Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2021 10:24 Það að árásarmaðurinn hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi hefur vakið mikil viðbrögð í Bandaríkjunum. AP/Curtis Compton Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. Einn maður dó í árásina og ein kona sem er ekki af asískum uppruna. Robert Aaron Long er 21 árs gamall og segist hafa skotið átta manns til bana því hann sé kynlífsfíkill.AP/Fógeti Crisp sýslu Samkvæmt lögreglunni segist Robert Aaron Long þess í stað þjást af kynlífsfíkn og segist hann hafa gert árás á staði sem hafi freistað hans. „Hann var eiginlega búinn að fá nóg og kominn á endastöð,“ sagði Jay Baker, talsmaður fógetans í Atlanta á blaðamannafundi í gær. „Hann átti mjög slæman dag í gær [þriðjudag] og þetta er það sem hann gerði,“ sagði Baker einnig. Þessi ummæli hafa ekki fallið vel í kramið vestanhafs og hefur Baker verið sakaður um að draga úr alvarleika málsins. Ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum hefur aukist verulega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri Nýju kórónuveirunnar. Ummælin má sjá hér að neðan. Netverjar og blaðamenn vestanhafs hafa fundið Facebookfærslur Bakersþar sem hann var að auglýsa boli þar sem nýja kórónuveiran var kölluð „Innflutt veira frá Kína“ þar sem Kína var vitlaust stafað; „CHY-NA“. Í frétt Washington Post kemur fram að fjölmargar árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hafa snúist um and-kínverskan áróður þar sem Kína er kennt um faraldur kórónuveirunnar en veiran greindist fyrst í mönnum þar í landi. Þar hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, farið manna fremstur og fjölmörg samtök Bandaríkjamanna af asískum uppruna segja hann og áróður hans hafa ýtt undir ofbeldi gegn fólki. AP fréttaveitan segir marga sömuleiðis vera reiða yfir því að Long hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi, að virðist á þeim grundvelli að hann sagðist sjálfur ekki vera rasisti. Hér að neðan má hlusta á símtal til Neyðarlínunnar vegna árásanna. Margaret Huang, sem stýrir Southern Poverty Law Center, sem fylgjast með öfgamönnum í Bandaríkjunum, sagði árásarmanninn augljóslega hafa beint sjónum sínum að sérstökum hópi fólks. Í samtali við blaðamann AP segist hún óttast að það að skilgreina árásina ekki sem hatursglæp muni hafa þau áhrif að fólk af asískum uppruna dragi lappirnar í því að leita sér hjálpar vegna ofbeldis og haturs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
Einn maður dó í árásina og ein kona sem er ekki af asískum uppruna. Robert Aaron Long er 21 árs gamall og segist hafa skotið átta manns til bana því hann sé kynlífsfíkill.AP/Fógeti Crisp sýslu Samkvæmt lögreglunni segist Robert Aaron Long þess í stað þjást af kynlífsfíkn og segist hann hafa gert árás á staði sem hafi freistað hans. „Hann var eiginlega búinn að fá nóg og kominn á endastöð,“ sagði Jay Baker, talsmaður fógetans í Atlanta á blaðamannafundi í gær. „Hann átti mjög slæman dag í gær [þriðjudag] og þetta er það sem hann gerði,“ sagði Baker einnig. Þessi ummæli hafa ekki fallið vel í kramið vestanhafs og hefur Baker verið sakaður um að draga úr alvarleika málsins. Ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum hefur aukist verulega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri Nýju kórónuveirunnar. Ummælin má sjá hér að neðan. Netverjar og blaðamenn vestanhafs hafa fundið Facebookfærslur Bakersþar sem hann var að auglýsa boli þar sem nýja kórónuveiran var kölluð „Innflutt veira frá Kína“ þar sem Kína var vitlaust stafað; „CHY-NA“. Í frétt Washington Post kemur fram að fjölmargar árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hafa snúist um and-kínverskan áróður þar sem Kína er kennt um faraldur kórónuveirunnar en veiran greindist fyrst í mönnum þar í landi. Þar hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, farið manna fremstur og fjölmörg samtök Bandaríkjamanna af asískum uppruna segja hann og áróður hans hafa ýtt undir ofbeldi gegn fólki. AP fréttaveitan segir marga sömuleiðis vera reiða yfir því að Long hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi, að virðist á þeim grundvelli að hann sagðist sjálfur ekki vera rasisti. Hér að neðan má hlusta á símtal til Neyðarlínunnar vegna árásanna. Margaret Huang, sem stýrir Southern Poverty Law Center, sem fylgjast með öfgamönnum í Bandaríkjunum, sagði árásarmanninn augljóslega hafa beint sjónum sínum að sérstökum hópi fólks. Í samtali við blaðamann AP segist hún óttast að það að skilgreina árásina ekki sem hatursglæp muni hafa þau áhrif að fólk af asískum uppruna dragi lappirnar í því að leita sér hjálpar vegna ofbeldis og haturs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31