Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 12:31 Fulltrúum heilsugæslunnar ber ekki saman um svör Ríkiskaupa. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Vísir hefur áður greint frá því að í fyrirspurnum sem Kristján sendi Landspítalanum í júlí síðastliðnum greindi hann frá fundi fulltrúa heilsugæslunnar og Ríkiskaupa. Þar sagði: „Undirritaður og Birgir Guðjónsson deildarstjóri eigna og innkaupa hjá HH áttu fund með fulltrúum Ríkiskaupa 29. júní 2020 og þar kom m.a. fram að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum sem árið 2019 var áætlaður um 140 m.kr. sé útboðsskyldur á Evrópska efnahagssvæðinu en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í svörum Ríkiskaupa vegna málsins var fundurinn staðfestir og þar kom fram að á honum hefðu verið ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu.“ Þegar Vísir fór þess á leit við Óskar að hann svaraði því hvers vegna rannsóknirnar hefðu ekki verið settar í útboðsferli, fékkst hins vegar eftirfarandi svar: „HH hefur aldrei fengið þau svör að rannsóknirnar væru útboðskyldar og jafnframt haft samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um það verklag. Þar er reynsla af slíkum samningum mikil.“ Spurður að því hvort það stæði til að setja rannsóknirnar í útboð sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að svo stöddu. Óskar svaraði því ekki hvenær elstu leghálssýnin sem enn hafa ekki verið greind voru tekin en samkvæmt umræðum í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, bíða konur enn sem fóru í sýnatöku í janúar. „Sýnataka á vegumheilsugæslunnar hófst 4. janúar 2021. Ákveðin töf myndaðist á sendingum sýna vegna samninga við dönsku rannsóknarstofuna. Nú er komið gott flæði í sendingarnar og unnið að því að koma svörum í ferli,“ sagði í svarinu. Vísir spurði einnig um það hver biðtíminn væri núna; það er, ef sýni væri tekið í dag, hvenær mætti þá vænta svars. Þá var einnig spurt um misvísandi fullyrðingar Kristjáns og Óskars, sem hafa sagt að svör muni berast innan tíu daga annars vegar og mánaðar hins vegar. Báðum spurningum var svarað á sama hátt: „Samkvæmt samningi skal öllum svörum svarað innan 3 vikna frá því þau berast rannsóknarstofu.“ Þessi svör vekja nokkuð aðrar væntingar en þau sem Kristján gaf þegar Vísir ræddi við hann í janúar, eftir að gengið var frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þá sagði Kristján að konur mættu vænta svara í mesta lagi tíu til fjórtán dögum eftir að sýni voru tekin eða bárust heilsugæslunni frá kvensjúkdómalækni. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá því að í fyrirspurnum sem Kristján sendi Landspítalanum í júlí síðastliðnum greindi hann frá fundi fulltrúa heilsugæslunnar og Ríkiskaupa. Þar sagði: „Undirritaður og Birgir Guðjónsson deildarstjóri eigna og innkaupa hjá HH áttu fund með fulltrúum Ríkiskaupa 29. júní 2020 og þar kom m.a. fram að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum sem árið 2019 var áætlaður um 140 m.kr. sé útboðsskyldur á Evrópska efnahagssvæðinu en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í svörum Ríkiskaupa vegna málsins var fundurinn staðfestir og þar kom fram að á honum hefðu verið ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu.“ Þegar Vísir fór þess á leit við Óskar að hann svaraði því hvers vegna rannsóknirnar hefðu ekki verið settar í útboðsferli, fékkst hins vegar eftirfarandi svar: „HH hefur aldrei fengið þau svör að rannsóknirnar væru útboðskyldar og jafnframt haft samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um það verklag. Þar er reynsla af slíkum samningum mikil.“ Spurður að því hvort það stæði til að setja rannsóknirnar í útboð sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að svo stöddu. Óskar svaraði því ekki hvenær elstu leghálssýnin sem enn hafa ekki verið greind voru tekin en samkvæmt umræðum í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, bíða konur enn sem fóru í sýnatöku í janúar. „Sýnataka á vegumheilsugæslunnar hófst 4. janúar 2021. Ákveðin töf myndaðist á sendingum sýna vegna samninga við dönsku rannsóknarstofuna. Nú er komið gott flæði í sendingarnar og unnið að því að koma svörum í ferli,“ sagði í svarinu. Vísir spurði einnig um það hver biðtíminn væri núna; það er, ef sýni væri tekið í dag, hvenær mætti þá vænta svars. Þá var einnig spurt um misvísandi fullyrðingar Kristjáns og Óskars, sem hafa sagt að svör muni berast innan tíu daga annars vegar og mánaðar hins vegar. Báðum spurningum var svarað á sama hátt: „Samkvæmt samningi skal öllum svörum svarað innan 3 vikna frá því þau berast rannsóknarstofu.“ Þessi svör vekja nokkuð aðrar væntingar en þau sem Kristján gaf þegar Vísir ræddi við hann í janúar, eftir að gengið var frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þá sagði Kristján að konur mættu vænta svara í mesta lagi tíu til fjórtán dögum eftir að sýni voru tekin eða bárust heilsugæslunni frá kvensjúkdómalækni.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14