Nýjar búgreinar og blómstrandi sveitir Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 24. mars 2021 10:32 Við Íslendingar höfum frá landnámi lifað á því að rækta jörðina, halda skepnur og sækja sjóinn. Dugnaður, útsjónarsemi og hyggjuvit hafa verið okkar besta veganesti. Sem betur fer hafa orðið stórstígar framfarir á ýmsum sviðum. Sjávarútvegurinn er orðinn tæknivæddur og nýjar búgreinar og búskaparhættir hafa breytt meiru en nokkurn gat órað fyrir. Þrátt fyrir þetta er kjarni lífsbaráttunnar enn sá sami. Við verðum að nýta það sem náttúran gefur af virðingu og skynsemi. Verðmætir vænlegir vaxtarbroddar Þótt ég sitji nú á þingi fyrir Framsóknarflokkinn er ég samt fyrst og fremst bóndi. Fáir skilja það líklega betur en við bændurnir að nýsköpun í landbúnaði er forsenda þess að sveitirnar blómstri um ókomin ár. Sem betur fer eigum við mörg dæmi um farsælar nýjungar í búvöruframleiðslu. Nú um stundir eru vænlegustu vaxtarbroddarnir líklega þar sem samruni er á milli landbúnaðar og vísinda eins og líftækni. Eitt fyrirtækið í þeim geira framleiðir verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Gjaldeyrisskapandi nýsköpun Fyrirtækið er til fyrirmyndar á alla vegu. Nánast allar afurðir eru fluttar úr landi og skapa árlegar gjaldeyristekjur upp á einn og hálfan milljarð. Þetta hjálpar ekki bara hinum dreifðari byggðum og bændum í öllum landshlutum að skjóta styrkari stoðum undir búskapinn. Þessi nýja búgrein er dýralæknum líka aukin verkefni og býr til góð störf. Blóðgjöf til lyfjaframleiðslu er að verða ein allra öflugasta nýja búgreinin á Íslandi. Blóðgjöfin er dýrunum meinalaus Um 5.000 hryssur eru í verkefninu og blóðgjöfin er framkvæmd af dýralæknum að undangenginni staðdeyfingu. Blóðgjöf er að hámarki 5 lítrar í hvert sinn. Vel er farið með dýrin fyrir blóðgjöf, á meðan hún er framkvæmd og að henni lokinni. Að jafnaði gefur hryssa blóð fimm sinnum á sumri og aldrei oftar en átta sinnum. Rannsóknir hafa sýnt að þetta er öruggt fyrir hryssurnar, þeim verður ekki meint af og ekki er eitt einasta dæmi um að dýr hafi drepist vegna blóðgjafar. Sérstakir velferðarsamningar Fyrirtækið gerir sérstaka velferðarsamninga við alla sína eitt hundrað bændur, og það er eftirtektarvert að þau bú sem eru í samstarfi við Ísteka hafa mörg hver bætt sig í allri umhirðu og umgjörð. Þetta má líklega rekja til þess að bændurnir fara eftir sérstakri gæðahandbók og starfa samkvæmt fyrrnefndum velferðarsamningum. Fyrir utan það að blóðgjöfin er framkvæmd af dýralækni eins og fyrr segir, þá er allt ferlið undir opinberu eftirliti Matvælastofnunnar. Öflug dýravelferð er bændum eðlislæg Því miður eiga bændur, landsbyggðin og þetta fyrirtæki sér óvildarmenn sem hafa dreift óhróðri um starfsemina. Ómálefnaleg gagnrýni, sem byggir á röngum upplýsingum eða hreinum ósannindum, hittir auðvitað helst í mark fyrir það fólk sem í henni stendur. Fullyrða má að öll umgjörðin um blóðgjafir á Íslandi sé til fyrirmyndar, hvort sem er í íslenskum eða alþjóðlegum samanburði. Ég fagna því að sjá nýjar búgreinar verða til sem hjálpa Íslandi að blómstra. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum frá landnámi lifað á því að rækta jörðina, halda skepnur og sækja sjóinn. Dugnaður, útsjónarsemi og hyggjuvit hafa verið okkar besta veganesti. Sem betur fer hafa orðið stórstígar framfarir á ýmsum sviðum. Sjávarútvegurinn er orðinn tæknivæddur og nýjar búgreinar og búskaparhættir hafa breytt meiru en nokkurn gat órað fyrir. Þrátt fyrir þetta er kjarni lífsbaráttunnar enn sá sami. Við verðum að nýta það sem náttúran gefur af virðingu og skynsemi. Verðmætir vænlegir vaxtarbroddar Þótt ég sitji nú á þingi fyrir Framsóknarflokkinn er ég samt fyrst og fremst bóndi. Fáir skilja það líklega betur en við bændurnir að nýsköpun í landbúnaði er forsenda þess að sveitirnar blómstri um ókomin ár. Sem betur fer eigum við mörg dæmi um farsælar nýjungar í búvöruframleiðslu. Nú um stundir eru vænlegustu vaxtarbroddarnir líklega þar sem samruni er á milli landbúnaðar og vísinda eins og líftækni. Eitt fyrirtækið í þeim geira framleiðir verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Gjaldeyrisskapandi nýsköpun Fyrirtækið er til fyrirmyndar á alla vegu. Nánast allar afurðir eru fluttar úr landi og skapa árlegar gjaldeyristekjur upp á einn og hálfan milljarð. Þetta hjálpar ekki bara hinum dreifðari byggðum og bændum í öllum landshlutum að skjóta styrkari stoðum undir búskapinn. Þessi nýja búgrein er dýralæknum líka aukin verkefni og býr til góð störf. Blóðgjöf til lyfjaframleiðslu er að verða ein allra öflugasta nýja búgreinin á Íslandi. Blóðgjöfin er dýrunum meinalaus Um 5.000 hryssur eru í verkefninu og blóðgjöfin er framkvæmd af dýralæknum að undangenginni staðdeyfingu. Blóðgjöf er að hámarki 5 lítrar í hvert sinn. Vel er farið með dýrin fyrir blóðgjöf, á meðan hún er framkvæmd og að henni lokinni. Að jafnaði gefur hryssa blóð fimm sinnum á sumri og aldrei oftar en átta sinnum. Rannsóknir hafa sýnt að þetta er öruggt fyrir hryssurnar, þeim verður ekki meint af og ekki er eitt einasta dæmi um að dýr hafi drepist vegna blóðgjafar. Sérstakir velferðarsamningar Fyrirtækið gerir sérstaka velferðarsamninga við alla sína eitt hundrað bændur, og það er eftirtektarvert að þau bú sem eru í samstarfi við Ísteka hafa mörg hver bætt sig í allri umhirðu og umgjörð. Þetta má líklega rekja til þess að bændurnir fara eftir sérstakri gæðahandbók og starfa samkvæmt fyrrnefndum velferðarsamningum. Fyrir utan það að blóðgjöfin er framkvæmd af dýralækni eins og fyrr segir, þá er allt ferlið undir opinberu eftirliti Matvælastofnunnar. Öflug dýravelferð er bændum eðlislæg Því miður eiga bændur, landsbyggðin og þetta fyrirtæki sér óvildarmenn sem hafa dreift óhróðri um starfsemina. Ómálefnaleg gagnrýni, sem byggir á röngum upplýsingum eða hreinum ósannindum, hittir auðvitað helst í mark fyrir það fólk sem í henni stendur. Fullyrða má að öll umgjörðin um blóðgjafir á Íslandi sé til fyrirmyndar, hvort sem er í íslenskum eða alþjóðlegum samanburði. Ég fagna því að sjá nýjar búgreinar verða til sem hjálpa Íslandi að blómstra. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun