Gerum betur í fasteignaviðskiptum Steinunn Ýr Einarsdóttir og Einar G Harðarson skrifa 31. mars 2021 08:00 Fyrir 10 árum gátu menn keypt sér lakkskó og lakrísbindi, jakkaföt í Dressmann og sagst svo vera fasteignasalar. Stórstígar framfarir hafa verið síðan þá. Í fyrri grein okkar kemur fram að fasteignasalar neita fólki um tilboð í eign nema að fá eign þeirra í sölu sem er viðskiptaþvingun og ólöglegir viðskiptahættir. Hvers vegna hefur þessi staða skapast? Samkvæmt íslenskum lögum ber fasteignasölum að gæta bæði hagsmuna kaupenda og seljenda. Honum er gert að vera milliliður í viðskiptum bæði á hæsta verði fyrir seljendur og lægsta verði fyrir kaupendur. Þegar markaðurinn er í jafnvægi, er það ekki endilega svo flókið enda má segja að þá nær markaðurinn sátt um verð. En í dag erum við órafjarri því jafnvægi. Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 3000 íbúðir á sölu til þess að slíkt jafnvægi náist. Þessi staða er það sem oft er kallað seljendamarkaður. Þá eru seljendur í yfirburðastöðu á markaði og verð hækkar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið færri íbúðir í byggingu í fjögur ár. Nýbyggingum hefur fækkað nú á milli ára um 21% á þessu svæði samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. Mestur er samdrátturinn í íbúðum á lokabyggingastigum og því ljóst að eitthvað mun þetta ástand vara. Á sama tíma hafa aldrei verið lægri vextir í boði fyrir kaupendur fasteigna. Fólk græðir þó ekki mikið á lágum vöxtum til fasteignakaupa ef engar eru eignir í sölu eða það fær ekki einu sinni að gera tilboð í þær eignir sem þó eru á markaði. Fyrirtæki ganga ekki að sömu vöxtum en þar er þeir mun hærri. Það gerir fyrirtækjum erfitt fyrir bæði að fjármagna sig og að halda dampi við þau vaxtakjör og skortur á lóðum. Þarna myndast flöskuhálsinn sem gerir það að verkum að ójafnvægi myndast. Verktakar ná ekki að byggja í takt við eftirspurn. Hvernig tryggja fasteignasalar hlutleysi við aðstæður þar sem þeim er gert að vera milliliður á markaði þar sem skortur á framboði skapar sífeldar verðhækkanir, kaupendum í óhag? Virðing og heiðarleiki eru grunnstoðir þess að fagmennska og traust myndist milli viðskiptavina og fasteignasala. Því virðist blasa við að lausnin á því að tryggja réttlæti á markaði sem sífellt er í ójafnvægi sé að kaupendur og seljendur séu hvor með sinn fasteignasalann. Þannig fara fasteignaviðskipti fram í öllum löndum nema á Íslandi og í Noregi. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað fasteignasölu og nemi í löggildingu. Einar G Harðarson, Löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Steinunn Ýr Einarsdóttir Einar G. Harðarson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 10 árum gátu menn keypt sér lakkskó og lakrísbindi, jakkaföt í Dressmann og sagst svo vera fasteignasalar. Stórstígar framfarir hafa verið síðan þá. Í fyrri grein okkar kemur fram að fasteignasalar neita fólki um tilboð í eign nema að fá eign þeirra í sölu sem er viðskiptaþvingun og ólöglegir viðskiptahættir. Hvers vegna hefur þessi staða skapast? Samkvæmt íslenskum lögum ber fasteignasölum að gæta bæði hagsmuna kaupenda og seljenda. Honum er gert að vera milliliður í viðskiptum bæði á hæsta verði fyrir seljendur og lægsta verði fyrir kaupendur. Þegar markaðurinn er í jafnvægi, er það ekki endilega svo flókið enda má segja að þá nær markaðurinn sátt um verð. En í dag erum við órafjarri því jafnvægi. Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 3000 íbúðir á sölu til þess að slíkt jafnvægi náist. Þessi staða er það sem oft er kallað seljendamarkaður. Þá eru seljendur í yfirburðastöðu á markaði og verð hækkar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið færri íbúðir í byggingu í fjögur ár. Nýbyggingum hefur fækkað nú á milli ára um 21% á þessu svæði samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. Mestur er samdrátturinn í íbúðum á lokabyggingastigum og því ljóst að eitthvað mun þetta ástand vara. Á sama tíma hafa aldrei verið lægri vextir í boði fyrir kaupendur fasteigna. Fólk græðir þó ekki mikið á lágum vöxtum til fasteignakaupa ef engar eru eignir í sölu eða það fær ekki einu sinni að gera tilboð í þær eignir sem þó eru á markaði. Fyrirtæki ganga ekki að sömu vöxtum en þar er þeir mun hærri. Það gerir fyrirtækjum erfitt fyrir bæði að fjármagna sig og að halda dampi við þau vaxtakjör og skortur á lóðum. Þarna myndast flöskuhálsinn sem gerir það að verkum að ójafnvægi myndast. Verktakar ná ekki að byggja í takt við eftirspurn. Hvernig tryggja fasteignasalar hlutleysi við aðstæður þar sem þeim er gert að vera milliliður á markaði þar sem skortur á framboði skapar sífeldar verðhækkanir, kaupendum í óhag? Virðing og heiðarleiki eru grunnstoðir þess að fagmennska og traust myndist milli viðskiptavina og fasteignasala. Því virðist blasa við að lausnin á því að tryggja réttlæti á markaði sem sífellt er í ójafnvægi sé að kaupendur og seljendur séu hvor með sinn fasteignasalann. Þannig fara fasteignaviðskipti fram í öllum löndum nema á Íslandi og í Noregi. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað fasteignasölu og nemi í löggildingu. Einar G Harðarson, Löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað fasteignasölu.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun