„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2021 19:18 Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. Skjáskot Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. Einhverjir hafa sett spurningamerki við að loka hafi þurft sundlaugum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum - en á sama tíma flykkist landsmenn óáreittir í Geldingadali. Forstöðumaður Hlíðarfjalls á Akureyri segir það hafa verið mikið reiðarslag að þurfa að skella í lás fyrir páska, stærstu skíðahelgi ársins. „Það er svolítið sérstakt að horfa upp á auðar brekkur þegar fólk er að fara í mörgþúsundatali að skoða eldgosið. Hvort það er rétt eða rangt er ekki mitt að segja,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. „Manni finnst líka svolítið sérstakt að það er verið að bæta aðstöðuna þarna, bílastæðum og annað. Manni finnst ekki eins og það sé verið að halda alveg fjöldanum niðri. Þannig að þetta er svolítið sérstakt.“ Fjölmenni hefur verið við gosstöðvarnar síðustu daga.Vísir/Vilhelm Brynjar kveðst þó skilja vel að stöðva þurfi útbreiðslu kórónuveirunnar - og þá átti hann sig á því að það sé erfitt að setja reglur í þessum efnum. „Kannski hefði maður bara vilja sjá gossvæðið lokað á meðan við erum öll í því að reyna að koma í veg fyrir þessa veiru.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur það ekki vænlegan kost að loka gosstöðvunum fyrir almenningi. „Það gæti skapað önnur vandamál sem yrði erfitt að eiga við, fólk færi annars staðar frá að gosinu heldur en gegnum þessa stíga. Þannig að við erum búin að ræða það hvort það sé hreinlega framkvæmanlegt að loka aðgengi að gosinu.“ Hann beinir því eftir sem áður til fólks að gæta vel að sóttvörnum við gosstöðvarnar og fara varlega. „Meira að segja hef ég biðlað til fólks að bíða bara með að fara á gosstöðvarnar núna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Einhverjir hafa sett spurningamerki við að loka hafi þurft sundlaugum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum - en á sama tíma flykkist landsmenn óáreittir í Geldingadali. Forstöðumaður Hlíðarfjalls á Akureyri segir það hafa verið mikið reiðarslag að þurfa að skella í lás fyrir páska, stærstu skíðahelgi ársins. „Það er svolítið sérstakt að horfa upp á auðar brekkur þegar fólk er að fara í mörgþúsundatali að skoða eldgosið. Hvort það er rétt eða rangt er ekki mitt að segja,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. „Manni finnst líka svolítið sérstakt að það er verið að bæta aðstöðuna þarna, bílastæðum og annað. Manni finnst ekki eins og það sé verið að halda alveg fjöldanum niðri. Þannig að þetta er svolítið sérstakt.“ Fjölmenni hefur verið við gosstöðvarnar síðustu daga.Vísir/Vilhelm Brynjar kveðst þó skilja vel að stöðva þurfi útbreiðslu kórónuveirunnar - og þá átti hann sig á því að það sé erfitt að setja reglur í þessum efnum. „Kannski hefði maður bara vilja sjá gossvæðið lokað á meðan við erum öll í því að reyna að koma í veg fyrir þessa veiru.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur það ekki vænlegan kost að loka gosstöðvunum fyrir almenningi. „Það gæti skapað önnur vandamál sem yrði erfitt að eiga við, fólk færi annars staðar frá að gosinu heldur en gegnum þessa stíga. Þannig að við erum búin að ræða það hvort það sé hreinlega framkvæmanlegt að loka aðgengi að gosinu.“ Hann beinir því eftir sem áður til fólks að gæta vel að sóttvörnum við gosstöðvarnar og fara varlega. „Meira að segja hef ég biðlað til fólks að bíða bara með að fara á gosstöðvarnar núna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira