Utan sóttkvíar með þrjár mismunandi tegundir breska afbrigðisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2021 12:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þá sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar um helgina með þrjár mismunandi gerðir af breska afbrigði veirunnar. Ekki hafi tekist að rekja þessi smit, sem sé áhyggjuefni. Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gleðiefni að smittölur hafi haldist lágar síðustu daga. Smitin utan sóttkvíar séu hins vegar ákveðið áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Vonar að búið sé að ná utan um Laugarnesskólasýkinguna Ekki hefur náðst að tengja þá sem greindust utan sóttkvíar við önnur smit. Þeir sem voru í sóttkví við greiningu tengjast hópsýkingu sem kennd hefur verið við Laugarnesskóla. Ekki greindust fleiri börn í skólanum með veiruna eftir skimun helgarinnar. Teljið þið ykkur búin að ná utan um þessa hópsýkingu sem tengd er við Laugarnesskóla? „Ég vona það. Það geta fleiri átt eftir að greinast í sóttkví. Það eru mjög margir í sóttkví. En það er aðallega í kringum hin tilfellin, utan sóttkvíar, sem maður gæti haft áhyggjur af því hvort hafi náð að breiða úr sér,“ segir Þórólfur. Sem betur fer þurfi ekki margir að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Þetta fólk hafi jafnframt ekki verið á fjölmennum stöðum. „Auðvitað er alltaf þannig að fólk fer á ýmsa staði en það eru engir stórir eða fjölmennir staðir sem menn hafa verið að finna.“ Ekki tilefni til að lengja sóttkvíartímann Frá og með 1. apríl verður skimun barna tekin upp við landamærin, auk þess sem fólk sem kemur til landsins frá ákveðnum svæðum verður skyldað í sóttvarnahús. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður fyrirkomulagið í sóttvarnahúsi til umræðu á fundi ráðherranefndar síðdegis í dag. Þórólfur telur ekki tilefni til að til dæmis lengja sóttkvíartímann við komuna til landsins í ljósi samfélagssmitsins síðustu daga. „Það sem við höfum verið að tala um er að skerpa á ýmsum hlutum. Ég er ekki viss um að það myndi skila neinu sérstöku að lengja sóttkvíartímann. Veiruafbrigðið, það fjölgar sér fyrr í nefinu virðist vera, eins og Íslensk erfðagreining hefur bent á. Þannig að ég er ekki viss um að það myndi hjálpa mikið,“ segir Þórólfur. „Hins vegar höfum við séð að það þarf að fylgjast betur með fólki sem er í sóttkví. Við höfum séð smit vegna þess að fólk er að brjóta sóttkví. Við erum líka að taka upp núna 1. apríl sýni frá börnum sem við höfum ekki gert fram að þessu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29. mars 2021 10:59 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gleðiefni að smittölur hafi haldist lágar síðustu daga. Smitin utan sóttkvíar séu hins vegar ákveðið áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Vonar að búið sé að ná utan um Laugarnesskólasýkinguna Ekki hefur náðst að tengja þá sem greindust utan sóttkvíar við önnur smit. Þeir sem voru í sóttkví við greiningu tengjast hópsýkingu sem kennd hefur verið við Laugarnesskóla. Ekki greindust fleiri börn í skólanum með veiruna eftir skimun helgarinnar. Teljið þið ykkur búin að ná utan um þessa hópsýkingu sem tengd er við Laugarnesskóla? „Ég vona það. Það geta fleiri átt eftir að greinast í sóttkví. Það eru mjög margir í sóttkví. En það er aðallega í kringum hin tilfellin, utan sóttkvíar, sem maður gæti haft áhyggjur af því hvort hafi náð að breiða úr sér,“ segir Þórólfur. Sem betur fer þurfi ekki margir að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Þetta fólk hafi jafnframt ekki verið á fjölmennum stöðum. „Auðvitað er alltaf þannig að fólk fer á ýmsa staði en það eru engir stórir eða fjölmennir staðir sem menn hafa verið að finna.“ Ekki tilefni til að lengja sóttkvíartímann Frá og með 1. apríl verður skimun barna tekin upp við landamærin, auk þess sem fólk sem kemur til landsins frá ákveðnum svæðum verður skyldað í sóttvarnahús. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður fyrirkomulagið í sóttvarnahúsi til umræðu á fundi ráðherranefndar síðdegis í dag. Þórólfur telur ekki tilefni til að til dæmis lengja sóttkvíartímann við komuna til landsins í ljósi samfélagssmitsins síðustu daga. „Það sem við höfum verið að tala um er að skerpa á ýmsum hlutum. Ég er ekki viss um að það myndi skila neinu sérstöku að lengja sóttkvíartímann. Veiruafbrigðið, það fjölgar sér fyrr í nefinu virðist vera, eins og Íslensk erfðagreining hefur bent á. Þannig að ég er ekki viss um að það myndi hjálpa mikið,“ segir Þórólfur. „Hins vegar höfum við séð að það þarf að fylgjast betur með fólki sem er í sóttkví. Við höfum séð smit vegna þess að fólk er að brjóta sóttkví. Við erum líka að taka upp núna 1. apríl sýni frá börnum sem við höfum ekki gert fram að þessu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29. mars 2021 10:59 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59
Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29. mars 2021 10:59
Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08