Ærumeiðingar ekki teknar alvarlega Eva Hauksdóttir skrifar 28. mars 2021 15:31 Þann 19. mars sl. felldi Landsréttur tvo dóma í ærumeiðingamálum sem sprottin eru af fréttaflutningi af Hlíðamálinu, sem svo hefur verið kallað. Nánar tiltekið voru tveir menn, sem grunaðir voru um nauðgun, sakaðir um skipulagða kynferðisglæpi á opinberum vettvangi án þess að nokkuð lægi fyrir um sekt þeirra. Fullyrðingar fjölmiðla um sérútbúna nauðgunaraðstöðu reyndust úr lausu lofti gripnar en vöktu að vonum óhug og voru til þess fallnar að hvetja til ærumeiðandi ummæla. Niðurstaða Landsréttar í þeim málum sem hér um ræðir var sú að fréttaflutningur hefði þó ekki gefið tilefni til að slá því föstu að mennirnir væru sekir og skyldu ummæli þar að lútandi teljast ólögmæt meingjörð. Á þeirri forsendu voru ummælin lýst dauð og ómerk, auk þess að vera bótaskyld. Sú niðurstaða er í samræmi við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og kemur ekki á óvart. Furðu vekur hinsvegar að Landsréttur skuli hafa lækkað þær smánarlegu miskabætur sem þolendum meiðyrðanna voru dæmdar í héraði. Í báðum tilvikum dæmdi Landsréttur hinar brotlegu til að greiða hvorum stefnanda um sig miskabætur að fjárhæð 100.000 kr. Eitt hundrað þúsund króna miskabætur fyrir laskað mannorð? Eru dómarar að hæðast að þeim sem misgert var við og þeim takmörkunum sem tjáningarfrelsinu eru sett með lögum? Skilaboð Landsréttar með nýföllnum dómum eru á þessa leið: Nei, það er ekki löglegt að halda þvi fram að menn séu sekir um glæpi sem þeir hafa ekki verið sakfelldir fyrir – en kommon strákar, ekki vera að sóa tíma ykkar í að eltast við fólk sem hefur ekki gert ykkur neitt alvarlegra en að reyna að telja fólki trú um að þið séuð glæpamenn. Ekki gera ykkur vonir um að dómstólar taki rétt ykkar til æruverndar alvarlega. Þetta eru bara meiðyrði, ekki brot sem varða alvöru mannréttindi. Þessi skilaboð gefa ranga hugmynd um inntak laga og alvarleika málsins. Rétturinn til æruverndar fellur undir friðhelgi einkalífs sem kveðið er á um í 71. grein stjórnarskrárinnar og 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Sá réttur hefur sama vægi og önnur mannréttindi og fjárhæð miskabóta ætti að vera í samræmi við það. Íslensk dómaframkvæmd ber þess þó ekki merki að dómarar hafi minnsta skilning á því hverskonar tjón það er sem miskabótum vegna meiðyrða er ætlað að bæta. Algengt er að í ærumeiðingamálum séu ákveðnar miskabætur upp á 200.000 kr. og virðist þá litlu máli skipta hversu grófar aðdróttanirnar voru eða hvort um var að ræða eitt tilvik eða endurteknar árásir. Í dómunum frá 19. mars réttlætir Landsréttur smánarbætur með því að stefnendum hafi þegar verið dæmdar miskabætur vegna rangra og villandi staðhæfinga í fjölmiðlum. Samkvæmt því ættu þeir sem slást í hóp þeirra sem þegar hafa framið líkamsárás að sleppa nokkuð vel; nokkur spörk í skrokk þess sem þegar liggur í blóði sínu í götunni getur varla talist miski sem orð er á hafandi eða hvað? Hvað með hópnauðgun – fá hinir síðustu sem svívirða fórnarlambið afslátt út á það að forsprakkarnir hafi þegar verið dæmdir til að greiða brotaþola miskabætur? Gerendur í ærumeiðingamálum sleppa almennt vel en í þetta sinn enn betur en venjulega. Reyndar þurfa þær að greiða málskostnað þolenda sinna en eiga þó kost á að sækja um styrk úr „málfrelsissjóði“ þeim sem stofnaður var í kjölfar þess að dómar yfir þeim féllu í héraði. (Þess má geta að ósk um upplýsingar um styrkumsóknir og úthlutanir úr „málfrelsissjóði“ hefur verið synjað.) Miskabætur sem virðast fremur ætlaðar til háðungar en að rétta hlut þess sem misgert er við eru til þess fallnar að letja þolendur ærumeiðinga og eineltis til að leita réttar síns. Þegar við bætist að gerendurnir geta sótt um fjárhagsaðstoð úr sérstökum sjóði sem hefur þann augljósa tilgang hvetja til ásakana um kynferðisbrot af hálfu fólks sem ekkert getur vitað um málið, þá eru varnaðaráhrif hlægilega vægra dóma sáralítil. Þar sem dómstólar hafa tekið þá stefnu að afnema rétt til æruverndar með smánarbótum er ekki annað til ráða en að Alþingi kveði á um lágmarksbætur í lögum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Tjáningarfrelsi Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. mars sl. felldi Landsréttur tvo dóma í ærumeiðingamálum sem sprottin eru af fréttaflutningi af Hlíðamálinu, sem svo hefur verið kallað. Nánar tiltekið voru tveir menn, sem grunaðir voru um nauðgun, sakaðir um skipulagða kynferðisglæpi á opinberum vettvangi án þess að nokkuð lægi fyrir um sekt þeirra. Fullyrðingar fjölmiðla um sérútbúna nauðgunaraðstöðu reyndust úr lausu lofti gripnar en vöktu að vonum óhug og voru til þess fallnar að hvetja til ærumeiðandi ummæla. Niðurstaða Landsréttar í þeim málum sem hér um ræðir var sú að fréttaflutningur hefði þó ekki gefið tilefni til að slá því föstu að mennirnir væru sekir og skyldu ummæli þar að lútandi teljast ólögmæt meingjörð. Á þeirri forsendu voru ummælin lýst dauð og ómerk, auk þess að vera bótaskyld. Sú niðurstaða er í samræmi við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og kemur ekki á óvart. Furðu vekur hinsvegar að Landsréttur skuli hafa lækkað þær smánarlegu miskabætur sem þolendum meiðyrðanna voru dæmdar í héraði. Í báðum tilvikum dæmdi Landsréttur hinar brotlegu til að greiða hvorum stefnanda um sig miskabætur að fjárhæð 100.000 kr. Eitt hundrað þúsund króna miskabætur fyrir laskað mannorð? Eru dómarar að hæðast að þeim sem misgert var við og þeim takmörkunum sem tjáningarfrelsinu eru sett með lögum? Skilaboð Landsréttar með nýföllnum dómum eru á þessa leið: Nei, það er ekki löglegt að halda þvi fram að menn séu sekir um glæpi sem þeir hafa ekki verið sakfelldir fyrir – en kommon strákar, ekki vera að sóa tíma ykkar í að eltast við fólk sem hefur ekki gert ykkur neitt alvarlegra en að reyna að telja fólki trú um að þið séuð glæpamenn. Ekki gera ykkur vonir um að dómstólar taki rétt ykkar til æruverndar alvarlega. Þetta eru bara meiðyrði, ekki brot sem varða alvöru mannréttindi. Þessi skilaboð gefa ranga hugmynd um inntak laga og alvarleika málsins. Rétturinn til æruverndar fellur undir friðhelgi einkalífs sem kveðið er á um í 71. grein stjórnarskrárinnar og 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Sá réttur hefur sama vægi og önnur mannréttindi og fjárhæð miskabóta ætti að vera í samræmi við það. Íslensk dómaframkvæmd ber þess þó ekki merki að dómarar hafi minnsta skilning á því hverskonar tjón það er sem miskabótum vegna meiðyrða er ætlað að bæta. Algengt er að í ærumeiðingamálum séu ákveðnar miskabætur upp á 200.000 kr. og virðist þá litlu máli skipta hversu grófar aðdróttanirnar voru eða hvort um var að ræða eitt tilvik eða endurteknar árásir. Í dómunum frá 19. mars réttlætir Landsréttur smánarbætur með því að stefnendum hafi þegar verið dæmdar miskabætur vegna rangra og villandi staðhæfinga í fjölmiðlum. Samkvæmt því ættu þeir sem slást í hóp þeirra sem þegar hafa framið líkamsárás að sleppa nokkuð vel; nokkur spörk í skrokk þess sem þegar liggur í blóði sínu í götunni getur varla talist miski sem orð er á hafandi eða hvað? Hvað með hópnauðgun – fá hinir síðustu sem svívirða fórnarlambið afslátt út á það að forsprakkarnir hafi þegar verið dæmdir til að greiða brotaþola miskabætur? Gerendur í ærumeiðingamálum sleppa almennt vel en í þetta sinn enn betur en venjulega. Reyndar þurfa þær að greiða málskostnað þolenda sinna en eiga þó kost á að sækja um styrk úr „málfrelsissjóði“ þeim sem stofnaður var í kjölfar þess að dómar yfir þeim féllu í héraði. (Þess má geta að ósk um upplýsingar um styrkumsóknir og úthlutanir úr „málfrelsissjóði“ hefur verið synjað.) Miskabætur sem virðast fremur ætlaðar til háðungar en að rétta hlut þess sem misgert er við eru til þess fallnar að letja þolendur ærumeiðinga og eineltis til að leita réttar síns. Þegar við bætist að gerendurnir geta sótt um fjárhagsaðstoð úr sérstökum sjóði sem hefur þann augljósa tilgang hvetja til ásakana um kynferðisbrot af hálfu fólks sem ekkert getur vitað um málið, þá eru varnaðaráhrif hlægilega vægra dóma sáralítil. Þar sem dómstólar hafa tekið þá stefnu að afnema rétt til æruverndar með smánarbótum er ekki annað til ráða en að Alþingi kveði á um lágmarksbætur í lögum. Höfundur er lögfræðingur.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun