Réttlát umskipti í loftslagsmálum Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifa 18. mars 2021 12:01 Baráttan gegn hamfarahlýnun er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Þess vegna hafa samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og Þýska alþýðusambandinu sameinað krafta sína og unnið að tillögum um réttlát umskipti til kolefnislauss samfélags. Tillögurnar birtast í skýrslum þar sem fjallað verður um stöðuna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og verður sú íslenska kynnt í dag. Samtök launafólks lýsa yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en leggja áherslu á að árangri verði ekki náð nema með réttlátum umskiptum. Til að sátt náist í samfélaginu um þær mikilvægu breytingar sem þarf að gera verður að tryggja afkomu- og atvinnuöryggi launafólks og leggja áherslu á góð og græn störf. Réttlát umskipti Með réttlátum umskiptum vörðum við leiðina að öruggari framtíð núlifandi og komandi kynslóða og tryggjum sanngjarna skiptingu kostnaðar og ávinnings á leið okkar að kolefnishlutlausu hagkerfi. Nauðsynlegar kerfisbreytingar verða að grundvallast á félags- og umhverfisvernd og taka tillit til stafrænnar þróunar, sjálfvirknivæðingar og lýðfræðilegrar þróunar. Þær munu hafa áhrif á framleiðsluferla, neyslu og vinnumarkað. Á Íslandi er stéttarfélagsaðild almenn, atvinnuþátttaka mikil og atvinnustig að jafnaði hátt. Ef fleiri störf tapast en verða til, ef atvinnuöryggi minnkar og hlutfall láglaunastarfa eykst á kostnað annarra starfa mun það hafa í för með sér aukinn tekjuójöfnuð og grafa undan samfélagslegri einingu og velmegun. Íslensk stjórnvöld þurfa því að vinna markvisst að því að móta hagkerfi fyrir framtíðina með stefnu í atvinnumálum og tengja hana við menntun, færni, vinnumarkaðinn, tæknibreytingar og nýsköpun. Einnig þarf að móta fjárfestingarstefnu fyrir lágkolefnishagkerfi og nýta skatta- og tekjutilfærslukerfin með jöfnuð að leiðarljósi. Í stefnu um sjálfbært, grænt hagkerfi verður að leggja áherslu á að skapa góð störf, öfluga almannaþjónustu og trygga afkomu. Stjórnvöld þurfa að vera skipulögð og fumlaus í aðgerðum og forðast að láta markaðinn einan ráða ferðinni því markaðurinn er blindur á félagslegar afleiðingar og getur því dýpkað ójöfnuðinn sem þegar er til staðar. Með réttlátum umskiptum, áherslu á samvinnu, þekkingu og afdráttarlausar aðgerðir geta stjórnvöld tekist á við þessar áskoranir og óvissu þeim tengdum. Verkalýðshreyfingin á að hafa sæti við borðið Réttlát umskipti byggja á samvinnu og lýðræðislegu samráði þar sem staða launafólks og almennings alls þarf að vera í forgrunni. Aðgangur verkalýðshreyfingarinnar að ákvörðunum er varða loftslagsstefnu Íslands er í dag mjög takmarkaður og nauðsynlegt er að formgera hlutverk hreyfingarinnar í mótun stefnu um réttlát umskipti. Í ljósi mikilvægis loftslagsmála og réttlátra umskipta er nauðsynlegt að koma á virku samstarfi til að tryggja árangursríkar kerfisbreytingar til að draga úr losun, samfélagslega einingu og velmegun. ASÍ, BHM og BSRB leggja því til að slíkur vettvangur sem myndaður sem fyrst sem fái það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Sonja Ýr Þorbergsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Loftslagsmál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Baráttan gegn hamfarahlýnun er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Þess vegna hafa samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og Þýska alþýðusambandinu sameinað krafta sína og unnið að tillögum um réttlát umskipti til kolefnislauss samfélags. Tillögurnar birtast í skýrslum þar sem fjallað verður um stöðuna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og verður sú íslenska kynnt í dag. Samtök launafólks lýsa yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en leggja áherslu á að árangri verði ekki náð nema með réttlátum umskiptum. Til að sátt náist í samfélaginu um þær mikilvægu breytingar sem þarf að gera verður að tryggja afkomu- og atvinnuöryggi launafólks og leggja áherslu á góð og græn störf. Réttlát umskipti Með réttlátum umskiptum vörðum við leiðina að öruggari framtíð núlifandi og komandi kynslóða og tryggjum sanngjarna skiptingu kostnaðar og ávinnings á leið okkar að kolefnishlutlausu hagkerfi. Nauðsynlegar kerfisbreytingar verða að grundvallast á félags- og umhverfisvernd og taka tillit til stafrænnar þróunar, sjálfvirknivæðingar og lýðfræðilegrar þróunar. Þær munu hafa áhrif á framleiðsluferla, neyslu og vinnumarkað. Á Íslandi er stéttarfélagsaðild almenn, atvinnuþátttaka mikil og atvinnustig að jafnaði hátt. Ef fleiri störf tapast en verða til, ef atvinnuöryggi minnkar og hlutfall láglaunastarfa eykst á kostnað annarra starfa mun það hafa í för með sér aukinn tekjuójöfnuð og grafa undan samfélagslegri einingu og velmegun. Íslensk stjórnvöld þurfa því að vinna markvisst að því að móta hagkerfi fyrir framtíðina með stefnu í atvinnumálum og tengja hana við menntun, færni, vinnumarkaðinn, tæknibreytingar og nýsköpun. Einnig þarf að móta fjárfestingarstefnu fyrir lágkolefnishagkerfi og nýta skatta- og tekjutilfærslukerfin með jöfnuð að leiðarljósi. Í stefnu um sjálfbært, grænt hagkerfi verður að leggja áherslu á að skapa góð störf, öfluga almannaþjónustu og trygga afkomu. Stjórnvöld þurfa að vera skipulögð og fumlaus í aðgerðum og forðast að láta markaðinn einan ráða ferðinni því markaðurinn er blindur á félagslegar afleiðingar og getur því dýpkað ójöfnuðinn sem þegar er til staðar. Með réttlátum umskiptum, áherslu á samvinnu, þekkingu og afdráttarlausar aðgerðir geta stjórnvöld tekist á við þessar áskoranir og óvissu þeim tengdum. Verkalýðshreyfingin á að hafa sæti við borðið Réttlát umskipti byggja á samvinnu og lýðræðislegu samráði þar sem staða launafólks og almennings alls þarf að vera í forgrunni. Aðgangur verkalýðshreyfingarinnar að ákvörðunum er varða loftslagsstefnu Íslands er í dag mjög takmarkaður og nauðsynlegt er að formgera hlutverk hreyfingarinnar í mótun stefnu um réttlát umskipti. Í ljósi mikilvægis loftslagsmála og réttlátra umskipta er nauðsynlegt að koma á virku samstarfi til að tryggja árangursríkar kerfisbreytingar til að draga úr losun, samfélagslega einingu og velmegun. ASÍ, BHM og BSRB leggja því til að slíkur vettvangur sem myndaður sem fyrst sem fái það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun