Tíu prósent smitaðra gætu þurft að leggjast inn: Aftur safnað í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:29 Alma Möller landlæknir. Lögreglan Heilbrigðisyfirvöld gera ráð fyrir að allt að 10 prósent þeirra sem veikjast af breska afbrigði SARS-CoV-2 muni þurfa að leggjast inn á spítala. Verið er að vinna í að styrkja getu Covid-19 göngudeildar og getuna til að taka á móti börnum. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Fram kom á fundinum að breska afbrigðið er ekki bara meira smitandi heldur einnig alvarlegra en önnur en tvær tegundir þess eru nú á landinu. 2,5 fallt fleiri leggjast inn á sjúkrahús vegna breska afbrigðisins en þeirra sem á undan hafa farið og má gera ráð fyrir að hið fjögurra prósenta hlutfall smitaðra sem lögðust inn í fyrri bylgjum aukist í tíu prósent. Heilbrigðisyfirvöld funduðu með fulltrúum Landspítala í gær og hafa einnig átt samtöl við forsvarsmenn annarra heilbrigðisstofnana. Þá hefur mikið verið að gera hjá heilsugæslunni en búist er við að á þriðja þúsund sýna verði tekin í dag. Sömuleiðis er mikið að gera í bólusetningum og verða mörg þúsund bólusett í vikunni. Heilsugæslan biðlar til þeirra sem eru í sóttkví að mæta eingöngu í boðaðan tíma í sýnatöku og þeir sem þurfa á læknisaðstoð að halda eru beðnir um að hringja og fá leiðbeiningar. Þeir sem eru með einkenni öndunarfærasýkinga eru beðnir um að fara fyrst í sýnatöku og ef þeir fá neikvætt að hringja þá í heilsugæsluna eða koma á vaktina ef þeir þurfa aðstoð. Viðhafa þarf ýtrustu smitvarnir en ef menn eru mjög veikir er hægt að mæta beint á heilsugæsluna. Alma sagði skráningu hafna að nýju í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Verið væri að byrja upp á nýtt þannig að þeir sem vildu bjóða fram krafta sína þyrftu að hafa aftur samband. Biðlaði hún sérstaklega til heilbrigðisstarfsfólk sem væri að vinna við önnur störf, utan opinberu heilbrigðisþjónustunnar eða væru farnir á eftirlaun. Þá geta nemar einnig skráð sig. Sagðist hún hins vegar vonast til þess að ástandið yrði ekki langvarandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Fram kom á fundinum að breska afbrigðið er ekki bara meira smitandi heldur einnig alvarlegra en önnur en tvær tegundir þess eru nú á landinu. 2,5 fallt fleiri leggjast inn á sjúkrahús vegna breska afbrigðisins en þeirra sem á undan hafa farið og má gera ráð fyrir að hið fjögurra prósenta hlutfall smitaðra sem lögðust inn í fyrri bylgjum aukist í tíu prósent. Heilbrigðisyfirvöld funduðu með fulltrúum Landspítala í gær og hafa einnig átt samtöl við forsvarsmenn annarra heilbrigðisstofnana. Þá hefur mikið verið að gera hjá heilsugæslunni en búist er við að á þriðja þúsund sýna verði tekin í dag. Sömuleiðis er mikið að gera í bólusetningum og verða mörg þúsund bólusett í vikunni. Heilsugæslan biðlar til þeirra sem eru í sóttkví að mæta eingöngu í boðaðan tíma í sýnatöku og þeir sem þurfa á læknisaðstoð að halda eru beðnir um að hringja og fá leiðbeiningar. Þeir sem eru með einkenni öndunarfærasýkinga eru beðnir um að fara fyrst í sýnatöku og ef þeir fá neikvætt að hringja þá í heilsugæsluna eða koma á vaktina ef þeir þurfa aðstoð. Viðhafa þarf ýtrustu smitvarnir en ef menn eru mjög veikir er hægt að mæta beint á heilsugæsluna. Alma sagði skráningu hafna að nýju í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Verið væri að byrja upp á nýtt þannig að þeir sem vildu bjóða fram krafta sína þyrftu að hafa aftur samband. Biðlaði hún sérstaklega til heilbrigðisstarfsfólk sem væri að vinna við önnur störf, utan opinberu heilbrigðisþjónustunnar eða væru farnir á eftirlaun. Þá geta nemar einnig skráð sig. Sagðist hún hins vegar vonast til þess að ástandið yrði ekki langvarandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira