„Er ég áhyggjufullur? Já“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. mars 2021 07:02 Landin í leik gegn Füchse Berlin undir lok síðasta mánaðar. Martin Rose/Getty Images Árið fyrir danska landsliðsmarkvörðrinn og leikmann Kiel, Niklas Landin, hefur verið ansi viðburðarríkt eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Eftir HM, þar sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar, náðu Landin og félagar að spila einn leik áður en þeir voru sendir í sóttkví vegna kórónuveirusmits hjá þýska landsliðinu. Þegar þeir fengu svo aftur grænt ljós á að spila, þá beið þeirra sjö leikir á þrettán dögum. „Við gerðum ekkert í fjórtán daga. Við reyndum að æfa heima en við gátum ekki hlaupið eða neitt,“ sagði Landin í samtali við BT. „Það var kannski fínt fyrir höfuðið að fá smá ró eftir lokakeppnina en svo hljóp maður bara á múr þegar við byrjuðum aftur.“ „Það kom bara önnur lokakeppni eftir HM, ef maður getur sgat það þannig. Þetta voru sérstakir þrettán dagar. Maður gat aldrei slappað af.“ „Við æfðum ekki. Við hittumst bara og undirbjuggum okkur fyrir næsta leik. Leikmennirnir voru svo búnir á því, að við gátum ekki æft. Þetta gengur ekki.“ WATCH: Frustration from @Niklas_Landin as Filip Kuzmanovski powers a 🚀past him - it's a great start by 🇲🇰#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/QjcbPlg7mZ— EHF EURO (@EHFEURO) March 11, 2021 Danski landsliðsþjálfarinn Nicolaj Jacobsen sagðist hafa áhyggjur af nokkrum leikmönnum sínum sem hefðu leikið ansa marga leiki á árinu 2021. Hann bætti því við að hann íhugaði að gefa nokkrum leikmönnum frí í næsta verkefni Dana en þeirra bíður svo Ólympíuleikar í sumar, svo ekki minnkar álagið. Hvort að Landin sé einn af þeim sem þurfi hlé svaraði markvörðurinn: „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til. Við spilum núna þriðja eða fjórða hvern dag hjá Kiel og það hjálpar. Að vera spila annan hvern dag gengur ekki,“ en er hann áhyggjufullur fyrir þeirri dagskrá sem bíður Dana fyrir Ólympíuleikana? „Áhyggjufullur? Já, það er ég. Þetta verður mjög erfitt þangað til 27. júní, er Bundesligunni lýkur og svo hefjum við undirbúning fyrir Ólympíuleikana 1. júlí.“ „Þess vegna verður það erfitt - sérstaklega fyrir höfuðið,“ sagði Landin. Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Eftir HM, þar sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar, náðu Landin og félagar að spila einn leik áður en þeir voru sendir í sóttkví vegna kórónuveirusmits hjá þýska landsliðinu. Þegar þeir fengu svo aftur grænt ljós á að spila, þá beið þeirra sjö leikir á þrettán dögum. „Við gerðum ekkert í fjórtán daga. Við reyndum að æfa heima en við gátum ekki hlaupið eða neitt,“ sagði Landin í samtali við BT. „Það var kannski fínt fyrir höfuðið að fá smá ró eftir lokakeppnina en svo hljóp maður bara á múr þegar við byrjuðum aftur.“ „Það kom bara önnur lokakeppni eftir HM, ef maður getur sgat það þannig. Þetta voru sérstakir þrettán dagar. Maður gat aldrei slappað af.“ „Við æfðum ekki. Við hittumst bara og undirbjuggum okkur fyrir næsta leik. Leikmennirnir voru svo búnir á því, að við gátum ekki æft. Þetta gengur ekki.“ WATCH: Frustration from @Niklas_Landin as Filip Kuzmanovski powers a 🚀past him - it's a great start by 🇲🇰#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/QjcbPlg7mZ— EHF EURO (@EHFEURO) March 11, 2021 Danski landsliðsþjálfarinn Nicolaj Jacobsen sagðist hafa áhyggjur af nokkrum leikmönnum sínum sem hefðu leikið ansa marga leiki á árinu 2021. Hann bætti því við að hann íhugaði að gefa nokkrum leikmönnum frí í næsta verkefni Dana en þeirra bíður svo Ólympíuleikar í sumar, svo ekki minnkar álagið. Hvort að Landin sé einn af þeim sem þurfi hlé svaraði markvörðurinn: „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til. Við spilum núna þriðja eða fjórða hvern dag hjá Kiel og það hjálpar. Að vera spila annan hvern dag gengur ekki,“ en er hann áhyggjufullur fyrir þeirri dagskrá sem bíður Dana fyrir Ólympíuleikana? „Áhyggjufullur? Já, það er ég. Þetta verður mjög erfitt þangað til 27. júní, er Bundesligunni lýkur og svo hefjum við undirbúning fyrir Ólympíuleikana 1. júlí.“ „Þess vegna verður það erfitt - sérstaklega fyrir höfuðið,“ sagði Landin.
Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira