Auðlindaarð heim í hérað! Gunnar Tryggvason skrifar 25. mars 2021 08:00 Norðmenn eiga stærstu vatnsaflsauðlind Evrópu. Til að auka samfélagslega sátt um nýtingu hennar er orkufyrirtækjunum gert að greiða skatt af auðlindarentu hverrar virkjunar til nærsamfélagsins. Takið eftir, til nærsamfélagsins þ.e. sveitafélaga og millistigsins eða fylkjana. Þetta þykir réttlátt nálgun og hefur reynst með ágætum. Að einhverju leiti er þetta gert á Íslandi en á öðru formi eða með því að raforkufyrirtækin greiði fasteignagjöld af mannvirkjum. Færa má þó rök fyrir því að þær tekjur renni til of þröngs hóps nærsamfélagsins, enda sveitafélög á helstu virkjanasvæðum oft lítil og fámenn. Óhætt er að ætla að renta af nýtingu annara auðlinda muni hækka töluvert á næstu árum á Íslandi s.s. vegna stöðugrar hagræðingar og tækniframþróunar í sjávartúvegi, vexti fiskeldis og nýtingu vindorku svo eitthvað sé nefnt. Á nærsamfélagið minna tilkall til auðlindarentunnar í þessum geirum en í vatnsafli? Aldeilis ekki! Mundi slíkt fyrirkomulag auka sátt um nýtinguna. Stutta svarið er já, og þangað ættum við að stefna! Hagræðingin sem kvótakerfið og framsalið hafa leitt af sér í sjávarútvegi hefur skilað miklum fjárhagslegum ávinningi. En ávinning fyrir hvern? Ég hef lengi séð þessi mál þannig að ávinningurinn hafi að mestu runnið til þeirra sem fá kvóta úthlutað en kostnaðinn við hagræðinguna hafa samfélögin við sjávarsíðuna borið sjálf. Eigum við ekki að rétta kúrsinn af? Þó sum sveitafélög séu lítil og fámenn og ekkert þriðja stjórnsýslustig á Íslandi eins og Noregi þurfum við ekki að láta það hindra okkur í að dreifa auðlindaarðinum með þessum hætti. Nýta mætti áttaksverkefnið Sóknaráætlun Landshluta einmitt til þess að færa minni sveitafélögum fjármuni í samstarfi við nágranna sína. Með því ynnist tvíþættur sigur, meiri sátt um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og meiri samvinna í dreifðari byggðum. Höfundur er verkfræðingur og hefur boðið sig fram í oddvitasæti Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Norðmenn eiga stærstu vatnsaflsauðlind Evrópu. Til að auka samfélagslega sátt um nýtingu hennar er orkufyrirtækjunum gert að greiða skatt af auðlindarentu hverrar virkjunar til nærsamfélagsins. Takið eftir, til nærsamfélagsins þ.e. sveitafélaga og millistigsins eða fylkjana. Þetta þykir réttlátt nálgun og hefur reynst með ágætum. Að einhverju leiti er þetta gert á Íslandi en á öðru formi eða með því að raforkufyrirtækin greiði fasteignagjöld af mannvirkjum. Færa má þó rök fyrir því að þær tekjur renni til of þröngs hóps nærsamfélagsins, enda sveitafélög á helstu virkjanasvæðum oft lítil og fámenn. Óhætt er að ætla að renta af nýtingu annara auðlinda muni hækka töluvert á næstu árum á Íslandi s.s. vegna stöðugrar hagræðingar og tækniframþróunar í sjávartúvegi, vexti fiskeldis og nýtingu vindorku svo eitthvað sé nefnt. Á nærsamfélagið minna tilkall til auðlindarentunnar í þessum geirum en í vatnsafli? Aldeilis ekki! Mundi slíkt fyrirkomulag auka sátt um nýtinguna. Stutta svarið er já, og þangað ættum við að stefna! Hagræðingin sem kvótakerfið og framsalið hafa leitt af sér í sjávarútvegi hefur skilað miklum fjárhagslegum ávinningi. En ávinning fyrir hvern? Ég hef lengi séð þessi mál þannig að ávinningurinn hafi að mestu runnið til þeirra sem fá kvóta úthlutað en kostnaðinn við hagræðinguna hafa samfélögin við sjávarsíðuna borið sjálf. Eigum við ekki að rétta kúrsinn af? Þó sum sveitafélög séu lítil og fámenn og ekkert þriðja stjórnsýslustig á Íslandi eins og Noregi þurfum við ekki að láta það hindra okkur í að dreifa auðlindaarðinum með þessum hætti. Nýta mætti áttaksverkefnið Sóknaráætlun Landshluta einmitt til þess að færa minni sveitafélögum fjármuni í samstarfi við nágranna sína. Með því ynnist tvíþættur sigur, meiri sátt um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og meiri samvinna í dreifðari byggðum. Höfundur er verkfræðingur og hefur boðið sig fram í oddvitasæti Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar