„Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 19:15 Lögreglumaðurinn sem var fyrstur á vettvang, Eric Talley 51 árs, var skotinn til bana. Hann var sjö barna faðir. epa Lögregluyfirvöld í Colorado í Bandaríkjunum hafa gefið upp nöfn þeirra tíu sem létust þegar byssumaður réðist inn í matvöruverslun í Boulder. Þrír voru á þrítugsaldri, einn á fimmtugsaldri, þrír á sextugsaldri og þrír á sjötugsaldri. „Ég hélt þetta væri einn öruggasti staðurinn í Bandaríkjunum en ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum,“ sagði Ryan Borowski í samtali við CNN en hann var inni í versluninni þegar árásin átti sér stað. Sarah Moonshadow var við afgreiðslukassann ásamt syni sínum þegar skothríðin hófst. Hún sagði við Reuters að hún hefði reynt að koma einu fórnarlambinu til hjálpar, þar sem viðkomandi lá á gangstéttinni fyrir utan. Sonur hennar dró hana hins vegar í burtu. „Ég gat ekki hjálpað neinum.“ Árásarmaðurinn heitir Ahmad Al Aliwi Alissa og er 21 árs. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Ónefndir heimildarmenn innan lögreglunnar segja hann hafa verið vopnaðan AR-15, hálfsjálfvirkum riffli sem hefur áður verið notaður við fjöldamorð í Bandaríkjunum. Myndir teknar úr lofti sýndu Alissa handjárnaðan og beran að ofan, að því er virtist með áverka á fæti. Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi en verður fluttur í fangelsi í dag. Árásin hefur vakið hörð en misjöfn viðbrögð vestanhafs. A once-in-a-century pandemic cannot be the only thing that slows mass shootings in this country. It’s time for leaders everywhere to listen to the American people when they say enough is enough. pic.twitter.com/7MEJ87Is3E— Barack Obama (@BarackObama) March 23, 2021 A well regulated militia, being necessary to the security of a free state, the right of the people to keep and bear arms, shall not be infringed. pic.twitter.com/eFBP2PTTUu— NRA (@NRA) March 23, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
„Ég hélt þetta væri einn öruggasti staðurinn í Bandaríkjunum en ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum,“ sagði Ryan Borowski í samtali við CNN en hann var inni í versluninni þegar árásin átti sér stað. Sarah Moonshadow var við afgreiðslukassann ásamt syni sínum þegar skothríðin hófst. Hún sagði við Reuters að hún hefði reynt að koma einu fórnarlambinu til hjálpar, þar sem viðkomandi lá á gangstéttinni fyrir utan. Sonur hennar dró hana hins vegar í burtu. „Ég gat ekki hjálpað neinum.“ Árásarmaðurinn heitir Ahmad Al Aliwi Alissa og er 21 árs. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Ónefndir heimildarmenn innan lögreglunnar segja hann hafa verið vopnaðan AR-15, hálfsjálfvirkum riffli sem hefur áður verið notaður við fjöldamorð í Bandaríkjunum. Myndir teknar úr lofti sýndu Alissa handjárnaðan og beran að ofan, að því er virtist með áverka á fæti. Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi en verður fluttur í fangelsi í dag. Árásin hefur vakið hörð en misjöfn viðbrögð vestanhafs. A once-in-a-century pandemic cannot be the only thing that slows mass shootings in this country. It’s time for leaders everywhere to listen to the American people when they say enough is enough. pic.twitter.com/7MEJ87Is3E— Barack Obama (@BarackObama) March 23, 2021 A well regulated militia, being necessary to the security of a free state, the right of the people to keep and bear arms, shall not be infringed. pic.twitter.com/eFBP2PTTUu— NRA (@NRA) March 23, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24
Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45