Enski boltinn

Varnar­maður Tórínó orðaður við Liver­pool: „Fyndið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bremer í leik með Tórínó fyrr á leiktíðinni.
Bremer í leik með Tórínó fyrr á leiktíðinni. Massimiliano Ferraro/Getty

Brasilíski varnarmaðurinn Bremer segir að það sé fyndið að heyra sögusagnirnar að hann sé á leiðinni til Liverpool því hann viti ekkert um þessar sögusagnir.

Í febrúar sagði enski miðillinn Mirror frá því að Bremer sé ofarlega á óskalista Jurgen Klopp en í gær var hann spurður út í sögusagnirnar á blaðamannafundi Tórínó.

„Mér finnst þetta fyndið því allir eru að tala um þetta en ég kannast ekkert við þetta,“ sagði Bremen samkvæmt Football Italia skælbrosandi.

„Það er einnig lygi að Jurgen Klopp kom til mín eftir leik á undirbúningstímabilinu og óskaði eftir að ég kæmi til Liverpool.“

Hinn 24 ára Bremer hefur spilað í Tórínó síðan 2018 en hann kom til Ítalíu frá Atletico Mineiro í heimalandinu, Brasilíu.

Á tæpum þremur árum hefur Bremer spilað 66 leiki fyrir ítalska úrvalsdeildarliðið og skorað níu mörk en hann er með samning við félagið til 2023.

Tórínó mætir grönnum sínum í Juventus um helgina en leikurinn er í beinni útsendingu á laugardag. Hefst leikurinn klukkan 15.55 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×