifærum til áframhaldandi vaxtar á sænska og íslenska markaðnum. Það sem vakti áhuga okkar á fyrirtækinu í upphafi var gott orðspor þess, ánægðir viðskiptavinir sem við ræddum við, öflugt teymi og djúp þekking á skólakerfinu," segir Nils Bergman í tilkynningu. Skóla - og menntamál Tækni Upplýsingatækni Grunnskólar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. 6. mars 2019 22:00 Skilja ekki af hverju íslenskt foreldri safnaði persónuupplýsingum um 422 börn Aðilinn sem safnaði persónuupplýsingum um 422 nemendur í gegnum upplýsingakerfið Mentor er foreldri barns í skóla á Íslandi. 19. febrúar 2019 16:30 Stjórnendabreytingar hjá Mentor Elfa Svanhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi. 7. júní 2019 14:40 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að baki Nordtech Group standi hópur hugbúnaðarfyrirtækja sem einbeiti sér að langtímafjárfestingum í hugbúnaðarfyrirtækjum á Norðurlöndunum. „Markmið kaupa Nordtech á InfoMentor er að vinna að frekari útbreiðslu á hinu leiðandi menntakerfi InfoMentor í Evrópu og þá ekki síst víðar á Norðurlöndunum. InfoMentor verður áfram rekið sem sjálfstætt fyrirtæki þar sem Nordtech mun veita InfoMentor öflugan stuðning til áframhaldandi þróunar sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði.“ Að sögn Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóra InfoMentor, verður fyrirtækið áfram „leiðandi aðili á sínu sviði á Íslandi í þjónustu sinni við skóla og sveitarfélög um allt land.“ Þá sjái forsvarsmenn spennandi tækifæri í kaupunum. Gott orðspor vakti athygli Örn Valdimarsson, stjórnarformaður InfoMentor, segir að í kaupum Nordtech felist mikil viðurkenning á því frumkvöðlastarfi sem InfoMentor hafi unnið að í rúma þrjá áratugi. „Ég lít á langtímafjárfestingu Nordtech í InfoMentor sem mikla viðurkenningu, bæði á því hugviti og reynslu sem við höfum byggt upp, en ekki síður þeim árangri sem fyrirtækið hefur þegar náð á sínu sviði hér á landi og erlendis, þar sem fjöldi notenda skiptir nú þegar milljónum. Við teljum að það séu mörg ný spennandi verkefni fram undan," segir Örn í tilkynningunni. Nordtech stofnuðu upphaflega Pål Hodann og Nils Bergman sem eru sagðir hafa mikla reynslu af rekstri og uppbyggingu norrænna hugbúnaðarfyrirtækja. „Sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði býr InfoMentor yfir miklum tækifærum til áframhaldandi vaxtar á sænska og íslenska markaðnum. Það sem vakti áhuga okkar á fyrirtækinu í upphafi var gott orðspor þess, ánægðir viðskiptavinir sem við ræddum við, öflugt teymi og djúp þekking á skólakerfinu," segir Nils Bergman í tilkynningu.
Skóla - og menntamál Tækni Upplýsingatækni Grunnskólar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. 6. mars 2019 22:00 Skilja ekki af hverju íslenskt foreldri safnaði persónuupplýsingum um 422 börn Aðilinn sem safnaði persónuupplýsingum um 422 nemendur í gegnum upplýsingakerfið Mentor er foreldri barns í skóla á Íslandi. 19. febrúar 2019 16:30 Stjórnendabreytingar hjá Mentor Elfa Svanhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi. 7. júní 2019 14:40 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. 6. mars 2019 22:00
Skilja ekki af hverju íslenskt foreldri safnaði persónuupplýsingum um 422 börn Aðilinn sem safnaði persónuupplýsingum um 422 nemendur í gegnum upplýsingakerfið Mentor er foreldri barns í skóla á Íslandi. 19. febrúar 2019 16:30
Stjórnendabreytingar hjá Mentor Elfa Svanhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi. 7. júní 2019 14:40