Svartur listi í dönsku ráðuneyti Ólafur Ísleifsson skrifar 28. mars 2021 09:00 Fyrr í þessum mánuði tóku gildi í Danmörku lög um varnir gagnvart erlendum öfgaöflum sem Danir telja grafa undan dönsku samfélagi. Danskir þingmenn úr flestum stjórnmálaflokkum greiddu frumvarpi dönsku jafnaðarmannastjórnarinnar atkvæði sitt. Lögin leggja bann við því að taka við fé eða annars konar stuðningi frá erlendum aðilum sem taldir eru varasamir. Fjárstyrkir gegn lýðræði og mannréttindum Markmið hinna dönsku laga er að leggja bann við að einstaklingar eða lögaðilar, þar á meðal stjórnvöld erlendra ríkja eða stofnanir og fyrirtæki á þeirra vegum geti unnið gegn eða grafið undan lýðræði og mannréttindum með því að veita fjárframlög til innlendra aðila. Bannlisti í krataráðuneyti Danska útlendinga- og aðlögunarráðuneytinu er falið að gera lista um ríkisstjórnir, ríkisstofnanir eða aðra slíka sem taldir eru vinna gegn dönskum grundvallargildum um lýðræði og mannréttindi og þar með dönsku samfélagi. Bann er lagt við því að þiggja fjárframlög eða annan stuðning frá slíkum aðilum umfram jafngildi 200 þúsund íslenskra króna á ári. Þeir sem brjóta gegn banninu skulu greiða sekt og endurgreiða féð. Breið samstaða var um frumvarpið. Þingmenn sjö flokka greiddu því atkvæði, alls 79 talsins, á móti voru níu og sjö sátu hjá. Lögin tóku gildi 15. mars 2021. Sádi-Arabía, Katar og Tyrkland eru meðal þeirra ríkja sem talin eru eiga greiða leið á listann. Dönsku samfélagi ógnað af myrkum öflum Í lögunum er hvergi minnst á trúarsöfnuði eða samkomuhús þeirra. Danskir stjórnmálamenn tala þó enga tæpitungu þegar þeir fagna samþykkt frumvarpsins. Á vefsíðu danska útlendinga- og aðlögunarráðuneytisins er í frétt um málið 9. mars sl. haft eftir jafnaðarmanninum Mattias Tesfaye, ráðherra málaflokksins, að erlendis fyrirfinnist öfgaöfl sem leitist við að snúa múslimskum samborgurum gegn Danmörku og þar með kljúfa danskt samfélag. Hann segir fjölmiðla ítrekað hafa flutt fréttir á liðnum árum um danskar moskur sem þegið hafi háar fjárhæðir frá m.a. Mið-Austurlöndum. Þessu vilji ríkisstjórnin vinna gegn. Á vefsíðu ráðuneytisins kemur fram í frétt frá 7. febrúar sl. að málið eigi sér rót í samkomulagi sex stjórnmálaflokka og nú komi í hlut ríkisstjórnar jafnaðarmanna að ljúka meðferð þess á þjóðþinginu. Vitnað er til forystumanna í nokkrum þessara flokka sem tala með líkum hætti og tilvitnuð orð ráðherrans hér að ofan bera vott um. Haft er eftir Piu Kjærsgaard, forystukonu í danska þjóðarflokknum (þangað sem kratarnir sóttu stefnu sína í málaflokknum), að formyrkvaðar ríkisstjórnir Mið-Austurlanda megi að sjálfsögðu ekki senda peninga í moskur eða kóranskóla í Danmörku til að grafa undan dönskum gildum. Þess vegna fagni þau þessu inngripi og hlakki til að stöðva árásir á lýðræðið sem stafa m.a. frá öfgafullum moskum. „Við munum að sjálfsögðu aldrei samþykkja árásir á okkar friðsamlega samfélag og lýðræði”, segir Pia. Talsmaður mið-hægriflokksins Venstre, Mads Fuglede, segir að flokksmenn hans séu mjög ánægðir með að breiður stuðningur liggi að baki málinu sem upphófst í stjórnartíð þess flokks. „Við berum pólitíska ábyrgð á að gæta Danmerkur. Og það gerum við best með því að banna framlög frá myrkum öflum sem vilja grafa undan lýðræði í landi okkar”, segir hann. Sýnist sem danskir stjórnmálamenn hafi lyft kyndli til að lýsa upp myrkrið sem þeir telja steðja að Danmörku. Milljarðar í moskur Í stefnuyfirlýsingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum segir í kaflanum Hin nýja frelsisbarátta (Den nye frihedskamp) að danskir jafnaðarmenn vilji að algjört bann verði lagt við erlendum fjárstuðningi við trúarsamfélög í Danmörku frá ríkjum sem sjálf hvorki virða né ástunda trúfrelsi. Dagblaðið Berlingske greindi frá því í janúar 2020 að Sádi-Arabía hefði með milligöngu sendiráðs síns í Danmörku lagt fram nærfellt 100 milljónir íslenskra króna til Taiba-moskunnar í Nörrebro-hverfinu. Stórmoska Kaupmannahafnar var opnuð í júní 2014 með meðlagi upp á jafngildi 4,5 milljarða íslenskra króna frá Hamad bin Khalifa al Thani, fyrrum emír í Katar. Sendiherra Sádi-Arabíu kom Ólafi Ragnari í opna skjöldu Ríkisútvarpið greindi frá því 22. nóvember 2015 að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi sagt það hafa komið honum í opna skjöldu þegar sendiherra Sádi-Arabíu greindi frá fyrirætlunum Sádi-Araba um að styrkja byggingu mosku hér á landi. Í fréttinni segir: „Hann geldur varhug við því“. Haft er eftir Ólafi Ragnari: „Við erum með lög í landinu sem banna erlendum aðilum að leggja fé í stjórnmálastarf á Íslandi. Og það hefur verið breið pólitísk samstaða um slíkt bann. Og með líkum hætti finnst mér óeðlilegt að ríki eins og Sádi-Arabía skuli hafa fullt frelsi til þess að blanda sér með fjármunum og íhlutunum af hálfum sendiráðsins í trúariðkun á Íslandi.“ Á ykkar fundi á Bessastöðum, þegar hann tilkynnti þér þetta, mótmæltir þú þá þessum fyrirætlunum þeirra? „Ég gerði það nú ekki á þeim fundi, vegna þess að þetta kom mér satt að segja í svo opna skjöldu, og var undir lok fundarins, að ég vissi eiginlega ekki með hvaða hætti ætti að bregðast við. Þannig að ég varð eiginlega bara svo hissa, og svo lamaður, við þessa yfirlýsingu, að ég tók bara á móti henni, og settist svo niður og hugleiddi hana og taldi svo rétt að segja frá henni, eins og ég gerði.“ Komið upp að okkar ströndum? Danir hafa lögleitt bann við fjárframlögum í því skyni sem rakið er eins og margar Evrópuþjóðir hafa leitast við að gera með ýmsum hætti. Við höfum reynslu frá árinu 2015 þegar forseta Íslands var sýnilega brugðið vegna yfirlýsingar sendiherra Sádi-Arabíu um fjárframlög hingað til lands. Við þurfum kannski að hugsa okkar ráð í þessu efni? Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði tóku gildi í Danmörku lög um varnir gagnvart erlendum öfgaöflum sem Danir telja grafa undan dönsku samfélagi. Danskir þingmenn úr flestum stjórnmálaflokkum greiddu frumvarpi dönsku jafnaðarmannastjórnarinnar atkvæði sitt. Lögin leggja bann við því að taka við fé eða annars konar stuðningi frá erlendum aðilum sem taldir eru varasamir. Fjárstyrkir gegn lýðræði og mannréttindum Markmið hinna dönsku laga er að leggja bann við að einstaklingar eða lögaðilar, þar á meðal stjórnvöld erlendra ríkja eða stofnanir og fyrirtæki á þeirra vegum geti unnið gegn eða grafið undan lýðræði og mannréttindum með því að veita fjárframlög til innlendra aðila. Bannlisti í krataráðuneyti Danska útlendinga- og aðlögunarráðuneytinu er falið að gera lista um ríkisstjórnir, ríkisstofnanir eða aðra slíka sem taldir eru vinna gegn dönskum grundvallargildum um lýðræði og mannréttindi og þar með dönsku samfélagi. Bann er lagt við því að þiggja fjárframlög eða annan stuðning frá slíkum aðilum umfram jafngildi 200 þúsund íslenskra króna á ári. Þeir sem brjóta gegn banninu skulu greiða sekt og endurgreiða féð. Breið samstaða var um frumvarpið. Þingmenn sjö flokka greiddu því atkvæði, alls 79 talsins, á móti voru níu og sjö sátu hjá. Lögin tóku gildi 15. mars 2021. Sádi-Arabía, Katar og Tyrkland eru meðal þeirra ríkja sem talin eru eiga greiða leið á listann. Dönsku samfélagi ógnað af myrkum öflum Í lögunum er hvergi minnst á trúarsöfnuði eða samkomuhús þeirra. Danskir stjórnmálamenn tala þó enga tæpitungu þegar þeir fagna samþykkt frumvarpsins. Á vefsíðu danska útlendinga- og aðlögunarráðuneytisins er í frétt um málið 9. mars sl. haft eftir jafnaðarmanninum Mattias Tesfaye, ráðherra málaflokksins, að erlendis fyrirfinnist öfgaöfl sem leitist við að snúa múslimskum samborgurum gegn Danmörku og þar með kljúfa danskt samfélag. Hann segir fjölmiðla ítrekað hafa flutt fréttir á liðnum árum um danskar moskur sem þegið hafi háar fjárhæðir frá m.a. Mið-Austurlöndum. Þessu vilji ríkisstjórnin vinna gegn. Á vefsíðu ráðuneytisins kemur fram í frétt frá 7. febrúar sl. að málið eigi sér rót í samkomulagi sex stjórnmálaflokka og nú komi í hlut ríkisstjórnar jafnaðarmanna að ljúka meðferð þess á þjóðþinginu. Vitnað er til forystumanna í nokkrum þessara flokka sem tala með líkum hætti og tilvitnuð orð ráðherrans hér að ofan bera vott um. Haft er eftir Piu Kjærsgaard, forystukonu í danska þjóðarflokknum (þangað sem kratarnir sóttu stefnu sína í málaflokknum), að formyrkvaðar ríkisstjórnir Mið-Austurlanda megi að sjálfsögðu ekki senda peninga í moskur eða kóranskóla í Danmörku til að grafa undan dönskum gildum. Þess vegna fagni þau þessu inngripi og hlakki til að stöðva árásir á lýðræðið sem stafa m.a. frá öfgafullum moskum. „Við munum að sjálfsögðu aldrei samþykkja árásir á okkar friðsamlega samfélag og lýðræði”, segir Pia. Talsmaður mið-hægriflokksins Venstre, Mads Fuglede, segir að flokksmenn hans séu mjög ánægðir með að breiður stuðningur liggi að baki málinu sem upphófst í stjórnartíð þess flokks. „Við berum pólitíska ábyrgð á að gæta Danmerkur. Og það gerum við best með því að banna framlög frá myrkum öflum sem vilja grafa undan lýðræði í landi okkar”, segir hann. Sýnist sem danskir stjórnmálamenn hafi lyft kyndli til að lýsa upp myrkrið sem þeir telja steðja að Danmörku. Milljarðar í moskur Í stefnuyfirlýsingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum segir í kaflanum Hin nýja frelsisbarátta (Den nye frihedskamp) að danskir jafnaðarmenn vilji að algjört bann verði lagt við erlendum fjárstuðningi við trúarsamfélög í Danmörku frá ríkjum sem sjálf hvorki virða né ástunda trúfrelsi. Dagblaðið Berlingske greindi frá því í janúar 2020 að Sádi-Arabía hefði með milligöngu sendiráðs síns í Danmörku lagt fram nærfellt 100 milljónir íslenskra króna til Taiba-moskunnar í Nörrebro-hverfinu. Stórmoska Kaupmannahafnar var opnuð í júní 2014 með meðlagi upp á jafngildi 4,5 milljarða íslenskra króna frá Hamad bin Khalifa al Thani, fyrrum emír í Katar. Sendiherra Sádi-Arabíu kom Ólafi Ragnari í opna skjöldu Ríkisútvarpið greindi frá því 22. nóvember 2015 að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi sagt það hafa komið honum í opna skjöldu þegar sendiherra Sádi-Arabíu greindi frá fyrirætlunum Sádi-Araba um að styrkja byggingu mosku hér á landi. Í fréttinni segir: „Hann geldur varhug við því“. Haft er eftir Ólafi Ragnari: „Við erum með lög í landinu sem banna erlendum aðilum að leggja fé í stjórnmálastarf á Íslandi. Og það hefur verið breið pólitísk samstaða um slíkt bann. Og með líkum hætti finnst mér óeðlilegt að ríki eins og Sádi-Arabía skuli hafa fullt frelsi til þess að blanda sér með fjármunum og íhlutunum af hálfum sendiráðsins í trúariðkun á Íslandi.“ Á ykkar fundi á Bessastöðum, þegar hann tilkynnti þér þetta, mótmæltir þú þá þessum fyrirætlunum þeirra? „Ég gerði það nú ekki á þeim fundi, vegna þess að þetta kom mér satt að segja í svo opna skjöldu, og var undir lok fundarins, að ég vissi eiginlega ekki með hvaða hætti ætti að bregðast við. Þannig að ég varð eiginlega bara svo hissa, og svo lamaður, við þessa yfirlýsingu, að ég tók bara á móti henni, og settist svo niður og hugleiddi hana og taldi svo rétt að segja frá henni, eins og ég gerði.“ Komið upp að okkar ströndum? Danir hafa lögleitt bann við fjárframlögum í því skyni sem rakið er eins og margar Evrópuþjóðir hafa leitast við að gera með ýmsum hætti. Við höfum reynslu frá árinu 2015 þegar forseta Íslands var sýnilega brugðið vegna yfirlýsingar sendiherra Sádi-Arabíu um fjárframlög hingað til lands. Við þurfum kannski að hugsa okkar ráð í þessu efni? Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun