Strákunum í Loyola tókst nefnilega að slá út „besta“ liðið en Illinois átti engin svör í 71-58 tapi á móti Loyola. Illinois varð þar með fyrsta liðið sem fellur úr leik af þeim sem var í fyrsta sæti í styrkleikaröðun í sínum sextán liða hluta úrslitakeppninnar.
Það voru samt ekki leikmenn Loyola skólans sem stálu fyrirsögnunum í bandarískum fréttamiðlum heldur frekar systir Jean.
SISTER JEAN CALLED IT.
— Bleacher Report (@BleacherReport) March 21, 2021
She prayed for Illinois to shoot under 30% from 3PT and they did pic.twitter.com/tUdm8NysEr
Það eru fjögur ár síðan að nunnan Jean Dolores Schmidt stal senunni í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans þegar skólinn hennar Loyola frá Chicago komst alla leið í hóp hinna fjögurra fræknu.
Nú er Jean Dolores orðin 101 árs gömul en hún lét sig ekki vanta í gær og flutti ræðu inn í klefa fyrir leikinn. Hún er verndari liðsins og meira en það.
Sister Jean's prayer called for Loyola to hold Illinois under 30% from 3-pt range and you better believe it happened. pic.twitter.com/0Zyimv1Olk
— CBS Sports (@CBSSports) March 21, 2021
Jean Dolores er nefnilega þekkt fyrir mikinn körfuboltaáhuga sinn sem og þekkingu því hún hefur verið að leikgreina leiki hjá skólanum.
Jean Dolores fer nú um í hjólastól en hún er búin að klára báðar bólusetningarnar við kórónuveirunni og var komin til Indianapolis í gær til sýna strákunum sínum stuðning.
Það efast enginn að góða ára hennar og körfuboltavit á heilmikið í árangri strákanna inn á vellinum enda gott að fá guðdómlegan stuðning á úrslitastundu.
Have a feeling Sister Jean is smiling right now pic.twitter.com/Vl0zkrlstg
— CBS Sports (@CBSSports) March 21, 2021