Virðingin fyrir náttúrunni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 22. mars 2021 15:01 Náttúran. Alla mína æsku beið ég eftir stóra skjálftanum. Hann var alltaf yfirvofandi, eiginlega hluti af hversdeginum. Þess vegna skil ég vel fólkið á Reykjanesi sem finnur fyrir feginleika nú þegar lítið eldgos hefur fæðst við Fagradalsfjall og það virðist hafa dregið úr spennu á svæðinu. Ég finn líka fyrir þessum feginleika. Hins vegar þykir mér tal um „túristagos“ vera ákveðið virðingarleysi við náttúruna og þann gríðarlega sköpunar- og eyðileggingarmátt sem hún býr yfir. Maðurinn er hluti af náttúrunni Maðurinn er ekki aðskotadýr í náttúrunni, hann er hluti af henni og hennar stórkostlega sköpunarverki. Við höfum í gegnum aldir og árþúsundir lært að lifa með krafti náttúrunnar og náð að beisla orku hennar. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni eru að ganga ekki á gæði hennar á þann hátt að það hafi í för með sér óafturkræfa eyðileggingu. Nýting á sjálfbæran hátt Á síðustu árum hefur orðið almenn viðhorfsbreyting gagnvart náttúrunni sem felst í meiri virðingu fyrir henni. Ég hef áður sagt að ég telji óhugsandi að ráðist verði í stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun á komandi árum og áratugum. Og um það held ég sé almenn samstaða. Ég tel hins vegar að það sé eðlilegt að nýta krafta náttúrunnar á sjálfbæran hátt til þess að viðhalda og auka lífsgæði á Íslandi. Vísindi og stjórnmál leika lykilhlutverk Loftlagsmálin eru brýnasta úrlausnarefni samtímans og mikilvægt að þjóðir heims taki höndum saman við að leysa þau flóknu verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Þar leika vísindin og stjórnmálin lykilhlutverk. Og sú samstaða og samvinna sem hefur tekist með þjóðum heims í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vekur bjartsýni um að það takist. Ísland er mikilvæg fyrirmynd Við Íslendingar höfum þegar stigið mikilvæg skref sem geta verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Þar er mikilvægasta fyrirmyndin að við höfum með hjálp náttúrunnar náð að hita híbýli okkar með heitu vatni og knýja samfélagið með raforku sem er framleidd á loftlagsvænan hátt. Við vorum því komin langt í loftlagsmálum áður en þjóðir heims hittust í Kyoto í Japan í lok síðustu aldar. Uppspretta nýrra leiða Við höfum á síðustu mánuðum upplifað þá gríðarlegu auðlind sem felst í þekkingu vísindanna, bæði hvað varðar sjúkdóma og jarðfræði. Sú þekking er uppspretta nýrra leiða til að fást við vanda sem mannkynið hefur tekist á við alla sína tíð. Sú þekking sem vísindin færir okkur er einnig grundvöllurinn að allri þeirri nýsköpun sem verður í lykilhlutverki í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Umgöngumst náttúruna af virðingu Náttúran og kraftar hennar eru hluti af daglegu lífi á Íslandi. Hún er uppspretta stórs hluta af lífsgæðum okkar, hvort heldur er matvæli, orka eða ferðaþjónusta, og um leið er hún ógn við lífsgæði okkar með vályndum veðrum, jarðhræringum, flóðum og skriðum. Við verðum að umgangast hana af virðingu. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Náttúran. Alla mína æsku beið ég eftir stóra skjálftanum. Hann var alltaf yfirvofandi, eiginlega hluti af hversdeginum. Þess vegna skil ég vel fólkið á Reykjanesi sem finnur fyrir feginleika nú þegar lítið eldgos hefur fæðst við Fagradalsfjall og það virðist hafa dregið úr spennu á svæðinu. Ég finn líka fyrir þessum feginleika. Hins vegar þykir mér tal um „túristagos“ vera ákveðið virðingarleysi við náttúruna og þann gríðarlega sköpunar- og eyðileggingarmátt sem hún býr yfir. Maðurinn er hluti af náttúrunni Maðurinn er ekki aðskotadýr í náttúrunni, hann er hluti af henni og hennar stórkostlega sköpunarverki. Við höfum í gegnum aldir og árþúsundir lært að lifa með krafti náttúrunnar og náð að beisla orku hennar. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni eru að ganga ekki á gæði hennar á þann hátt að það hafi í för með sér óafturkræfa eyðileggingu. Nýting á sjálfbæran hátt Á síðustu árum hefur orðið almenn viðhorfsbreyting gagnvart náttúrunni sem felst í meiri virðingu fyrir henni. Ég hef áður sagt að ég telji óhugsandi að ráðist verði í stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun á komandi árum og áratugum. Og um það held ég sé almenn samstaða. Ég tel hins vegar að það sé eðlilegt að nýta krafta náttúrunnar á sjálfbæran hátt til þess að viðhalda og auka lífsgæði á Íslandi. Vísindi og stjórnmál leika lykilhlutverk Loftlagsmálin eru brýnasta úrlausnarefni samtímans og mikilvægt að þjóðir heims taki höndum saman við að leysa þau flóknu verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Þar leika vísindin og stjórnmálin lykilhlutverk. Og sú samstaða og samvinna sem hefur tekist með þjóðum heims í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vekur bjartsýni um að það takist. Ísland er mikilvæg fyrirmynd Við Íslendingar höfum þegar stigið mikilvæg skref sem geta verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Þar er mikilvægasta fyrirmyndin að við höfum með hjálp náttúrunnar náð að hita híbýli okkar með heitu vatni og knýja samfélagið með raforku sem er framleidd á loftlagsvænan hátt. Við vorum því komin langt í loftlagsmálum áður en þjóðir heims hittust í Kyoto í Japan í lok síðustu aldar. Uppspretta nýrra leiða Við höfum á síðustu mánuðum upplifað þá gríðarlegu auðlind sem felst í þekkingu vísindanna, bæði hvað varðar sjúkdóma og jarðfræði. Sú þekking er uppspretta nýrra leiða til að fást við vanda sem mannkynið hefur tekist á við alla sína tíð. Sú þekking sem vísindin færir okkur er einnig grundvöllurinn að allri þeirri nýsköpun sem verður í lykilhlutverki í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Umgöngumst náttúruna af virðingu Náttúran og kraftar hennar eru hluti af daglegu lífi á Íslandi. Hún er uppspretta stórs hluta af lífsgæðum okkar, hvort heldur er matvæli, orka eða ferðaþjónusta, og um leið er hún ógn við lífsgæði okkar með vályndum veðrum, jarðhræringum, flóðum og skriðum. Við verðum að umgangast hana af virðingu. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun