Fjarlækningar á Suðurlandi reynast vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2021 13:09 Fjarlækningar eru alltaf stundaðar meira og meira hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Samsett „Fjarlækningar eru framtíðin“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en stofnunin er að færa sig jafnt og þétt meira út í slíkar lækningar. Nýjasta dæmið er augnlækniþjónusta í Vestmannaeyjum með fjarlækningum. Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands nær yfir svæðið allt frá Þorlákshöfn austur að Höfn í Hornafirði þar sem heilsugæslustöðvar eru á flestum þéttbýlisstöðum. Íbúafjöldi stofnunarinnar er um 30 þúsund, þar af eru 10 þúsund á Selfossi. Fjarlækningar eru alltaf að verða meira og meira áberandi í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana Óskarsdóttir er forstjóri stofnunarinnar. „Þetta snýst í raun um að geta veitt sérfræðiþjónustu án þess að hafa læknana á staðnum. Þannig að við fáum þjónustuna til einstaklinganna og þeir þurfa ekki að fara langar leiðir til að sækja þjónustuna. Þetta virkar þannig að við erum með ákveðin tæki, sem við köllum Agnesi og í þeim er hægt að gera hinar ýmsu mælingar og taka myndir og senda yfir. Það er læknir á hinum endanum, sem getur þá séð það sem við erum að skoða og getur þá veitt ráðleggingar til baka. Þannig að þetta sparar ferðalögin, fyrir lækninn að koma á staðinn og fyrir einstaklinginn að fara til lækna,“ segir Díana. Díana segir að nú sé verið að innleiða fjarlækningar víða um Suðurland en stofnunin á fimm Agnesar tæki, sem hafa reynst mjög vel. Síðan er verið að fara af stað með verkefni í Vestmannaeyjum, sem eru fjaraugnlækningar. „Og þar eru við búin að fá gríðarlega flotta aðkomu frá Lionsmönnum og fleirum, sem hafa styrkt okkur um 25 milljónir króna til þess að kaupa þessi tæki til að veita þessa þjónustu. Læknarnir koma ekki á staðinn heldur verða þeir á hinum endanum og fá myndir sendar til sín og geta þá gefið ráðleggingar.“ Díana segir að fjarlækningar séu framtíðin. „Já það myndi ég segja, það eru gríðarleg tækifæri á því sviði.“ Athyglisvert verkefni er að fara af stað í Vestmannaeyjum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands nær yfir svæðið allt frá Þorlákshöfn austur að Höfn í Hornafirði þar sem heilsugæslustöðvar eru á flestum þéttbýlisstöðum. Íbúafjöldi stofnunarinnar er um 30 þúsund, þar af eru 10 þúsund á Selfossi. Fjarlækningar eru alltaf að verða meira og meira áberandi í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana Óskarsdóttir er forstjóri stofnunarinnar. „Þetta snýst í raun um að geta veitt sérfræðiþjónustu án þess að hafa læknana á staðnum. Þannig að við fáum þjónustuna til einstaklinganna og þeir þurfa ekki að fara langar leiðir til að sækja þjónustuna. Þetta virkar þannig að við erum með ákveðin tæki, sem við köllum Agnesi og í þeim er hægt að gera hinar ýmsu mælingar og taka myndir og senda yfir. Það er læknir á hinum endanum, sem getur þá séð það sem við erum að skoða og getur þá veitt ráðleggingar til baka. Þannig að þetta sparar ferðalögin, fyrir lækninn að koma á staðinn og fyrir einstaklinginn að fara til lækna,“ segir Díana. Díana segir að nú sé verið að innleiða fjarlækningar víða um Suðurland en stofnunin á fimm Agnesar tæki, sem hafa reynst mjög vel. Síðan er verið að fara af stað með verkefni í Vestmannaeyjum, sem eru fjaraugnlækningar. „Og þar eru við búin að fá gríðarlega flotta aðkomu frá Lionsmönnum og fleirum, sem hafa styrkt okkur um 25 milljónir króna til þess að kaupa þessi tæki til að veita þessa þjónustu. Læknarnir koma ekki á staðinn heldur verða þeir á hinum endanum og fá myndir sendar til sín og geta þá gefið ráðleggingar.“ Díana segir að fjarlækningar séu framtíðin. „Já það myndi ég segja, það eru gríðarleg tækifæri á því sviði.“ Athyglisvert verkefni er að fara af stað í Vestmannaeyjum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira