Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 13:33 Michael og Peter Taylor við vegabréfaeftirlit á flugvelli í Istanbúl í 30. desember 2019. Flugvélinni sem var notuð til að koma Ghosn frá Japan var millilent þar á leiðinni til Líbanons. AP/DHA Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. Michael Taylor, sextugur fyrrverandi sérsveitarmaður úr bandaríska hernum, og sonur hans Peter, sem er 28 ára gamall, voru framseldir frá Bandaríkjunum til Japan í síðasta mánuði. Japanskir saksóknarar saka þá um að hafa vísvitandi aðstoðað Ghosn við að komast undan refsingu með því að fela hann í handfarangri um borð í einkaþotu sem fór frá Kansai-flugvelli í desember árið 2019. Ghosn, sem var stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, er enn á flótta í Líbanon þar sem hann ólst upp. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons. Feðgarnir eru sagðir hafa þegið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 165 milljóna íslenskra króna, fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japan. Lögmenn feðganna mótmæltu framsali þeirra með þeim rökum að ekki væri hægt að ákæra þá fyrir að hjálpa einhverjum að brjóta gegn lausn gegn tryggingu. Þá ættu þeir á hættu að vera pyntaðir í haldi japanskra yfirvalda. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeim rökum. Japanskir dómstólar sakfella ákært fólk nær undantekningarlaust. Reuters-fréttastofan segir að hlutfall sakfellinga í landinu sé 99 prósent. Ghosn hefur alla tíð neitað sök og sakað japönsk yfirvöld um að beita sig harðræði. Hann var ákærður fyrir að fela þóknanir sem hann fékk frá japanska bílaframleiðandanum og að hagnast á kostnað vinnuveitanda síns. Japan Bandaríkin Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Michael Taylor, sextugur fyrrverandi sérsveitarmaður úr bandaríska hernum, og sonur hans Peter, sem er 28 ára gamall, voru framseldir frá Bandaríkjunum til Japan í síðasta mánuði. Japanskir saksóknarar saka þá um að hafa vísvitandi aðstoðað Ghosn við að komast undan refsingu með því að fela hann í handfarangri um borð í einkaþotu sem fór frá Kansai-flugvelli í desember árið 2019. Ghosn, sem var stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, er enn á flótta í Líbanon þar sem hann ólst upp. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons. Feðgarnir eru sagðir hafa þegið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 165 milljóna íslenskra króna, fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japan. Lögmenn feðganna mótmæltu framsali þeirra með þeim rökum að ekki væri hægt að ákæra þá fyrir að hjálpa einhverjum að brjóta gegn lausn gegn tryggingu. Þá ættu þeir á hættu að vera pyntaðir í haldi japanskra yfirvalda. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeim rökum. Japanskir dómstólar sakfella ákært fólk nær undantekningarlaust. Reuters-fréttastofan segir að hlutfall sakfellinga í landinu sé 99 prósent. Ghosn hefur alla tíð neitað sök og sakað japönsk yfirvöld um að beita sig harðræði. Hann var ákærður fyrir að fela þóknanir sem hann fékk frá japanska bílaframleiðandanum og að hagnast á kostnað vinnuveitanda síns.
Japan Bandaríkin Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40
Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25
Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00