Segja halla mjög á Íslendinga í samningum við Norðmenn Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2021 23:26 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Einar Árnason Forystumenn loðnuútgerða og skipstjórar eru afar ósáttir við hversu hátt hlutfall Norðmenn fá af loðnukvótanum og segja að mjög halli á Íslendinga í skiptisamningi um þorskveiðar í Barentshafi. Á nýliðinni loðnuvertíð fengu íslensk skip 55 prósent af loðnukvótanum. 45 prósent kvótans fóru til norskra, grænlenskra og færeyskra skipa. Endanlegur kvóti reyndist 127 þúsund tonn en af honum fóru 57 þúsund tonn til erlendra skipa. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Við erum ekki sátt við það,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann samninginn við Norðmenn mjög sérkennilegan; að Íslendingar séu að versla loðnu í eigin lögsögu fyrir þorsk í Barentshafi. Fréttir voru í byrjun vertíðar í ár um að íslenskar vinnslustöðvar væru að kaupa loðnu af norskum skipum sem þau veiddu í íslenskri lögsögu fyrir vel yfir 200 krónur kílóið. Skipstjórar íslenskra skipa eru svekktir að sjá kannski tíu milljarða króna loðnuverðmæti falla til erlendra útgerða. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason „Allt of mikið,“ segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK. „Ágætt fyrir þá sem eru að veiða þorsk, sjálfsagt.“ „Við erum í raun og veru að fá ekki nema 55 prósent af heildaraflanum. Við vorum að fá 78 prósent af aflanum áður. Þetta er svolítið umhugsunarefni,“ segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE.Vísir/Egill Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir nágrannaþjóðir í gegnum strandríkjasamning um loðnustofninn eiga sína hlutdeild í loðnunni. „En síðan aftur á móti svekkir það okkur dálítið – við erum með gamlan samning um Barentshafið, eftir að Íslendingar hættu að veiða þorsk í Smugunni, þá sömdum við um að fá að veiða í Barentshafinu – sem okkur finnst halla töluvert orðið mikið á Íslendinga í. Þeir fá gríðarlega mikið af loðnu. Og núna eftir að loðnukvótar eru orðnir þetta litlir þá hafa bara verðmætin margfaldast í loðnunni. Þannig að það hallar orðið mjög á Íslendinga í þeirri jöfnu,“ segir Gunnþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Sjávarútvegur Noregur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Á nýliðinni loðnuvertíð fengu íslensk skip 55 prósent af loðnukvótanum. 45 prósent kvótans fóru til norskra, grænlenskra og færeyskra skipa. Endanlegur kvóti reyndist 127 þúsund tonn en af honum fóru 57 þúsund tonn til erlendra skipa. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Við erum ekki sátt við það,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann samninginn við Norðmenn mjög sérkennilegan; að Íslendingar séu að versla loðnu í eigin lögsögu fyrir þorsk í Barentshafi. Fréttir voru í byrjun vertíðar í ár um að íslenskar vinnslustöðvar væru að kaupa loðnu af norskum skipum sem þau veiddu í íslenskri lögsögu fyrir vel yfir 200 krónur kílóið. Skipstjórar íslenskra skipa eru svekktir að sjá kannski tíu milljarða króna loðnuverðmæti falla til erlendra útgerða. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason „Allt of mikið,“ segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK. „Ágætt fyrir þá sem eru að veiða þorsk, sjálfsagt.“ „Við erum í raun og veru að fá ekki nema 55 prósent af heildaraflanum. Við vorum að fá 78 prósent af aflanum áður. Þetta er svolítið umhugsunarefni,“ segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE.Vísir/Egill Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir nágrannaþjóðir í gegnum strandríkjasamning um loðnustofninn eiga sína hlutdeild í loðnunni. „En síðan aftur á móti svekkir það okkur dálítið – við erum með gamlan samning um Barentshafið, eftir að Íslendingar hættu að veiða þorsk í Smugunni, þá sömdum við um að fá að veiða í Barentshafinu – sem okkur finnst halla töluvert orðið mikið á Íslendinga í. Þeir fá gríðarlega mikið af loðnu. Og núna eftir að loðnukvótar eru orðnir þetta litlir þá hafa bara verðmætin margfaldast í loðnunni. Þannig að það hallar orðið mjög á Íslendinga í þeirri jöfnu,“ segir Gunnþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Sjávarútvegur Noregur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56
Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44