Von á niðurstöðu um eittleytið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. mars 2021 12:01 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. Fjöldi Evrópuríkja, Ísland þar á meðal, hefur gert hlé á notkun bóluefnisins eftir að blóðtappar fundust í fólki sem hafði fengið sprautu. Nú stendur yfir fundur hjá lyfjagátarnefnd Lyfjastofnunar Evrópu um málið. „Það er gert ráð fyrir að það verði komin niðurstaða frá þeim um eittleytið. Þá ætti að koma fréttatilkynning frá evrópsku lyfjastofnuninni. Þetta er búið að vera að vinnast í tæpa viku og þetta hefur verið unnið í samstarfi við AstraZeneca, sérfræðinga í blóðsjúkdómum og önnur heilbrigðisyfirvöld,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. Breska lyfjastofnunin sem og sú bandaríska séu einnig á fundinum. „Sérstaklega er horft til þess hvort bóluefnið kunni að hafa stuðlað að þessum tilkynntu tilvikum eða hvort það sé líklegt að aðrar ástæður liggi að baki. Það er stóra málið. Þetta eru sjaldgæf en alvarleg tilfelli,“ segir Rúna. Yfirvöld um alla Evrópu hafi sent inn upplýsingar og farið hafi verið yfir gögn úr ýmsum áttum. Þegar niðurstaðan liggi fyrir sé það heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða næstu skref. Hér heima þurfi sóttvarnalæknir að taka ákvörðun um áframhald bólusetninga. „Eins og ég segi, þetta eru sjaldgæf tilfelli og það er verið að reyna að meta orsakasamhengið. Þetta kemur í ljós um eittleytið hvernig þetta verður og síðan tekur sóttvarnalæknir hér ákvörðun um áframhaldandi bólusetningar með þessu bóluefni. Heilt yfir, með öll bóluefnin, er ávinningurinn meiri en áhættan.“ Uppfært klukkan 15:43 Lyfjastofnun Evrópu hefur endurtekið frestað tilkynningu sinni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja, Ísland þar á meðal, hefur gert hlé á notkun bóluefnisins eftir að blóðtappar fundust í fólki sem hafði fengið sprautu. Nú stendur yfir fundur hjá lyfjagátarnefnd Lyfjastofnunar Evrópu um málið. „Það er gert ráð fyrir að það verði komin niðurstaða frá þeim um eittleytið. Þá ætti að koma fréttatilkynning frá evrópsku lyfjastofnuninni. Þetta er búið að vera að vinnast í tæpa viku og þetta hefur verið unnið í samstarfi við AstraZeneca, sérfræðinga í blóðsjúkdómum og önnur heilbrigðisyfirvöld,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. Breska lyfjastofnunin sem og sú bandaríska séu einnig á fundinum. „Sérstaklega er horft til þess hvort bóluefnið kunni að hafa stuðlað að þessum tilkynntu tilvikum eða hvort það sé líklegt að aðrar ástæður liggi að baki. Það er stóra málið. Þetta eru sjaldgæf en alvarleg tilfelli,“ segir Rúna. Yfirvöld um alla Evrópu hafi sent inn upplýsingar og farið hafi verið yfir gögn úr ýmsum áttum. Þegar niðurstaðan liggi fyrir sé það heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða næstu skref. Hér heima þurfi sóttvarnalæknir að taka ákvörðun um áframhald bólusetninga. „Eins og ég segi, þetta eru sjaldgæf tilfelli og það er verið að reyna að meta orsakasamhengið. Þetta kemur í ljós um eittleytið hvernig þetta verður og síðan tekur sóttvarnalæknir hér ákvörðun um áframhaldandi bólusetningar með þessu bóluefni. Heilt yfir, með öll bóluefnin, er ávinningurinn meiri en áhættan.“ Uppfært klukkan 15:43 Lyfjastofnun Evrópu hefur endurtekið frestað tilkynningu sinni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43
Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11