Rússar kalla sendiherra sinn heim vegna ummæla Biden um Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 09:07 Anatólí Antonov, sendiherra Rússa í Washington, er á heimleið. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hafa kalla rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða vegna ummæla Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Vladímír Pútín, rússneski starfsbróðir hans, sé „morðingi“ sem muni súpa seyðið af því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í haust. Ummælin um Pútín lét Biden falla í kjölfar þess að leynd var aflétt af leyniþjónustuskýrslum um afskipti Rússa og fleiri ríkja af kosningunum. Leyniþjónustan telur að Pútín hafi skipað fyrir um herferð til að hjálpa Donald Trump, þáverandi forseta, að ná endurkjöri og grafa undan trausti bandarískra kjósenda á kosningum. Í því skyni beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig nánum bandamönnum Trump og dældi í þá upplýsingum sem áttu að koma höggi á Biden. „Hann mun gjalda þess,“ sagði Biden í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina án þess þó að segja hver viðbrögð ríkisstjórnar hans við afskiptum Rússa yrðu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Bandaríkjastjórn gæti lagt frekari refsiaðgerðir á Rússlandi þegar í næstu viku. EXCLUSIVE: Pres. Biden told @GStephanopoulos that he agreed Russian President Vladimir Putin is a "killer" and will "pay a price" for interfering in U.S. elections. https://t.co/rIe2ms8sSv pic.twitter.com/VtAGCvF9hp— Good Morning America (@GMA) March 17, 2021 Koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskipta ríkjanna Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, hafnaði því að Rússar hefðu reynt að hlutast til um kosningarnar í Bandaríkjunum. Nú hafa Kremlverjar ákveðið að kalla heim Anatólí Antonov, sendiherra sinn í Washington-borg. Í Moskvu á Antonov að taka þátt í viðræðum til að koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskiptanna við Bandaríkin. Sambandið sé nú í „öngstræti“ fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Biden tók undir spurningu fréttamanns ABC í sjónvarpsviðtalinu að Pútín forseti væri „morðingi“ og lýsti honum sem „sálarlausum“. Vestrænar leyniþjónustur telja Pútín hafa skipað fyrir um morðtilræði við Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Þá hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og andófsfólks í Rússlandi látið lífið við voveiflegar aðstæður á meira en tuttugu ára valdaferli Pútín. Konstantín Kosatjov, varaforseti efri deildar rússneska þingsins, sagði ummæli Biden um Pútín óásættanleg. Fái Rússar ekki afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn gætu þeir gripið til frekari aðgerða, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Ummælin um Pútín lét Biden falla í kjölfar þess að leynd var aflétt af leyniþjónustuskýrslum um afskipti Rússa og fleiri ríkja af kosningunum. Leyniþjónustan telur að Pútín hafi skipað fyrir um herferð til að hjálpa Donald Trump, þáverandi forseta, að ná endurkjöri og grafa undan trausti bandarískra kjósenda á kosningum. Í því skyni beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig nánum bandamönnum Trump og dældi í þá upplýsingum sem áttu að koma höggi á Biden. „Hann mun gjalda þess,“ sagði Biden í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina án þess þó að segja hver viðbrögð ríkisstjórnar hans við afskiptum Rússa yrðu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Bandaríkjastjórn gæti lagt frekari refsiaðgerðir á Rússlandi þegar í næstu viku. EXCLUSIVE: Pres. Biden told @GStephanopoulos that he agreed Russian President Vladimir Putin is a "killer" and will "pay a price" for interfering in U.S. elections. https://t.co/rIe2ms8sSv pic.twitter.com/VtAGCvF9hp— Good Morning America (@GMA) March 17, 2021 Koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskipta ríkjanna Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, hafnaði því að Rússar hefðu reynt að hlutast til um kosningarnar í Bandaríkjunum. Nú hafa Kremlverjar ákveðið að kalla heim Anatólí Antonov, sendiherra sinn í Washington-borg. Í Moskvu á Antonov að taka þátt í viðræðum til að koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskiptanna við Bandaríkin. Sambandið sé nú í „öngstræti“ fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Biden tók undir spurningu fréttamanns ABC í sjónvarpsviðtalinu að Pútín forseti væri „morðingi“ og lýsti honum sem „sálarlausum“. Vestrænar leyniþjónustur telja Pútín hafa skipað fyrir um morðtilræði við Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Þá hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og andófsfólks í Rússlandi látið lífið við voveiflegar aðstæður á meira en tuttugu ára valdaferli Pútín. Konstantín Kosatjov, varaforseti efri deildar rússneska þingsins, sagði ummæli Biden um Pútín óásættanleg. Fái Rússar ekki afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn gætu þeir gripið til frekari aðgerða, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum.
Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25