Meðferð á heimilunum í hruninu og eftirleik þess Ólafur Ísleifsson skrifar 21. mars 2021 09:01 Íslensk heimili voru grátt leikin í hruninu og eftirleik þess. Varnarleysi þeirra var algert gagnvart fjárhagslegum afleiðingum hrunsins. Vernd neytenda á fjármálamarkaði reyndist ekki upp á marga fiska. Aðgerðir norrænu velferðarstjórnarinnar eins og hún kallaði sig, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, voru metnar af kjósendum þannig að leitun er að dæmum um annað eins afhroð og þeir guldu eftir fjögurra ára stjórnarsetu í kosningunum 2013. Mikilvægur áfangi náðist í liðinni viku í baráttunni fyrir hagsmunum heimilanna þegar Alþingi samþykkti beiðni mína og annarra þingmanna Miðflokksins um skýrslu um hag heimilanna í hruninu og eftirleik þess. Óskað er eftir ítarlegri greiningu á afleiðingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og heimilin. Meðal efnisatriða yrðu eftirfarandi þættir þótt ekki sé um tæmandi talningu að ræða: a. Fjöldi fjölskyldna sem missti húsnæði sitt vegna nauðungaruppboðs, nauðasamninga eða annars konar skuldauppgjörs. b. Stofnun embættis umboðsmanns skuldara, mat á úrræðum og árangri af störfum embættisins. c. Árangur af tímabundnum frestunum fullnustugerða og öðrum sambærilegum aðgerðum stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna. d. 110%-leiðin, mat á árangri og hliðstæðum við önnur lönd. e. Skuldaleiðréttingin, úttekt á henni og mat á áhrifum hennar. f. Brottflutningur fólks af landinu í kjölfar hrunsins. Markmiðið með skýrslubeiðninni er að draga fram áhrif hrunsins og eftirleiks þess á fjölskyldur og heimili landsmanna. Margir misstu hús sín og íbúðir og sparnað sem safnað hafði verið yfir langan tíma. Eignatjón er af óþekktum stærðum á heimsmælikvarða og sögulegan kvarða eins og rakið hefur verið í viðurkenndum hagfræðiritum. Miðað við upplýsingar opinberra aðila sem m.a. koma fram í svörum ráðherra við fyrirspurnum á Alþingi misstu ekki færri en 10 þúsund fjölskyldur húsnæði sitt, með öllu því raski og angist sem slíku fylgir. Fjölmargir fluttust af landi brott. Með þessum hætti snerti eftirleikurinn tugi þúsunda Íslendinga. Vart er unnt að finna dæmi um eins víðtækt rask á högum einstaklinga og fjölskyldna í nokkru öðru landi nema eftir stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjaldarátök. Brýnt er að gerð verði úttekt á þessum atburðum, húsnæðismissi fjölmargra Íslendinga ásamt mati á aðgerðum sem stjórnvöld gripu til. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa málefni er varða aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna verið á borði forsætisráðherra og hlutaðeigandi fagráðuneyta. Í því ljósi, sem og að efnisatriði sem óskað er eftir greiningu á falla undir málaflokka í fleiri en einu ráðuneyti, telja skýrslubeiðendur rétt að forsætisráðherra hafi forystu um gerð skýrslunnar. Nauðsynlegt er að þekkja afleiðingar hrunsins og áhrif af aðgerðum stjórnvalda. Slík þekking er fallin til að renna stoðum undir aðgerðir til að auka neytendavernd á fjármálamarkaði og verja þannig heimili landsmanna. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Íslensk heimili voru grátt leikin í hruninu og eftirleik þess. Varnarleysi þeirra var algert gagnvart fjárhagslegum afleiðingum hrunsins. Vernd neytenda á fjármálamarkaði reyndist ekki upp á marga fiska. Aðgerðir norrænu velferðarstjórnarinnar eins og hún kallaði sig, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, voru metnar af kjósendum þannig að leitun er að dæmum um annað eins afhroð og þeir guldu eftir fjögurra ára stjórnarsetu í kosningunum 2013. Mikilvægur áfangi náðist í liðinni viku í baráttunni fyrir hagsmunum heimilanna þegar Alþingi samþykkti beiðni mína og annarra þingmanna Miðflokksins um skýrslu um hag heimilanna í hruninu og eftirleik þess. Óskað er eftir ítarlegri greiningu á afleiðingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og heimilin. Meðal efnisatriða yrðu eftirfarandi þættir þótt ekki sé um tæmandi talningu að ræða: a. Fjöldi fjölskyldna sem missti húsnæði sitt vegna nauðungaruppboðs, nauðasamninga eða annars konar skuldauppgjörs. b. Stofnun embættis umboðsmanns skuldara, mat á úrræðum og árangri af störfum embættisins. c. Árangur af tímabundnum frestunum fullnustugerða og öðrum sambærilegum aðgerðum stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna. d. 110%-leiðin, mat á árangri og hliðstæðum við önnur lönd. e. Skuldaleiðréttingin, úttekt á henni og mat á áhrifum hennar. f. Brottflutningur fólks af landinu í kjölfar hrunsins. Markmiðið með skýrslubeiðninni er að draga fram áhrif hrunsins og eftirleiks þess á fjölskyldur og heimili landsmanna. Margir misstu hús sín og íbúðir og sparnað sem safnað hafði verið yfir langan tíma. Eignatjón er af óþekktum stærðum á heimsmælikvarða og sögulegan kvarða eins og rakið hefur verið í viðurkenndum hagfræðiritum. Miðað við upplýsingar opinberra aðila sem m.a. koma fram í svörum ráðherra við fyrirspurnum á Alþingi misstu ekki færri en 10 þúsund fjölskyldur húsnæði sitt, með öllu því raski og angist sem slíku fylgir. Fjölmargir fluttust af landi brott. Með þessum hætti snerti eftirleikurinn tugi þúsunda Íslendinga. Vart er unnt að finna dæmi um eins víðtækt rask á högum einstaklinga og fjölskyldna í nokkru öðru landi nema eftir stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjaldarátök. Brýnt er að gerð verði úttekt á þessum atburðum, húsnæðismissi fjölmargra Íslendinga ásamt mati á aðgerðum sem stjórnvöld gripu til. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa málefni er varða aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna verið á borði forsætisráðherra og hlutaðeigandi fagráðuneyta. Í því ljósi, sem og að efnisatriði sem óskað er eftir greiningu á falla undir málaflokka í fleiri en einu ráðuneyti, telja skýrslubeiðendur rétt að forsætisráðherra hafi forystu um gerð skýrslunnar. Nauðsynlegt er að þekkja afleiðingar hrunsins og áhrif af aðgerðum stjórnvalda. Slík þekking er fallin til að renna stoðum undir aðgerðir til að auka neytendavernd á fjármálamarkaði og verja þannig heimili landsmanna. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun