Hættir við hertar páskaaðgerðir og biðst afsökunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 22:00 Angela Merkel tók við embætti kanslara í Þýskalandi árið 2005. Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur fallið frá áformum um enn harðari aðgerðir yfir páskana aðeins rúmum sólarhring eftir að tilkynnt var um þær. Merkel segist hafa gert mistök og að hún beri ábyrgð á U-beygjunni. Ákvörðun um harðar aðgerðir yfir páskana var tekin í kjölfar fundar með ríkisstjórum allra sextán ríkja Þýskalands á mánudagskvöld. Fallið var frá hugmyndunum á neyðarfundi í morgun. Aðgerðirnar höfðu verið gagnrýndar bæði af viðskiptafólki og vísindamönnum. Aðgerðirnar hefðu orðið þær hörðustu í Þýskalandi til þessa. Flestar búðir hefðu þurft að hafa lokað og samsöfnun fólks takmörkuð verulega. Í fimm daga yfir páskana, 1. til 5. apríl, hefðu Þjóðverjar þurft að halda sig heima. Þá hefðu trúarathafnir verið blásnar af, fjölskyldusamkomur sömuleiðis og allar verslanir svo til verið lokaðar. Vantraustyfirlýsing á þinginu Merkel sagðist í dag axla ábyrgð á viðsnúningnum sem hefði valdið óvissu í landinu. Bað hún þegna sína afsökunar. „Við höfðum góðar ástæður fyrir þessu en það var ekki hægt að framkvæma aðgerðirnar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Merkel. Flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir vantrausti á Merkel sem hafnaði tillögu þeirra. Í frétt BBC um málið kemur fram að staða Þjóðverja fari versnandi. Breska afbrigði veirunnar er útbreidd í landinu og minnti Merkel á það á blaðamannafundi í dag að afbrigði veirunnar væri banvænari og mun meira smitandi en fyrri afbrigði. Trúarleiðtogar æfir Þrátt fyrir versnandi stöðu var tilkynningunni um fimm daga útgöngubann yfir páskana tekið illa. Sérstaklega fór takmörkun guðsþjónusta yfir páskana illa í trúarleiðtoga. Sögðu þeir að yfirstandandi samkomutakmarkanir og sóttvarnir gerðu trúarathafnir öruggar. Núgildandi aðgerðir í Þýskalandi hafa verið framlengdar til 18. apríl. „Nei ég ætla ekki að gera það,“ sagði Merkel þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að taka við vantrauststillögu þriggja minnihlutaflokka á þingi. „Ég bað þjóðina afsökunar á mistökum mínum. Það var rétt af mér held ég. Ég hef einnig stuðning allrar ríkisstjórnarinnar og þingsins,“ sagði Merkel í dag. Fylgið hrapar Fylgi Kristinna demókrata, flokks Merkels, og Sósíaldemókrata, sem eru með þeim í ríkisstjórn, hefur fallið gríðarlega á undanförnum mánuðum, aðeins sex mánuðum fyrir þingkosningar. Kosningaspár segja að flokkarnir fái sögulega lágt fylgi í komandi kosningum. Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í fjögur kjörtímabil í röð. Þjóðverjar virðast hins vegar orðnir þreyttir á viðbrögðum stjórnvalda á seinni stigum kórónuveirufaraldursins og hefur fylgi flokksins fallið gríðarlega undanfarið. Þá kom flokkurinn mjög illa út í tveimur sambandslandakosningum á dögunum, í Baden-Württemberg og Rínarlandi-Pfalz. Merkel hefur tilkynnt að hún muni stíga til hliðar fyrir komandi kosningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44 Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Ákvörðun um harðar aðgerðir yfir páskana var tekin í kjölfar fundar með ríkisstjórum allra sextán ríkja Þýskalands á mánudagskvöld. Fallið var frá hugmyndunum á neyðarfundi í morgun. Aðgerðirnar höfðu verið gagnrýndar bæði af viðskiptafólki og vísindamönnum. Aðgerðirnar hefðu orðið þær hörðustu í Þýskalandi til þessa. Flestar búðir hefðu þurft að hafa lokað og samsöfnun fólks takmörkuð verulega. Í fimm daga yfir páskana, 1. til 5. apríl, hefðu Þjóðverjar þurft að halda sig heima. Þá hefðu trúarathafnir verið blásnar af, fjölskyldusamkomur sömuleiðis og allar verslanir svo til verið lokaðar. Vantraustyfirlýsing á þinginu Merkel sagðist í dag axla ábyrgð á viðsnúningnum sem hefði valdið óvissu í landinu. Bað hún þegna sína afsökunar. „Við höfðum góðar ástæður fyrir þessu en það var ekki hægt að framkvæma aðgerðirnar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Merkel. Flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir vantrausti á Merkel sem hafnaði tillögu þeirra. Í frétt BBC um málið kemur fram að staða Þjóðverja fari versnandi. Breska afbrigði veirunnar er útbreidd í landinu og minnti Merkel á það á blaðamannafundi í dag að afbrigði veirunnar væri banvænari og mun meira smitandi en fyrri afbrigði. Trúarleiðtogar æfir Þrátt fyrir versnandi stöðu var tilkynningunni um fimm daga útgöngubann yfir páskana tekið illa. Sérstaklega fór takmörkun guðsþjónusta yfir páskana illa í trúarleiðtoga. Sögðu þeir að yfirstandandi samkomutakmarkanir og sóttvarnir gerðu trúarathafnir öruggar. Núgildandi aðgerðir í Þýskalandi hafa verið framlengdar til 18. apríl. „Nei ég ætla ekki að gera það,“ sagði Merkel þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að taka við vantrauststillögu þriggja minnihlutaflokka á þingi. „Ég bað þjóðina afsökunar á mistökum mínum. Það var rétt af mér held ég. Ég hef einnig stuðning allrar ríkisstjórnarinnar og þingsins,“ sagði Merkel í dag. Fylgið hrapar Fylgi Kristinna demókrata, flokks Merkels, og Sósíaldemókrata, sem eru með þeim í ríkisstjórn, hefur fallið gríðarlega á undanförnum mánuðum, aðeins sex mánuðum fyrir þingkosningar. Kosningaspár segja að flokkarnir fái sögulega lágt fylgi í komandi kosningum. Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í fjögur kjörtímabil í röð. Þjóðverjar virðast hins vegar orðnir þreyttir á viðbrögðum stjórnvalda á seinni stigum kórónuveirufaraldursins og hefur fylgi flokksins fallið gríðarlega undanfarið. Þá kom flokkurinn mjög illa út í tveimur sambandslandakosningum á dögunum, í Baden-Württemberg og Rínarlandi-Pfalz. Merkel hefur tilkynnt að hún muni stíga til hliðar fyrir komandi kosningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44 Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44
Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33