Hreiðar og Magnús sakfelldir en Sigurður sýknaður í síðasta hrunmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2021 14:21 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, ásamt Herði Felixi Harðarsyni (til vinstri). Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í Landsrétti í dag sakfelldir fyrir aðild sína að CLN-málinu. Þeim var þó ekki gerði refsing vegna fyrri dóma sem þeir hafa hlotið. Sýknudómur Sigurðar Einarssonar úr héraði var staðfestur. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Hreiðar Már og Magnús voru dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun, á sjöttu milljón í tilfelli Harðar Felixar Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más en á fimmtu milljón í tilfelli Kristínar Edwald, verjanda Magnúsar. Ríkisstjóður var dæmdur til að greiða Gesti Jónssyni, verjanda Sigurðar, upp á tæplega fjórar milljónir króna. Síðasta hrunmálið Um er að ræða svokallað CLN-mál, síðasta hrunmálið sem rekið er fyrir dómstólum. Nema aðilar óski eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar er málaferlum í hrunmálununum svokölluðu lokið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í langan tíma. Héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016 og sýknaði alla þrjá. Í málinu voru þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra, tugi milljarða króna, frá því í ágúst til október 2008. Lán til vildarviðskiptavina Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Um var að ræða viðskiptavini í vild hjá bankanum sem þegar skulduðu bankanum háar fjárhæðir. Áhætta þeirra var engin en möguleiki fyrir þá að hagnast verulega á lánunum. Björn Þorvaldsson saksóknari krafðist sex ára refsingar í málinu. Blaðamaður Ríkisútvarpsins sat málsmeðferðina í Landsrétti og hafði eftir Birni að lánveitingarnar hefðu verið sambærilegar þeim í Al-Thani málinu og markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þar sem þungir dómar féllu. Refsiramminn í málaflokknum er sex ár. Hreiðar Már, Sigurður og Magnús hafa allir þegar hlotið dóma og er kvótinn fullur í tilfelli þess fyrsta. Sigurður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og Magnús fjögurra og hálfs. Þar sem Hreiðar Már hefur þegar fyllt kvótann var honum ekki gerð refsing. Má telja að í ljósi fyrri dóma Magnúsar og þess hve langan tíma málið hefur tekið hafi Landsréttur talið að ekki bæri að gera honum refsingu. Fram og til baka Eftir sýknudóm í málinu í janúar 2016 áfrýjaði ákæruvaldið málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Sýknaðir í héraði Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Það var svo í júlí 2019 sem héraðsdómur sýknaði alla þrjá í málinu og dæmdi íslenska ríkið til að greiða málsvarnarlaun verjenda Hreiðars Más, Sigurðar og Magnúsar. Þau námu um fimm milljónum í tilfelli Harðar Felix Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más, en tæplega fjögurra milljóna í tilfelli Kristínar Edwald og Gests Jónssonar sem gættu hagsmuna Magnúsar og Sigurðar. Dómur Landsréttar hefur verið birtur á vef Landsréttar . CLN-málið Dómsmál Hrunið Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Hreiðar Már og Magnús voru dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun, á sjöttu milljón í tilfelli Harðar Felixar Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más en á fimmtu milljón í tilfelli Kristínar Edwald, verjanda Magnúsar. Ríkisstjóður var dæmdur til að greiða Gesti Jónssyni, verjanda Sigurðar, upp á tæplega fjórar milljónir króna. Síðasta hrunmálið Um er að ræða svokallað CLN-mál, síðasta hrunmálið sem rekið er fyrir dómstólum. Nema aðilar óski eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar er málaferlum í hrunmálununum svokölluðu lokið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í langan tíma. Héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016 og sýknaði alla þrjá. Í málinu voru þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra, tugi milljarða króna, frá því í ágúst til október 2008. Lán til vildarviðskiptavina Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Um var að ræða viðskiptavini í vild hjá bankanum sem þegar skulduðu bankanum háar fjárhæðir. Áhætta þeirra var engin en möguleiki fyrir þá að hagnast verulega á lánunum. Björn Þorvaldsson saksóknari krafðist sex ára refsingar í málinu. Blaðamaður Ríkisútvarpsins sat málsmeðferðina í Landsrétti og hafði eftir Birni að lánveitingarnar hefðu verið sambærilegar þeim í Al-Thani málinu og markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þar sem þungir dómar féllu. Refsiramminn í málaflokknum er sex ár. Hreiðar Már, Sigurður og Magnús hafa allir þegar hlotið dóma og er kvótinn fullur í tilfelli þess fyrsta. Sigurður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og Magnús fjögurra og hálfs. Þar sem Hreiðar Már hefur þegar fyllt kvótann var honum ekki gerð refsing. Má telja að í ljósi fyrri dóma Magnúsar og þess hve langan tíma málið hefur tekið hafi Landsréttur talið að ekki bæri að gera honum refsingu. Fram og til baka Eftir sýknudóm í málinu í janúar 2016 áfrýjaði ákæruvaldið málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Sýknaðir í héraði Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Það var svo í júlí 2019 sem héraðsdómur sýknaði alla þrjá í málinu og dæmdi íslenska ríkið til að greiða málsvarnarlaun verjenda Hreiðars Más, Sigurðar og Magnúsar. Þau námu um fimm milljónum í tilfelli Harðar Felix Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más, en tæplega fjögurra milljóna í tilfelli Kristínar Edwald og Gests Jónssonar sem gættu hagsmuna Magnúsar og Sigurðar. Dómur Landsréttar hefur verið birtur á vef Landsréttar .
CLN-málið Dómsmál Hrunið Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira