Hið meinta þunglyndi Finna stórlega orðum aukið Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2021 13:30 Eldhressir eldriborgarar á Hrafnistu. Íslendingar eru með hamingjusömustu þjóðum í heimi. vísir/vilhelm Finnar mælast þeir hamingjusömustu í heimi samkvæmt árlegri árlegri hamingjuskýrslu. Íslendingar eru í öðru sæti. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu á sínum vettvangi en skýrslan er birt í tengslum við Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldinn verður 20. mars. Finnar eru í efsta sæti og Íslendingar fylgja þeim fast á hæla. Neðstir á lista eru Simbabwe-búar. Steríótýpísk vitleysa Árni Snævarr er yfir Norðurlandasviði upplýsingaskrifstofunnar og Vísir spurði hann nánar út í skýrslunna, varpaði fram hinni steríótýpísku spurningu hvort ekki væri eitthvað gruggugt við þessa rannsókn sé litið til þess að Finnar séu þekktir fyrir að vera þunglyndir? Árni segist ekki hissa á því að slíku sjónarmiði sé varpað fram: „En hamingjan er í þessari skýrslu ekki mæld í hlátraskölllum og flissi, heldur öryggi, góðri menntun, lífslíkum og fleiru. Þarna er hamingjunni í raun stillt upp gegn "vergri þjóðarframleiðslu" og slíkum kvörðum sem mæla aðeins efnisleg gæði.“ Árni segir að nær lagi sé að verið sé að kanna hvar aðstæður bjóða upp á að fólk geti lifað öruggu, heilbrigðu og friðsælu lífi, með öðrum orðum hvar aðstæður eru bestar fyrir hamingjuna? Norðurlandaþjóðirnar eru ofarlega á blaði. Finnar löngu hættir að vera þunglyndir Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebooksíðu Árna þar sem þetta er rætt, að þetta sé löngu liðin tíð: „Finnar hættu að vera þunglyndir fyrir löngu. Nú baða þeir sig í sviðsljósinu vegna þess hvað þeir eru klárir og vel heppnaðir og með gott menntakerfi.“ Árni Snævarr segir hamingjuna ekki mælda í hlátrasköllum. Hvað varðar hinn alþjóðlega hamingjudag þá var það Bútan sem bar fram ályktun þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar héldu slíkan dag hátíðlegan. Bútan er smáríki í Himalajafjöllunum sem barist hefur fyrir því að hamingja þjóða sé meira virði en auður eins og hann er mældur í þjóðarframleiðslu frá því snemma á áttunda áratugnum. Í Bútan hefur verg hamingja leyst af verga þjóðarframleiðslu af hólmi sem mælikvarði um framfarir, segir í tilkynningu upplýsingaskrifstofunnar. Árni segir að skemmtilegar pælingar þarna að baki. „Þjóðarframleiðsla eykst til dæmis ef ég man rétt ef skuldir aukast. Bútanirnir hafa spurt spurninga eins og hvort ekki eigi að bæta inn fjölda þeirra sem stunda jóga eða íhugun.“ Þessar þrjátíu þjóðir raða sér í efstu sæti á lista yfir þær hamingjusömustu.World Happiness Report Grín og gaman Sameinuðu þjóðirnar Finnland Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu á sínum vettvangi en skýrslan er birt í tengslum við Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldinn verður 20. mars. Finnar eru í efsta sæti og Íslendingar fylgja þeim fast á hæla. Neðstir á lista eru Simbabwe-búar. Steríótýpísk vitleysa Árni Snævarr er yfir Norðurlandasviði upplýsingaskrifstofunnar og Vísir spurði hann nánar út í skýrslunna, varpaði fram hinni steríótýpísku spurningu hvort ekki væri eitthvað gruggugt við þessa rannsókn sé litið til þess að Finnar séu þekktir fyrir að vera þunglyndir? Árni segist ekki hissa á því að slíku sjónarmiði sé varpað fram: „En hamingjan er í þessari skýrslu ekki mæld í hlátraskölllum og flissi, heldur öryggi, góðri menntun, lífslíkum og fleiru. Þarna er hamingjunni í raun stillt upp gegn "vergri þjóðarframleiðslu" og slíkum kvörðum sem mæla aðeins efnisleg gæði.“ Árni segir að nær lagi sé að verið sé að kanna hvar aðstæður bjóða upp á að fólk geti lifað öruggu, heilbrigðu og friðsælu lífi, með öðrum orðum hvar aðstæður eru bestar fyrir hamingjuna? Norðurlandaþjóðirnar eru ofarlega á blaði. Finnar löngu hættir að vera þunglyndir Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebooksíðu Árna þar sem þetta er rætt, að þetta sé löngu liðin tíð: „Finnar hættu að vera þunglyndir fyrir löngu. Nú baða þeir sig í sviðsljósinu vegna þess hvað þeir eru klárir og vel heppnaðir og með gott menntakerfi.“ Árni Snævarr segir hamingjuna ekki mælda í hlátrasköllum. Hvað varðar hinn alþjóðlega hamingjudag þá var það Bútan sem bar fram ályktun þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar héldu slíkan dag hátíðlegan. Bútan er smáríki í Himalajafjöllunum sem barist hefur fyrir því að hamingja þjóða sé meira virði en auður eins og hann er mældur í þjóðarframleiðslu frá því snemma á áttunda áratugnum. Í Bútan hefur verg hamingja leyst af verga þjóðarframleiðslu af hólmi sem mælikvarði um framfarir, segir í tilkynningu upplýsingaskrifstofunnar. Árni segir að skemmtilegar pælingar þarna að baki. „Þjóðarframleiðsla eykst til dæmis ef ég man rétt ef skuldir aukast. Bútanirnir hafa spurt spurninga eins og hvort ekki eigi að bæta inn fjölda þeirra sem stunda jóga eða íhugun.“ Þessar þrjátíu þjóðir raða sér í efstu sæti á lista yfir þær hamingjusömustu.World Happiness Report
Grín og gaman Sameinuðu þjóðirnar Finnland Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent