Mun farsælla sé að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 16:35 Helga Vala telur mikilvægt að fá úr því skorið hvort lagaheimild sé til staðar til þess að skylda alla farþega frá dökkrauðum svæðum á sóttkvíarhótel, óháð því hvort þeir séu búsettir hér á landi eða séu að ferðast hingað að tilefnislausu. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að heilbrigðisráðherra komi fyrir fund nefndarinnar til þess að benda á þá lagastoð sem sé fyrir hertum aðgerðum á landamærunum. Kallað hefur verið eftir því að nefndin fundi í páskahléi vegna reglugerðar um sóttkvíarhótel sem kveður á um að allir sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að dvelja þar í sex daga. Sjálf telur hún eðlilegast að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins. „Þetta er frelsissvipting. Það er sambærilegt og einhver er settur í fangaklefa – þó dvöl á hóteli sé aldrei sambærileg við fangaklefa, alls ekki, þá er þetta samt frelsissvipting. Og ef maður ætlar að vera nákvæmur á lögunum þá verður að vera skýr lagaheimild fyrir slíku,“ segir Helga Vala. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi í gær, 1. apríl. Ríflega eitt hundrað manns dvelja því nú á Fosshótel Reykjavík við Þórunnartún, þar sem því er gert að vera þar til það hefur klárað tvær sýnatökur fyrir kórónuveirunni. Reglurnar gilda um alla sem koma frá hinum dökkrauðu svæðum; ferðalöngum til Íslands og íslenskum ríkisborgurum. Ekki hægt að skikka Íslendinga á sóttkvíarhótel Helga Vala segir að það sé ákvörðun ferðamanna að koma hingað, og að þeir séu meðvitaðir um að þeir þurfi að dvelja í sóttvarnarhúsi. Það eigi hins vegar ekki við um íslenska ríkisborgara með lögheimili hér og eigi kost á sóttkví á eigin heimili. „Við höfum talað um það að þú hafir val um að koma hingað. Ef þú viljir ekki vera í sóttvarnarhúsi þá geturðu sleppt því að koma. En það gildir auðvitað ekki um þá sem eru búsettir á Íslandi. Það má aldrei meina íslenskum ríkisborgurum að koma inn í landið,“ segir hún. „Þannig að hvernig landamæralögreglan framkvæmir þetta, að skylda fólk í sóttvarnarhús gegn vilja þeirra – ég sé ekki hvernig það er hægt. Það er ekki hægt að senda fólk í burtu frá landamærunum.“ Fólk geti sótt rétt sinn Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa kallað eftir að fundað verði vegna málsins nú um páskana. Samþykki allra fulltrúa þarf til þess að af fundinum verði, en Guðmundur Ingi Kristinsson hjá Flokki fólksins hefur lagst gegn fundinum. Almennt þurfa allir fulltrúar að gefa samþykki sitt fyrir því að boða til fundar utan hefðbundins tíma, en þegar sérstakar aðstæður skapast getur þriðjungur fulltrúa óskað eftir honum. Það hefur nú verið gert. „Aðrir í stjórnarandstöðunni vilja fund núna, af því að þetta verður að vera alveg skýrt. Við getum ekki beðið í tíu daga. Það eru mörg hundruð manns sem dvelja þá mögulega án lagaheimildar og geta þá sótt einhvers konar bætur eða rétt sinn fyrir dómstólum. Þannig að við þurfum að hafa þetta á hreinu,“ segir Helga Vala. Hún tekur fram að hún sé hlynnt sóttvarnaraðgerðum en að fyrir þeim verði að vera skýrar lagaheimildir. Því sé eðlilegt að ráðherra útskýri hvernig í pottinn sé búið. Hún leggur til að Íslendingar feti í fótspor annarra þjóða sem hafi náð góðum árangri í baráttunni við veiruna. „Íslensk stjórnvöld gætu farið sömu leið og nágrannalönd okkar sum hver og Nýja-Sjáland og Ástralía að hreinlega leyfa ekki ferðalög hingað að tilefnislausu. Þar með erum við búin að taka til hliðar þá sem ekki eru búsettir hér, ekki að koma hingað vegna náinna aðstandenda eða vinnu, og þá erum við strax komin í aðeins einfaldari stöðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að nefndin fundi í páskahléi vegna reglugerðar um sóttkvíarhótel sem kveður á um að allir sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að dvelja þar í sex daga. Sjálf telur hún eðlilegast að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins. „Þetta er frelsissvipting. Það er sambærilegt og einhver er settur í fangaklefa – þó dvöl á hóteli sé aldrei sambærileg við fangaklefa, alls ekki, þá er þetta samt frelsissvipting. Og ef maður ætlar að vera nákvæmur á lögunum þá verður að vera skýr lagaheimild fyrir slíku,“ segir Helga Vala. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi í gær, 1. apríl. Ríflega eitt hundrað manns dvelja því nú á Fosshótel Reykjavík við Þórunnartún, þar sem því er gert að vera þar til það hefur klárað tvær sýnatökur fyrir kórónuveirunni. Reglurnar gilda um alla sem koma frá hinum dökkrauðu svæðum; ferðalöngum til Íslands og íslenskum ríkisborgurum. Ekki hægt að skikka Íslendinga á sóttkvíarhótel Helga Vala segir að það sé ákvörðun ferðamanna að koma hingað, og að þeir séu meðvitaðir um að þeir þurfi að dvelja í sóttvarnarhúsi. Það eigi hins vegar ekki við um íslenska ríkisborgara með lögheimili hér og eigi kost á sóttkví á eigin heimili. „Við höfum talað um það að þú hafir val um að koma hingað. Ef þú viljir ekki vera í sóttvarnarhúsi þá geturðu sleppt því að koma. En það gildir auðvitað ekki um þá sem eru búsettir á Íslandi. Það má aldrei meina íslenskum ríkisborgurum að koma inn í landið,“ segir hún. „Þannig að hvernig landamæralögreglan framkvæmir þetta, að skylda fólk í sóttvarnarhús gegn vilja þeirra – ég sé ekki hvernig það er hægt. Það er ekki hægt að senda fólk í burtu frá landamærunum.“ Fólk geti sótt rétt sinn Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa kallað eftir að fundað verði vegna málsins nú um páskana. Samþykki allra fulltrúa þarf til þess að af fundinum verði, en Guðmundur Ingi Kristinsson hjá Flokki fólksins hefur lagst gegn fundinum. Almennt þurfa allir fulltrúar að gefa samþykki sitt fyrir því að boða til fundar utan hefðbundins tíma, en þegar sérstakar aðstæður skapast getur þriðjungur fulltrúa óskað eftir honum. Það hefur nú verið gert. „Aðrir í stjórnarandstöðunni vilja fund núna, af því að þetta verður að vera alveg skýrt. Við getum ekki beðið í tíu daga. Það eru mörg hundruð manns sem dvelja þá mögulega án lagaheimildar og geta þá sótt einhvers konar bætur eða rétt sinn fyrir dómstólum. Þannig að við þurfum að hafa þetta á hreinu,“ segir Helga Vala. Hún tekur fram að hún sé hlynnt sóttvarnaraðgerðum en að fyrir þeim verði að vera skýrar lagaheimildir. Því sé eðlilegt að ráðherra útskýri hvernig í pottinn sé búið. Hún leggur til að Íslendingar feti í fótspor annarra þjóða sem hafi náð góðum árangri í baráttunni við veiruna. „Íslensk stjórnvöld gætu farið sömu leið og nágrannalönd okkar sum hver og Nýja-Sjáland og Ástralía að hreinlega leyfa ekki ferðalög hingað að tilefnislausu. Þar með erum við búin að taka til hliðar þá sem ekki eru búsettir hér, ekki að koma hingað vegna náinna aðstandenda eða vinnu, og þá erum við strax komin í aðeins einfaldari stöðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04