Ráðast í annað útboð þannig að Gosa og Drottningu verði skipt út Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2021 07:37 Svona er áætlað að Bláfjallasvæðið líti út árið 2024 eftir fyrirhugaða uppbyggingu. Grafík/Stöð 2 Til stendur að hefja innkaupaferli á tveimur nýjum síðalyftum fyrir Bláfjöllum. Síðar verður svo hafinn undirbúningur að kaupum á fleiri lyftum fyrir Bláfjöll og Skálafell, auk þess að snjóframleiðslu verði komið upp. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en kostnaður er metinn á 5,2 milljarða og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 2026. Auk þess er til umræðu að bæta aðstöðu fyrir gönguskíðafólk á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er haft eftir Páli Björgvini Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SHH), en öll sveitarfélögin, að Kjósarhreppi undanskildum, munu standa að uppbyggingunni. Blaðið segir að til standi að hefja útboð á EES-svæðinu fyrir fyrsta áfanga, það eru nýjar stólalyftur í Bláfjöllum sem ætlað er að koma í stað lyftunnar Drottningar við Öxlina og Gosa í Suðurgili og er stefnt að því að þær framkvæmdir standi yfir þar fram til ársins 2024. Árið 2018 voru kynntar áætlanir um uppbyggingu á skíðasvæðinu, en undirbúningur og öflun nauðsynlegra leyfa tafði framganginn. Var þá miðað við að framkvæmdir stæðu yfir frá 2019 til 2024. Síðastliðið sumar var svo ráðist í útboð þar sem þrjú tilboð bárust sem reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Öllum tilboðum var hafnað í nóvember síðastliðinn. Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012. Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en kostnaður er metinn á 5,2 milljarða og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 2026. Auk þess er til umræðu að bæta aðstöðu fyrir gönguskíðafólk á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er haft eftir Páli Björgvini Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SHH), en öll sveitarfélögin, að Kjósarhreppi undanskildum, munu standa að uppbyggingunni. Blaðið segir að til standi að hefja útboð á EES-svæðinu fyrir fyrsta áfanga, það eru nýjar stólalyftur í Bláfjöllum sem ætlað er að koma í stað lyftunnar Drottningar við Öxlina og Gosa í Suðurgili og er stefnt að því að þær framkvæmdir standi yfir þar fram til ársins 2024. Árið 2018 voru kynntar áætlanir um uppbyggingu á skíðasvæðinu, en undirbúningur og öflun nauðsynlegra leyfa tafði framganginn. Var þá miðað við að framkvæmdir stæðu yfir frá 2019 til 2024. Síðastliðið sumar var svo ráðist í útboð þar sem þrjú tilboð bárust sem reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Öllum tilboðum var hafnað í nóvember síðastliðinn. Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012.
Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira