Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 12:00 Grunnskólum hefur verið lokað til að hefta útbreiðslu breska afbrigðisins. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Greint hefur verið frá því að nýlegar hópsýkingar séu drifnar áfram af hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar en rannsóknir benda til að afbrigðið sé meira smitandi og leggist frekar á börn og ungmenni en önnur afbrigði. Sautján börn eru nú í einangrun með virkt smit og hafa smit komið upp í fjórum grunnskólum í Reykjavík. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum var lokað í dag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi og verður staðarnám óheimilt fram til 1. apríl hið minnsta. Rannsóknir á breska afbrigðinu benda til að það geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og fólki undir fjörutíu ára aldri, sem er sá aldurshópur sem hingað til hefur sloppið hvað best við alvarleg einkenni. Bíða eftir niðurstöðum rannsókna Í núverandi bólusetningaáætlun stjórnvalda er einungis gert ráð fyrir því að bólusetja fullorðna einstaklinga gegn Covid-19. Byggðist þessi ákvörðun á gögnum sem sýndu að börn væru ólíklegri til að smitast af kórónuveirunni og veikjast alvarlega en aðrir aldurshópar. Þá hafa rannsóknir á bóluefnum síður náð til barna. „Erlendis er verið að gera rannsóknir á því hvernig bólusetning virkar hjá börnum og við bíðum eftir þeim niðurstöðum áður en við förum að ráðleggja bólusetningar hjá börnum,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Kúlurnar eigi líka við um börn Fram kom í máli sóttvarnalæknis að síðustu daga hafi flest hinna nýju smita greinst hjá grunnskólabörnum. Aðspurður um það hvort sérstaklega ætti að takmarka blöndun milli ólíkra hópa barna áréttaði hann að núgildandi tíu manna fjöldatakmörk ná sömuleiðis til barna fædd 2014 eða fyrr. Kúlurnar margumtöluðu eigi ekki síður við um þennan hóp. „Ef við hugsum um hver grunnhugmyndin er í sýkingavörnum gegn þessari veiru þá er það að koma í veg fyrir blöndun,samskipti og stóra hópamyndun eins og mögulegt er. Ég held að það ætti auðvitað að reyna að halda því í lágmarki. Við erum ekki með neinar sérstakar leiðbeiningar um hverjir mega hittast, börn sama bekkjar eða milli bekkja eða eitthvað slíkt en ég held að menn eigi að hafa þessar grunnreglur í huga og reyna að fara eftir þeim eins vel eins og mögulegt er.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. 22. mars 2021 22:38 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Greint hefur verið frá því að nýlegar hópsýkingar séu drifnar áfram af hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar en rannsóknir benda til að afbrigðið sé meira smitandi og leggist frekar á börn og ungmenni en önnur afbrigði. Sautján börn eru nú í einangrun með virkt smit og hafa smit komið upp í fjórum grunnskólum í Reykjavík. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum var lokað í dag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi og verður staðarnám óheimilt fram til 1. apríl hið minnsta. Rannsóknir á breska afbrigðinu benda til að það geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og fólki undir fjörutíu ára aldri, sem er sá aldurshópur sem hingað til hefur sloppið hvað best við alvarleg einkenni. Bíða eftir niðurstöðum rannsókna Í núverandi bólusetningaáætlun stjórnvalda er einungis gert ráð fyrir því að bólusetja fullorðna einstaklinga gegn Covid-19. Byggðist þessi ákvörðun á gögnum sem sýndu að börn væru ólíklegri til að smitast af kórónuveirunni og veikjast alvarlega en aðrir aldurshópar. Þá hafa rannsóknir á bóluefnum síður náð til barna. „Erlendis er verið að gera rannsóknir á því hvernig bólusetning virkar hjá börnum og við bíðum eftir þeim niðurstöðum áður en við förum að ráðleggja bólusetningar hjá börnum,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Kúlurnar eigi líka við um börn Fram kom í máli sóttvarnalæknis að síðustu daga hafi flest hinna nýju smita greinst hjá grunnskólabörnum. Aðspurður um það hvort sérstaklega ætti að takmarka blöndun milli ólíkra hópa barna áréttaði hann að núgildandi tíu manna fjöldatakmörk ná sömuleiðis til barna fædd 2014 eða fyrr. Kúlurnar margumtöluðu eigi ekki síður við um þennan hóp. „Ef við hugsum um hver grunnhugmyndin er í sýkingavörnum gegn þessari veiru þá er það að koma í veg fyrir blöndun,samskipti og stóra hópamyndun eins og mögulegt er. Ég held að það ætti auðvitað að reyna að halda því í lágmarki. Við erum ekki með neinar sérstakar leiðbeiningar um hverjir mega hittast, börn sama bekkjar eða milli bekkja eða eitthvað slíkt en ég held að menn eigi að hafa þessar grunnreglur í huga og reyna að fara eftir þeim eins vel eins og mögulegt er.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. 22. mars 2021 22:38 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34
Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33
Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30
Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. 22. mars 2021 22:38