„Persónulega finnst mér hundar ekkert eiga heima innan um sauðdrukkið fólk“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 18:34 Hallgerður segir Rottweiler-hunda fjölskylduhunda út um allt land. Þær aðstæður sem hundurinn sem beit stúlku á Röntgen á föstudag voru ekki boðlegar, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir hundinn hafa verið hræddan og það sé æsifréttamennska að slá tegundinni upp. „Það eru engar líkur á því að þessi hundur hafi bara allt í einu ákveðið að bíta, það er bara ekki þannig með hunda. Sérstaklega ekki hund sem er kominn á einhvern aldur og engin slík saga; það er alltaf einhver ástæða,“ sagði Hallgerður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði þekkt að hundar gætu verið veikir á geði, ef svo mætti að orði komast, en það væri sjaldgæft og þá yfirleitt af því að það væri búið að fara illa með þá. „Ef það er hins vegar einhver ofan í honum og að klappa honum og hann er til að byrja með í umhverfi þar sem hann er smeykur og óöruggur, og svo er stigið ofan á hann, þá væri bara mjög óeðlilegt ef hann verði sig ekki,“ sagði hún. Hallgerður segir klárt að þegar hundurinn bítur frá sér sé um varnarviðbragð að ræða og fordæmir jafnframt umræðu sem snýst um tegundin, Rottweiler, sé hættuleg. „Það er ekkert að þessum hundum, þetta eru fjölskylduhundar út um allt land og afskaplega ljúfir og góðir hundar. En það þarf að ganga rétt um þá eins og alla aðra hunda. Ég get alveg sagt ykkur það að tjúar bíta miklu meira en Rottweiler en það er náttúrlega miklu alvarlegra þegar rottweiler bítur, þess vegna tökum við meira eftir því. En það á ekki að stigmatisera hunda útfrá tegundum, það á að skoða aðstæður hvers og eins.“ Eigandinn vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður Hallgerður er gagrýnin á fjölmiðla sem einblína á tegundina og segir ekkert annað í gangi en smellubeituumfjöllun. „Þetta kallar bara á fleiri „klikk“ og þá seljast fleiri auglýsingar. Ég verð bara að segja það hreint út. Þetta er mjög viðhorfsstýrandi nálgun að gera þetta svona.“ Spurð að því hvort það sé endilega góð hugmynd að opna alls staðar dyrnar fyrir hundum segir hún það hafa gengið vel á hótelum, í strætó og í sumarbústöðum. En það séu eðlilegar aðstæður. „Í öllu falli þá verður eigandinn að þekkja hundinn og hafa vald á aðstæðum hundsins. Alveg sama hvar hann er. Ég meina, sjáið hvað er að gerast við eldgosið, þar sem fólk er að sleppa hundunum sínum lausum. Hvernig eiga hundar að vara sig til dæmis ef hraun hleypur fram? Fólk þarf að hugsa fyrir þessu. Og það er alveg sama með þetta; persónulega finnst mér hundar ekkert eiga heima innan um sauðdrukkið fólk. Þeim líður ekkert vel í þannig aðstæðum, alveg sama hvaða tegund þeir eru.“ Hallgerður segir erfitt að segja fyrir um það hvort atvikið geri hundinn líklegri til að bíta aftur en telur það meðal annars ráðast af því hvort hann verður aftur settur í sömu aðstæður. Það sé gömul mýta að hundur sem hefur einu sinni bitið bíti örugglega aftur. „Bit er síðasta varnarviðbragð, hann er búinn að gefa öll merki um að hann þurfi meira rými og minna áreiti. Og ég hef séð myndir af þessum hundi frá þessu kvöldi og hann var hræddur þarna. Og hann var að reyna að sýna það með ýmsum merkjum,“ segir Hallgerður. „Hann hefur vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður, það er alveg ljóst,“ segir hún um ábyrgð eigandans. Dýraheilbrigði Dýr Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Það eru engar líkur á því að þessi hundur hafi bara allt í einu ákveðið að bíta, það er bara ekki þannig með hunda. Sérstaklega ekki hund sem er kominn á einhvern aldur og engin slík saga; það er alltaf einhver ástæða,“ sagði Hallgerður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði þekkt að hundar gætu verið veikir á geði, ef svo mætti að orði komast, en það væri sjaldgæft og þá yfirleitt af því að það væri búið að fara illa með þá. „Ef það er hins vegar einhver ofan í honum og að klappa honum og hann er til að byrja með í umhverfi þar sem hann er smeykur og óöruggur, og svo er stigið ofan á hann, þá væri bara mjög óeðlilegt ef hann verði sig ekki,“ sagði hún. Hallgerður segir klárt að þegar hundurinn bítur frá sér sé um varnarviðbragð að ræða og fordæmir jafnframt umræðu sem snýst um tegundin, Rottweiler, sé hættuleg. „Það er ekkert að þessum hundum, þetta eru fjölskylduhundar út um allt land og afskaplega ljúfir og góðir hundar. En það þarf að ganga rétt um þá eins og alla aðra hunda. Ég get alveg sagt ykkur það að tjúar bíta miklu meira en Rottweiler en það er náttúrlega miklu alvarlegra þegar rottweiler bítur, þess vegna tökum við meira eftir því. En það á ekki að stigmatisera hunda útfrá tegundum, það á að skoða aðstæður hvers og eins.“ Eigandinn vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður Hallgerður er gagrýnin á fjölmiðla sem einblína á tegundina og segir ekkert annað í gangi en smellubeituumfjöllun. „Þetta kallar bara á fleiri „klikk“ og þá seljast fleiri auglýsingar. Ég verð bara að segja það hreint út. Þetta er mjög viðhorfsstýrandi nálgun að gera þetta svona.“ Spurð að því hvort það sé endilega góð hugmynd að opna alls staðar dyrnar fyrir hundum segir hún það hafa gengið vel á hótelum, í strætó og í sumarbústöðum. En það séu eðlilegar aðstæður. „Í öllu falli þá verður eigandinn að þekkja hundinn og hafa vald á aðstæðum hundsins. Alveg sama hvar hann er. Ég meina, sjáið hvað er að gerast við eldgosið, þar sem fólk er að sleppa hundunum sínum lausum. Hvernig eiga hundar að vara sig til dæmis ef hraun hleypur fram? Fólk þarf að hugsa fyrir þessu. Og það er alveg sama með þetta; persónulega finnst mér hundar ekkert eiga heima innan um sauðdrukkið fólk. Þeim líður ekkert vel í þannig aðstæðum, alveg sama hvaða tegund þeir eru.“ Hallgerður segir erfitt að segja fyrir um það hvort atvikið geri hundinn líklegri til að bíta aftur en telur það meðal annars ráðast af því hvort hann verður aftur settur í sömu aðstæður. Það sé gömul mýta að hundur sem hefur einu sinni bitið bíti örugglega aftur. „Bit er síðasta varnarviðbragð, hann er búinn að gefa öll merki um að hann þurfi meira rými og minna áreiti. Og ég hef séð myndir af þessum hundi frá þessu kvöldi og hann var hræddur þarna. Og hann var að reyna að sýna það með ýmsum merkjum,“ segir Hallgerður. „Hann hefur vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður, það er alveg ljóst,“ segir hún um ábyrgð eigandans.
Dýraheilbrigði Dýr Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01
„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent