Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Þyrlan lenti í Vík í Mýrdal þar sem hún mætti sjúkrabílum sem höfðu komið á vettvang.
Fólkið er ekki talið í lífshættu en að sögn Sveins þótti öruggara að flytja fólkið með þyrlunni en með sjúkrabílum til Reykjavíkur. Talið er að ökumaður bílsins hafi misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt út af veginum.