Stjórnendur vissu að bílstjórar væru að pissa í flöskur og kúka í poka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 11:35 epa Það vakti mikla athygli, og hafði raunar þveröfug áhrif, þegar Amazon tísti á dögunum að það væri ekki satt að bílstjórar fyrirtækisins neyddust til þess að pissa í flöskur. Tístið var það fyrsta sem margir heyrðu af málinu en nú er komið í ljós að það er ekki bara rétt að hlandfullar flöskur sé að finna í sendibifreiðum Amazon, heldur vissu stjórnendur fyrirtækisins af því. Þeir vissu einnig að saur hefði fundist í pokum. Í tölvupósti sem lekið var til Intercept virðist stjórnandi vera að skamma undirmenn í kjölfar þess að kúkur fannst í Amazon-poka í sendibifreið. „Þetta er í þriðja sinn á síðustu tveimur mánuðum þar sem pokum með kúk hefur verið skilað á stöðina. Við höfum skilning á því að ökumenn kunna að lenda í neyðartilvikum á ferðinni, og sérstaklega í Covid, að þeir eigi erfitt með að finna salerni þegar þeir eru að keyra út. Þrátt fyrir það geta ökumenn ekki, MEGA EKKI, skila pokum með kúk á stöðina,“ sagði í póstinum frá því í maí 2020. Þá segir einnig að það hafi aukist að alls kyns ógeðfellt rusl hafi fundist í pokum í bílunum, svo sem notaðar grímur og hanskar, og þvag í flöskum. Starfsmenn hafa ekki tíma til að pissa á meðan eigendurnir auðgast Þrátt fyrir staðhæfingar stjórnenda Amazon um að fyrirtækið sé góður vinnustaður sem sjái vel um starfsfólk sitt hafa fréttir löngum bent til annars. Starfsmenn eru oft ráðnir til afar skamms tíma, eiga afar takmörkuð réttindi og þá hefur ítrekað verið greint frá ómanneskjulegu álagi. Í Alabama berjast starfsmenn nú fyrir því að stofna eigið stéttarfélag. The Guardian hefur rætt við bílstjóra sem segjast neyðast til að pissa í vatnsflöskur á hverjum degi, bara til að ná settum útkeyrsluviðmiðum. Ástandið ku hafa versnað eftir að heimsfaraldur SARS-CoV-2 skall á en á einum ársfjórðungi árið 2020 jókst sala Amazon um 37 prósent. Á sama tíma og starfsmenn veigra sér við því að taka klósettpásur vegna álags, hefur auður stofnanda Amazon aukist um 70 milljarða Bandaríkjadala. Suppose we all believe it now https://t.co/iRh8XuIThq— Alex Kantrowitz (@Kantrowitz) March 25, 2021 Bandaríkin Amazon Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Tístið var það fyrsta sem margir heyrðu af málinu en nú er komið í ljós að það er ekki bara rétt að hlandfullar flöskur sé að finna í sendibifreiðum Amazon, heldur vissu stjórnendur fyrirtækisins af því. Þeir vissu einnig að saur hefði fundist í pokum. Í tölvupósti sem lekið var til Intercept virðist stjórnandi vera að skamma undirmenn í kjölfar þess að kúkur fannst í Amazon-poka í sendibifreið. „Þetta er í þriðja sinn á síðustu tveimur mánuðum þar sem pokum með kúk hefur verið skilað á stöðina. Við höfum skilning á því að ökumenn kunna að lenda í neyðartilvikum á ferðinni, og sérstaklega í Covid, að þeir eigi erfitt með að finna salerni þegar þeir eru að keyra út. Þrátt fyrir það geta ökumenn ekki, MEGA EKKI, skila pokum með kúk á stöðina,“ sagði í póstinum frá því í maí 2020. Þá segir einnig að það hafi aukist að alls kyns ógeðfellt rusl hafi fundist í pokum í bílunum, svo sem notaðar grímur og hanskar, og þvag í flöskum. Starfsmenn hafa ekki tíma til að pissa á meðan eigendurnir auðgast Þrátt fyrir staðhæfingar stjórnenda Amazon um að fyrirtækið sé góður vinnustaður sem sjái vel um starfsfólk sitt hafa fréttir löngum bent til annars. Starfsmenn eru oft ráðnir til afar skamms tíma, eiga afar takmörkuð réttindi og þá hefur ítrekað verið greint frá ómanneskjulegu álagi. Í Alabama berjast starfsmenn nú fyrir því að stofna eigið stéttarfélag. The Guardian hefur rætt við bílstjóra sem segjast neyðast til að pissa í vatnsflöskur á hverjum degi, bara til að ná settum útkeyrsluviðmiðum. Ástandið ku hafa versnað eftir að heimsfaraldur SARS-CoV-2 skall á en á einum ársfjórðungi árið 2020 jókst sala Amazon um 37 prósent. Á sama tíma og starfsmenn veigra sér við því að taka klósettpásur vegna álags, hefur auður stofnanda Amazon aukist um 70 milljarða Bandaríkjadala. Suppose we all believe it now https://t.co/iRh8XuIThq— Alex Kantrowitz (@Kantrowitz) March 25, 2021
Bandaríkin Amazon Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira