Allir frá rauðum löndum í sótttvarnahús Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2021 19:20 Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að afbrigði sem eru meira smitandi eins og breska afbrigðið af kórónuveirunni nái fótfestu í landinu. Stöð 2/Sigurjón Börn fædd árið 2005 eða síðar skulu fara í sýnatöku við komuna til landsins eins og fullorðnir og allir sem koma frá hásmitasvæðum verður gert að taka sóttkví út í sóttvarnahúsi frá og með fyrsta apríl. Verið er að leita að hótelum til að hýsa þetta fólk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundaði með formönnum stjórnarflokkanna fyrir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann hafði áður sent heilbrigðisráðherra minnisblað um breyttar aðgerðir á landamærunum. Hvað er þá helst hægt að gera, skikka fólk í sóttvarnahús eða hvað? „Já það er eitt af því, að ger það. Því við erum að sjá þessi smit sem koma inn koma í tengslum við að fólk er kannski ekki alveg að halda sóttkví eins vel og það ætti að gera og við viljum einhvern veginn reyna að girða fyrir það,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti þá tillögu sóttvarnalæknis að fólk frá eldrauðum löndum í Evrópu þurfi allt að taka sóttkví milli tvöfaldrar sýnatöku við komuna til landsins út í sóttvarnahúsi. Þær reglur taki gildi hinn 1. apríl. „Þetta sem við erum að tala um sem eldrauð lönd eru þau lönd þar sem smitið og útbreiðslan er hvað mest. Þar undir eru til dæmis Pólland og Ungverjaland og fleiri lönd,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir segir taka einhverja daga að ganga frá samningum við hótel þannig að hægt sé að koma öllum farþegum frá rauðum löndum fyrir í sóttvarnahúsi.Stöð 2/Arnar Þannig að hvort sem það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn þá fari allir í sóttvarnahús sem komi frá vissum svæðum? „Já, það er í raun og veru það sem við erum að leggja til. Við sjáum að það mun taka einhverja daga að koma þessu í kring. Við erum að vinna að því að leigja hótel og fleiri rými til að geta gert þetta svona,“ segir Svandís. Þá verði þau sem greinist með hættulegri afbrigði af veirunni einnig að dvelja í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra samþykkti einnig þá tillögu Þórólfs að börn fædd 2005 og síðar þurfi að sömuleiðis að fara í sóttvarnahús með þeim fullorðnu einstaklingum sem þau koma með til landsins. Enda vísbendingar um að breska afbrigðið leggist einnig á börn. „Það eru upplýsingar til dæmis frá Noregi um að yngri aldurshópar séu að sýkjast. Kannski veikjast meira en áður og leggjast jafnvel inn. Þannig að við þurfum þá að endurskoða hvort börn gætu hugsanlega verið að bera með sér veiruna hingað inn,“ sagði Þórólfur Guðnason. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundaði með formönnum stjórnarflokkanna fyrir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann hafði áður sent heilbrigðisráðherra minnisblað um breyttar aðgerðir á landamærunum. Hvað er þá helst hægt að gera, skikka fólk í sóttvarnahús eða hvað? „Já það er eitt af því, að ger það. Því við erum að sjá þessi smit sem koma inn koma í tengslum við að fólk er kannski ekki alveg að halda sóttkví eins vel og það ætti að gera og við viljum einhvern veginn reyna að girða fyrir það,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti þá tillögu sóttvarnalæknis að fólk frá eldrauðum löndum í Evrópu þurfi allt að taka sóttkví milli tvöfaldrar sýnatöku við komuna til landsins út í sóttvarnahúsi. Þær reglur taki gildi hinn 1. apríl. „Þetta sem við erum að tala um sem eldrauð lönd eru þau lönd þar sem smitið og útbreiðslan er hvað mest. Þar undir eru til dæmis Pólland og Ungverjaland og fleiri lönd,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir segir taka einhverja daga að ganga frá samningum við hótel þannig að hægt sé að koma öllum farþegum frá rauðum löndum fyrir í sóttvarnahúsi.Stöð 2/Arnar Þannig að hvort sem það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn þá fari allir í sóttvarnahús sem komi frá vissum svæðum? „Já, það er í raun og veru það sem við erum að leggja til. Við sjáum að það mun taka einhverja daga að koma þessu í kring. Við erum að vinna að því að leigja hótel og fleiri rými til að geta gert þetta svona,“ segir Svandís. Þá verði þau sem greinist með hættulegri afbrigði af veirunni einnig að dvelja í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra samþykkti einnig þá tillögu Þórólfs að börn fædd 2005 og síðar þurfi að sömuleiðis að fara í sóttvarnahús með þeim fullorðnu einstaklingum sem þau koma með til landsins. Enda vísbendingar um að breska afbrigðið leggist einnig á börn. „Það eru upplýsingar til dæmis frá Noregi um að yngri aldurshópar séu að sýkjast. Kannski veikjast meira en áður og leggjast jafnvel inn. Þannig að við þurfum þá að endurskoða hvort börn gætu hugsanlega verið að bera með sér veiruna hingað inn,“ sagði Þórólfur Guðnason.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira