„Látum oft eins og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 14:01 Valsmennirnir hans Finns Freys Stefánssonar eru komnir upp í 6. sæti Domino's deildar karla. vísir/hulda margrét Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í gær og ekki síður með daginn en leikurinn á Hlíðarenda var styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Allur ágóði af miðasölu leiksins í gær rann óskiptur til Píeta samtakanna og þá var, og er enn hægt, að styrkja þau með frjálsum framlögum. Valur vann leikinn með ellefu stiga mun, 90-79, en þetta var þriðji sigur liðsins í Domino's deild karla í röð. „Ég er bara ánægður með sigurinn og að ná tveimur góðum stigum. Þetta hefur verið brösugt það sem af er vetri hjá báðum liðum og þau á sama stað í töflunni þannig að það var gríðarlega mikilvægt að landa þessum tveimur stigum,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Sigurinn gladdi ekki bara Finn heldur einnig allt í kringum leikinn í gær. „Þetta er frábært málefni. Strákarnir í liðinu hafa staðið fyrir þessu í samstarfi við Píeta samtökin. Bergur Ástráðsson hefur leitt þetta áfram og gert það vel,“ sagði Finnur. Klippa: Viðtal við Finn Frey „Við látum oft eins og körfubolti og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða. Við fórum á fund með Kristínu [Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Píeta samtakanna] í aðdraganda leiksins og það sem sló mann er að maður heldur að það sé einhver staðalímynd fólks sem lendir í þessu. En þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Málefnið snertir liðin sem mættust í gær, meðal annars í gegnum Lárus Dag Pálsson sem lék með þeim báðum. Rætt var við ekkju hans í útsendingu Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn í gær. „Þetta mál snertir þessi félög mikið. Þau hafa misst góða syni alltof snemma. Það var mjög fallegt að geta vakið athygli á þessu,“ sagði Finnur sem hvetur fólk sem líður illa og glímir við sjálfsvíg til að leita sér hjálpar. „Menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að leita til Píeta samtakanna. Þetta er ekkert tabú. Ef þú ert með einhverjar hugsanir, hafðu samband. Fólk er þarna til að hjálpa þér. Við rífum hvorn annan upp og höldum áfram með lífið.“ Hægt er að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00 „Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01 Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Allur ágóði af miðasölu leiksins í gær rann óskiptur til Píeta samtakanna og þá var, og er enn hægt, að styrkja þau með frjálsum framlögum. Valur vann leikinn með ellefu stiga mun, 90-79, en þetta var þriðji sigur liðsins í Domino's deild karla í röð. „Ég er bara ánægður með sigurinn og að ná tveimur góðum stigum. Þetta hefur verið brösugt það sem af er vetri hjá báðum liðum og þau á sama stað í töflunni þannig að það var gríðarlega mikilvægt að landa þessum tveimur stigum,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Sigurinn gladdi ekki bara Finn heldur einnig allt í kringum leikinn í gær. „Þetta er frábært málefni. Strákarnir í liðinu hafa staðið fyrir þessu í samstarfi við Píeta samtökin. Bergur Ástráðsson hefur leitt þetta áfram og gert það vel,“ sagði Finnur. Klippa: Viðtal við Finn Frey „Við látum oft eins og körfubolti og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða. Við fórum á fund með Kristínu [Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Píeta samtakanna] í aðdraganda leiksins og það sem sló mann er að maður heldur að það sé einhver staðalímynd fólks sem lendir í þessu. En þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Málefnið snertir liðin sem mættust í gær, meðal annars í gegnum Lárus Dag Pálsson sem lék með þeim báðum. Rætt var við ekkju hans í útsendingu Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn í gær. „Þetta mál snertir þessi félög mikið. Þau hafa misst góða syni alltof snemma. Það var mjög fallegt að geta vakið athygli á þessu,“ sagði Finnur sem hvetur fólk sem líður illa og glímir við sjálfsvíg til að leita sér hjálpar. „Menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að leita til Píeta samtakanna. Þetta er ekkert tabú. Ef þú ert með einhverjar hugsanir, hafðu samband. Fólk er þarna til að hjálpa þér. Við rífum hvorn annan upp og höldum áfram með lífið.“ Hægt er að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00 „Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01 Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00
„Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01
Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11