Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 08:55 Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin fara fram. AP/Jim Mone Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. Myndband Fraziers vakti gríðarlega athygli þegar hún birti það á samfélagsmiðlum. Myndbandið fór víða og vakti ofbeldi Chauvins mikla reiði í Bandaríkjunum. Tugir milljóna mótmæltu á götum úti undir merkjum Black Lives Matter. Í gær bar Frazier vitni í réttarhöldunum gegn Chauvin sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi, manndráp og manndráp án ásetning. Hann neitar sök í málinu en á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi verði hann sakfelldur. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera“ Frazier lýsti samviskubiti sínu yfir því að hafa ekki gert meira og reynt að bjarga lífi Floyds. „Ég hef beðið George Floyd ítrekað afsökunar á því að hafa ekki gert meira,“ sagði Frazier en bætti svo við að þetta snerist samt ekki um hvað hún hefði átt að gera. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera,“ sagði hún og átti þar við Chauvin. Frazier kvaðst hafa byrjað að taka upp myndband vegna þess að Floyd hafi litið út fyrir að vera „dauðhræddur, grátbiðjandi um að lífi hans yrði þyrmt“. Hún hafi verið svo skelfingu lostin vegna þess sem hún sá að hún sagði litlu frænku sinni að fara inn í verslun nálægt vettvangnum svo hún myndi ekki sjá það sem væri að gerast. Þrýsti fastar niður Ákæruvaldið kallaði Frazier til sem vitni í málinu. Að því er segir í umfjöllun Guardian á vitnisburður Frazier að undirstrika þann málatilbúnað ákærenda að Chauvin hafi af illgirni haldið hné sínu á hálsi Floyds, jafnvel þegar ljóst var að sá síðarnefndi var ekki að streitast á móti handtöku og var í stöðugt meiri hættu vegna gjörða Chauvins. Fraizer sagði að Chauvin hefði ekki sleppt takinu á Floyd þrátt fyrir beiðnir frá fólki í kring. Hún sagði lögregluþjóninn hafa verið kaldan á svip, líkt og honum stæði á sama. Á einum tímapunkti hafi hann meira að segja sett meiri þrýsting á háls Floyds. Réttarhöldin halda áfram í dag en nánar má lesa um þau á vef Guardian, BBC og New York Times. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Myndband Fraziers vakti gríðarlega athygli þegar hún birti það á samfélagsmiðlum. Myndbandið fór víða og vakti ofbeldi Chauvins mikla reiði í Bandaríkjunum. Tugir milljóna mótmæltu á götum úti undir merkjum Black Lives Matter. Í gær bar Frazier vitni í réttarhöldunum gegn Chauvin sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi, manndráp og manndráp án ásetning. Hann neitar sök í málinu en á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi verði hann sakfelldur. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera“ Frazier lýsti samviskubiti sínu yfir því að hafa ekki gert meira og reynt að bjarga lífi Floyds. „Ég hef beðið George Floyd ítrekað afsökunar á því að hafa ekki gert meira,“ sagði Frazier en bætti svo við að þetta snerist samt ekki um hvað hún hefði átt að gera. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera,“ sagði hún og átti þar við Chauvin. Frazier kvaðst hafa byrjað að taka upp myndband vegna þess að Floyd hafi litið út fyrir að vera „dauðhræddur, grátbiðjandi um að lífi hans yrði þyrmt“. Hún hafi verið svo skelfingu lostin vegna þess sem hún sá að hún sagði litlu frænku sinni að fara inn í verslun nálægt vettvangnum svo hún myndi ekki sjá það sem væri að gerast. Þrýsti fastar niður Ákæruvaldið kallaði Frazier til sem vitni í málinu. Að því er segir í umfjöllun Guardian á vitnisburður Frazier að undirstrika þann málatilbúnað ákærenda að Chauvin hafi af illgirni haldið hné sínu á hálsi Floyds, jafnvel þegar ljóst var að sá síðarnefndi var ekki að streitast á móti handtöku og var í stöðugt meiri hættu vegna gjörða Chauvins. Fraizer sagði að Chauvin hefði ekki sleppt takinu á Floyd þrátt fyrir beiðnir frá fólki í kring. Hún sagði lögregluþjóninn hafa verið kaldan á svip, líkt og honum stæði á sama. Á einum tímapunkti hafi hann meira að segja sett meiri þrýsting á háls Floyds. Réttarhöldin halda áfram í dag en nánar má lesa um þau á vef Guardian, BBC og New York Times.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent