Handbolti

Færeyingur til Eyja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dánjal Ragnarsson mætir til Eyja í sumar.
Dánjal Ragnarsson mætir til Eyja í sumar. fésbókarsíða ÍBV

Dánjal Ragnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og mun ganga í raðir félagsins í sumar.

Dánjal er fæddur árið 2001 en hann er rétthent skytta. Hann er 194 sentímetrar á hæð og kemur frá Neistin í Færeyjum.

Í byrjun yfirstandandi tímabils færði hann sig um set og lék með U-19 ára liði Skanderborg í Danmörku.

Vegna vandræða í kringum Covid-19 að þá snéri hann aftur til baka til uppeldisfélagið.

Dánjal hefur leikið með öllum yngri landsliðum Færeyja (U15, U16, U18 og U20) og er lið hans Neistin nú á leiðinni í undanúrslit um Færeyjameistaratitilinn.

Arnar Gunnarsson er þjálfari Dánjal en hann hefur meðal annars þjálfað Fjölni hér á Íslandi.

Dánjal Ragnarsson til ÍBV! Handknattleiksdeild ÍBV og Dánjal Ragnarsson hafa komist að samkomulagi og hefur Dánjal...

Posted by ÍBV Handbolti on Mánudagur, 29. mars 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×